Fyrrverandi prófessor í íslensku gagnrýnir málflutning forsætisráðherra um mannanöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. júní 2019 13:30 Eiríkur Rögnvaldsson var prófessor í íslenskri málfræði við HÍ og kenndi Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, þegar hún nam íslensku við þann sama skóla. Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt. Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, gagnrýnir málflutning Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um mannanöfn sem fram fór á Alþingi í nótt. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Eiríkur það hafa komið óþægilega á óvart að heyra ráðherra segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanöfnum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Katrín, sem er íslenskufræðingur að mennt og sat námskeið hjá Eiríki í Háskóla Íslands, greiddi atkvæði gegn frumvarpinu. Fyrsti flutningsmaður þess var Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar. Aðrir þingmenn Viðreisnar voru meðflutningsmenn auk þeirra Guðjóns S. Brjánssonar, Samfylkingu, og Björns Levís Gunnarssonar, Pírötum.Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði Í frumvarpinu var lagt til að mannanafnefnd yrði lögð niður og réttur einstaklinga til að bera það nafn eða þau nöfn sem þeir kjósa yrði tryggður með lögum. Frumvarpið var fellt á þingi í nótt en Sjálfstæðisflokkurinn klofnaði í afstöðu sinni til þess þar sem þrír þingmenn flokksins, þar af einn ráðherra, þær Bryndís Haraldsdóttir, Hildur Sverrisdóttir og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, greiddu atkvæði með frumvarpinu. Þá greiddi Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ekki atkvæði en aðrir Sjálfstæðismenn sem voru viðstaddir greiddu atkvæði gegn.Ræðu Katrínar má heyra hér að neðan.Grundvallarmisskilningur í málinu Eiríkur segir á Facebook að það hafi verið viðbúið að mannanafnafrumvarpið yrði fellt fyrst Vinstri græn lögðust gegn því. Segir hann að það sé vissulega rétt að frumvarpið hafi ekki verið fullkomið þótt breytingartillögur minnihlutans hafi verið mjög til bóta. „Það kom mér hins vegar óþægilega á óvart að heyra forsætisráðherra í atkvæðaskýringu segja það grundvallaratriði að breytingar á mannanafnalögum verði ekki teknar úr samhengi við íslenska málstefnu. Í þessu felst sú túlkun að lög um mannanöfn varði fyrst og fremst íslenskt mál. Það er að mínu mati grundvallarmisskilningur. Þetta er fyrst og fremst mannréttindamál og sem slíkt engu léttvægara en önnur mikilvæg mannréttindamál sem hafa verið afgreidd undanfarið - undir forystu VG. Það hafa engin rök verið færð fyrir því að breytingar á mannanafnalögum komi íslenskunni illa,“ segir Eiríkur.Borgarfulltrúi VG fullviss um annað betra frumvarp Hann bendir á að fyrst bíða eigi eftir endurskoðun á íslenskri málstefnu standi greinilega ekki til að endurskoða lög um mannanöfn á þessu kjörtímabili. Ástæðan sé sú að samkvæmt nýsamþykktri málstefnu um eflingu íslensku sem opinbers máls eigi þeirri endurskoðun ekki að ljúka fyrr en í árslok 2021. „Þá er fyrst hægt að fara að endurskoða mannanafnalög samkvæmt þessu þannig að við megum enn bíða í a.m.k. þrjú-fjögur ár eftir nýjum lögum. Á meðan sitjum við uppi með lög sem fela í sér skýr mannréttindabrot og megum búast við fjölda dómsmála sem ríkið mun væntanlega tapa eins og öllum málum út af lögunum hingað til - málum sem valda þeim sem í hlut eiga ómældri fyrirhöfn og hugarangri en ríkinu kostnaði,“ segir Eiríkur. Í umræðu sem skapast hefur við færsluna segir Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, að hún sjálf hefði greitt atkvæði með frumvarpinu. Þá kveðst hún hafa fulla trú á því að annað frumvarp í þessa veru komi fram sem verði betra og fáist samþykkt.
Alþingi Íslenska á tækniöld Mannanöfn Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira