Airbus segir ellefu flugfélög hafa pantað alls 226 vélar. Þar af séu 99 vélar þar sem flugfélög uppfæra eldri pöntun á A321 yfir í XLR.
Sjá nánar hér: Nýjasta þotan frá Airbus gæti orðið framtíðarvél Icelandair
Meðal þeirra félaga, sem búin eru að tryggja sér pláss í framleiðsluröðinni, eru American Airlines með 50 þotur, Indigo Partners með 50 þotur, þar á meðal fyrir Wizzair, og Qantas með 36 þotur.
Forstjóri American, Robert Isom, segir að Airbus-vélarnar muni leysa af hólmi 34 Boeing 757-200 þotur félagsins. Jafnframt opni þær tækifæri á nýjum flugleiðum, sem menn hafi til þessa ekki látið sig dreyma um.

Hún hét áður Bombardier CS og kemur í tveimur lengdum sem taka á bilinu 100-150 farþega. Slík vél af lengri gerðinni CS300 lenti á Reykjavíkurflugvelli haustið 2016.
Sjá nánar hér: Hljóðlátasta þota heims þurfti hálfa flugbrautina
Þá segist Airbus hafa fengið pantanir í 24 breiðþotur af gerðinni A330.
Stöð 2 fjallaði um nýju Airbus A321XLR-þotuna í fréttum í fyrrakvöld: