Nær að þakka en að krefja ríkið bóta Sveinn Arnarsson skrifar 20. júní 2019 06:00 Jón Bjarnason á sjávarútvegsráðherraárum sínum. Fréttablaðið/Anton Brink Hæstiréttur horfði fram hjá meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarlaga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóðarhagsmunum en ekki hagsmunum einstakra fyrirtækja, að mati Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Jón dregur í efa að Hæstiréttur hafi verið hlutlaus þegar dómur var kveðinn upp í desember í fyrra þar sem ríkið var gert skaðabótaskylt vegna úthlutunar makrílkvóta. Hann segir að útgerðir ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa staðið í lappirnar gagnvart ESB. „Enn er ósamið um makríl milli ríkja og því er það svo fáránlegt að einstaka útgerðir geta verið að gera kröfur til þess og hins í óumsömdum hlutaskiptum veiða,“ segir Jón. Jón, sem var sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, fór ekki að lögum þegar makrílkvóta var úthlutað. Umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 2014. Hæstiréttur komst að sams konar niðurstöðu í desember síðastliðnum. „Einnig þykir mér makalaust ef útgerðir hafi í sér siðferðis- og samfélagslega að höfða mál til að fá bætur frá ríkinu. Þeir ættu miklu frekar að þakka ráðherra fyrir að hafa komið skikkan á veiðarnar og varið rétt Íslands til makrílveiða,“ segir sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi.Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA„Því sá réttur var ekki sjálfsagður á þessum tíma. Ísland stóð í hörðum deilum við ESB sem neitaði að viðurkenna að hér væri makríll og hótaði umfangsmiklu viðskiptabanni með íslenskan fisk ef við hættum ekki makrílveiðum. Það hefði ekki verið til framdráttar fyrir þessi útgerðarfélög ef ráðherra hefði ekki staðið í lappirnar og hafnað kröfum ESB sem á sama tíma setti löndunarbann á Færeyjar vegna veiða á makríl og síld,“ bætir hann við. Jón gagnrýnir einnig að ríkislögmaður hafi ekki tryggt hlutlausan dómstól. Bendir hann á að einn af hæstaréttardómurum í makrílmálinu, Árni Kolbeinsson, var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu árin 1985 til 1998. Einnig greindi Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, frá því að sonur hans hefði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og haft ríka aðkomu að kröfugerðum á hendur ríkinu í tengslum við makrílhagsmuni. „Þessi mál eru afar pólitísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvótalögin voru. Mér finnst skrítið að hæstaréttardómari, sem hefur áður átt beina hlutdeild að máli með samningu og setningu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kallaður til sérstaklega til að dæma í Hæstarétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðuneytisstjóri þess tíma,“ segir ráðherrann fyrrverandi. „Og ég er hissa á því að ríkislögmaður skuli ekki hafa farið fram á að hann viki úr dómnum vegna fyrri tengsla við málið til að tryggja að dómurinn sé hlutlaus og réttmætur,“ heldur Jón áfram. Hann kveðst hafa verið þess fullviss á sínum tíma að reglugerðin stæðist lög og gott betur en það. „Reglugerðin var nauðsynleg á sínum tíma til að koma skipulagi á makrílveiðar,“ segir Jón. „Undirréttur dæmdi þetta lögmætt og þess vegna átti ríkislögmaður að gæta þess að Hæstiréttur væri hlutlaus.“ Jón bætir við að frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar, sem samþykkt var á Alþingi í gær, verji ekki hagsmuni þjóðarinnar. „Sú lagabreyting er óttaleg hrákasmíð þar sem verið er að fara á svig við meginhagsmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórnun, ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. 