Bolli í 17 segir sig úr Sjálfstæðisflokknum Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2019 10:47 Bolli Kristinsson segir flokkinn vera að liðast í sundur og forystan sé í tómu tjóni. Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“ Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Bolli Kristinsson athafnamaður, sem löngum var kenndur við verslunina 17, hefur sagt sig úr Sjálfstæðismönnum. Hann sendi forystunni úrsagnarbréf og notaði tækifærið og hellti sér yfir hana. Orkupakkamálið ætlar að reynast Sjálfstæðisflokknum afar erfitt. Vísir hefur fjallað ítarlega um málið í fréttaskýringum og þá einkum harða gagnrýni Davíðs Oddssonar ritstjóra Morgunblaðsins en hann hefur verið óvæginn í garð forystunnar. Svo mjög að nú er svo komið að Morgunblaðið telst ekki lengur málgagn flokksins, sem sætir í sjálfu sér stórtíðindum.Telur Sjálfstæðiflokkinn gjalda afhroð yrði kosið Vísir hefur reynt að nálgast upplýsingar um hvort um fjöldauppsagnir úr flokknum sé að ræða en án árangurs, Þórður Þórarinsson framkvæmdastjóri flokksins einn getur svara til um það samkvæmt upplýsingum frá Valhöll en hann er í fríi og svarar ekki síma. Bolli var ómyrkur í máli í útvarpsþættinum Bítið, sem hefur fjallað um málið. Hann bendir á að fyrir um tíu til fimmtán árum hafi flokkurinn verið að mælast í 36 prósentum en sé nú að mælast í 21 prósenti. Bolli segist sannfærður um að ef gengið yrði til kosninga nú myndi flokkurinn gjalda afhroð og fá um 15 prósenta fylgi.Bolli segir flokkinn á algjörum villigötum, kominn óralangt frá stefnu sinni og á því hljóti forystan að bera ábyrgð. En hún hlusti ekki.Bolli lætur ekki bjóða sér þetta „Á síðasta Landsfundi var samþykkt að samþykkja ekki orkupakkann. Nú hafa þeir fundið einhverjar töfralausnir til að sniðganga þessa samþykkt Landsfundarins og telja sig ekki vera að svíkja hana. En, ég segi, Sjálfstæðisflokkurinn verður að boða til nýs Landsfundar, bera þetta undir landsfundagesti og fá hana samþykkta þar. Því þetta gengur ekki.“ Bolli hefur alla tíð verið í Sjálfstæðisflokknum, gegnt þar trúnaðarstörfum og verið í fjáröflunarnefnd flokksins. „Ég vil ekkert frekar en að ganga í flokkinn minn aftur. En, ég geri það ekki undir þessum forsendum. Ég er að senda skýr skilaboð: Ég læt ekki bjóða mér þetta. Þeir eru farnir langt í burtu frá öllum helstu stefnumálum flokksins.“
Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00 Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58 Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Fréttaskýring: Þingflokkur Sjálfstæðisflokks við að missa húmorinn fyrir Davíð Samband Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokks sjaldan verið eins slæmt. 29. maí 2019 09:00
Fréttaskýring: Gamlir foringjar pönkast í forystunni Davíð Oddsson heldur áfram að hamast í forystu flokksins. 19. júní 2019 12:58
Flokkshollir engjast vegna skrifa Davíðs Halldór Blöndal reynir að tala um fyrir hinum reiða ritstjóra Morgunblaðsins. 11. júní 2019 11:32