Atletico ætlar að sekta Griezmann fyrir brot á samningi Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 9. júlí 2019 13:30 Antoine Griezmann tilkynnti að hann væri á förum fyrir tveimur mánuðum en enn sem komið er hefur lítið gerst í málum hans vísir/getty Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu. Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
Atletico Madrid ætlar að sekta Antoine Griezmann fyrir brot á samningi þar sem sá franski lét ekki sjá sig á æfingu spænska félagsins þrátt fyrir að vera formlega boðaður þangað. ESPN greinir frá þessu í dag. Griezmann vill fara frá Atletico og greindi frá því í maí að hann yrði ekki með félaginu á næsta tímabili. Franski heimsmeistarinn hefur ítrekað verið orðaður við Barcelona og var búist við því að Börsungar myndu mæta strax 1. júlí og borga riftunarákvæði Griezmann, en þann dag lækkaði það úr 200 milljónum evra í 120 milljónir evra. Það hefur hins vegar enginn mætt með peningapoka á skrifstofur La Liga. Á föstudag sendi Barcelona inn beiðni um að fá að borga riftunarákvæðið í raðgreiðslum, en Atletico hafnaði því. Heimildarmenn ESPN innan Barcelona segjast vissir um að félagsskiptin gangi í gegn í þessari viku. Atletico ætlar hins vegar ekki að fara í neinar samningaviðræður við Barcelona tengdar greiðslunni á riftunarákvæðinu. Atletico boðaði Griezmann formlega til æfinga eftir sumarfrí á sunnudag, þann dag ferðuðust liðsmenn Atletico á sérstakt æfingasvæði þeirra í fjöllunum fyrir ofan Madrídarborg þar sem liðið æfir á undirbúningstímabilinu. Griezmann lét hins vegar ekki sjá sig. Forráðamenn Atletico eru ekki sáttir og ætla að refsa leikmanninum fyrir með því að sekta hann. Samkvæmt samningi er það hæsta sem þeir geta sektað hann um í kringum 200 þúsund evrur. „Við munum koma af stað agamáli þar sem Griezmann varð ekki við formlegu kalli hjá félaginu sem hann er samningsbundinn,“ sagði heimildarmaður Atletico við ESPN. Samkvæmt lögum er Griezmann þó ekki skyldugur til þess að mæta til vinnu strax, hann á rétt á 30 frídögum að sumri og síðasti leikur hans var 11. júní með franska landsliðinu.
Spænski boltinn Tengdar fréttir „Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00 Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Íslenski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
„Það verða afleiðingar ef Griezmann var búinn að semja við Barca fram í tímann“ Ef Antoine Griezmann var búinn að gera samning við Barcelona fram í tímann mun það hafa afleiðingar segir forseti Atletico Madrid, Enrique Cerezo. 6. júlí 2019 06:00
Verðið á Griezmann féll um 80 milljónir evra á miðnætti Antoine Griezmann er á leið frá Atletico Madrid en óvíst er hver næsti áfangastaður hans verður. 1. júlí 2019 23:00