13. júní 2019 18:30 Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Hæstiréttur horfði fram hjá meginmarkmiðum fiskveiðistjórnunarlaga um að það beri að stýra veiðum út frá þjóðarhagsmunum en ekki hagsmunum einstakra fyrirtækja, að mati Jóns Bjarnasonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. Jón dregur í efa að Hæstiréttur hafi verið hlutlaus þegar dómur var kveðinn upp í desember í fyrra þar sem ríkið var gert skaðabótaskylt vegna úthlutunar makrílkvóta. Hann segir að útgerðir ættu frekar að þakka honum fyrir að hafa staðið í lappirnar gagnvart ESB. „Enn er ósamið um makríl milli ríkja og því er það svo fáránlegt að einstaka útgerðir geta verið að gera kröfur til þess og hins í óumsömdum hlutaskiptum veiða,“ segir Jón. Jón, sem var sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, fór ekki að lögum þegar makrílkvóta var úthlutað. Umboðsmaður Alþingis hafði komist að þeirri niðurstöðu árið 2014. Hæstiréttur komst að sams konar niðurstöðu í desember síðastliðnum. „Einnig þykir mér makalaust ef útgerðir hafi í sér siðferðis- og samfélagslega að höfða mál til að fá bætur frá ríkinu. Þeir ættu miklu frekar að þakka ráðherra fyrir að hafa komið skikkan á veiðarnar og varið rétt Íslands til makrílveiða,“ segir sjávarútvegsráðherrann fyrrverandi.Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA„Því sá réttur var ekki sjálfsagður á þessum tíma. Ísland stóð í hörðum deilum við ESB sem neitaði að viðurkenna að hér væri makríll og hótaði umfangsmiklu viðskiptabanni með íslenskan fisk ef við hættum ekki makrílveiðum. Það hefði ekki verið til framdráttar fyrir þessi útgerðarfélög ef ráðherra hefði ekki staðið í lappirnar og hafnað kröfum ESB sem á sama tíma setti löndunarbann á Færeyjar vegna veiða á makríl og síld,“ bætir hann við. Jón gagnrýnir einnig að ríkislögmaður hafi ekki tryggt hlutlausan dómstól. Bendir hann á að einn af hæstaréttardómurum í makrílmálinu, Árni Kolbeinsson, var ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu árin 1985 til 1998. Einnig greindi Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, frá því að sonur hans hefði verið framkvæmdastjóri LÍÚ og haft ríka aðkomu að kröfugerðum á hendur ríkinu í tengslum við makrílhagsmuni. „Þessi mál eru afar pólitísk og umdeild og voru það frá byrjun að þessi lög eins og lögin um kvótalögin voru. Mér finnst skrítið að hæstaréttardómari, sem hefur áður átt beina hlutdeild að máli með samningu og setningu mjög umdeildra laga á sínum tíma, skuli líka kallaður til sérstaklega til að dæma í Hæstarétti um svo umdeilt mál. Hann hafði áður komið að virkum hætti sem ráðuneytisstjóri þess tíma,“ segir ráðherrann fyrrverandi. „Og ég er hissa á því að ríkislögmaður skuli ekki hafa farið fram á að hann viki úr dómnum vegna fyrri tengsla við málið til að tryggja að dómurinn sé hlutlaus og réttmætur,“ heldur Jón áfram. Hann kveðst hafa verið þess fullviss á sínum tíma að reglugerðin stæðist lög og gott betur en það. „Reglugerðin var nauðsynleg á sínum tíma til að koma skipulagi á makrílveiðar,“ segir Jón. „Undirréttur dæmdi þetta lögmætt og þess vegna átti ríkislögmaður að gæta þess að Hæstiréttur væri hlutlaus.“ Jón bætir við að frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar um makrílveiðar, sem samþykkt var á Alþingi í gær, verji ekki hagsmuni þjóðarinnar. „Sú lagabreyting er óttaleg hrákasmíð þar sem verið er að fara á svig við meginhagsmuni þjóðarinnar hvað varðar stjórnun, ráðstöfun og nýtingu auðlindarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01 „Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. 13. júní 2019 18:30 Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. 19. júní 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Vonsviknir makrílveiðimenn ætla í mál við ríkið Fyrirtæki sem standa að Félagi makrílveiðimanna munu höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu eftir að frumvarp um kvótasetningu á makríl varð að lögum á Alþingi í dag. 19. júní 2019 22:01
„Við munum væntanlega bara afhenda ráðherra lyklana að útgerðunum okkar“ Smábátaútgerðir ætla að höfða skaðabótamál á hendur íslenska ríkinu verði frumvarp um kvótasetningu á makríl að lögum. Málshöfðunin er meðal annars til komin vegna breytinga atvinnuveganefndar Alþingis á frumvarpinu sem fyrirtækin telja að gangi í berhögg við jafnræðisreglu stjórnarskrár. 13. júní 2019 18:30
Bótakröfur á ríkið vegna makrílkvóta Ríkislögmaður staðfestir að borist hafi stefnur vegna kvótasetningar makríls í upphafi áratugarins en gefur ekki upp fjölda eða bótakröfur. Heimildir herma að stórir aðilar stefni. Kröfur gætu numið allt að 35 milljörðum króna. 19. júní 2019 06:00