Íslensk list blómstrar í Helsinki Árni Þór Sigurðsson skrifar 9. júlí 2019 08:00 Á hverju ári kynnir fjöldi íslenskra listamanna verk sín erlendis og í mörgum tilvikum taka sendiráð Íslands beinan þátt í undirbúningi sýninga eða kynningu á íslenskri list. Sú starfsemi sendiráðanna er ef til vill ekki vel sýnileg á Íslandi og mætti vel gefa meiri gaum. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2019 eru um 9% af starfsemi sendiskrifstofa erlendis helguð menningarmálum. Þessu er misskipt eftir eðli sendiskrifstofanna en sumar fást nær eingöngu við fjölþjóðasamskipti. Hér í Helsinki er þetta hlutfall talsvert hátt, eða 21%, en í Finnlandi er mikill áhugi á íslenskri list og ýmsir íslenskir listamenn koma hingað aftur og aftur með sýningar. Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum. Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu. Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki. Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum. Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu. Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til. Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni. Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Íslendingar erlendis Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju ári kynnir fjöldi íslenskra listamanna verk sín erlendis og í mörgum tilvikum taka sendiráð Íslands beinan þátt í undirbúningi sýninga eða kynningu á íslenskri list. Sú starfsemi sendiráðanna er ef til vill ekki vel sýnileg á Íslandi og mætti vel gefa meiri gaum. Samkvæmt skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 2019 eru um 9% af starfsemi sendiskrifstofa erlendis helguð menningarmálum. Þessu er misskipt eftir eðli sendiskrifstofanna en sumar fást nær eingöngu við fjölþjóðasamskipti. Hér í Helsinki er þetta hlutfall talsvert hátt, eða 21%, en í Finnlandi er mikill áhugi á íslenskri list og ýmsir íslenskir listamenn koma hingað aftur og aftur með sýningar. Árið í ár sker sig að miklu leyti úr vegna fjölda íslenskra listviðburða því stærstu og virtustu lista- og hönnunarsöfn í Helsinki tefla nú fram íslenskum listamönnum. Listasýning Hrafnhildar Arnardóttur, Shoplifter, í nýlistasafninu Kiasma var opnuð í febrúar sl. og stendur fram á haust. Hrafnhildur er að þessu sinni fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum með sýninguna Chromo Sapiens. Forsvarsmenn nýlistasafnsins hafa farið fögrum orðum um sýninguna og upplýst að hún hafi verið afar vel sótt af gestum safnsins. Forseti Íslands, hr. Guðni Th. Jóhannesson, heimsótti m.a. sýninguna í apríl sl. Við opnun sýningarinnar hélt tónlistarmaðurinn Högni Egilsson tónleika á safninu. Í júníbyrjun var opnuð sýning á verkum eftir Brynjar Sigurðarson, listamann og hönnuð, á Hönnunarsafninu í Helsinki. Brynjar hlaut í fyrra hin virtu norrænu Torsten & Wanja Söderberg hönnunarverðlaun, ein veglegustu hönnunarverðlaun í heimi. Það felst mikil viðurkenning í því að sýna í Hönnunarsafninu í Helsinki, bæði vegna þess að Finnar eru þekktir fyrir sína eigin hönnun og hversu framarlega þeir standa á því sviði, en einnig vegna þess að Hönnunarsafnið er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem leggja leið sína til Helsinki. Íslensku listamennirnir Ragnar Kjartansson og Egill Sæbjörnsson eru tilnefndir til hinna virtu finnsku Ars Fennica verðlauna ásamt tveimur finnskum listamönnum og einum sænskum, en verðlaunin eru veitt framúrskarandi norrænum listamanni. Íslendingar mega vera afar stoltir af því að eiga tvær af fimm tilnefningum í ár, en aðeins einn Íslendingur, Hreinn Friðfinnsson, hefur hlotið þessi verðlaun áður, en til þeirra var stofnað fyrir um 30 árum. Amos Rex listasafnið í Helsinki var opnað árið 2018 en hefur þegar hlotið alþjóðlega viðurkenningu og mikla aðsókn. Kynning á þeim fimm listamönnum sem tilnefndir eru til Ars Fennica verðlaunanna fór fram í Amos Rex safninu nú nýverið og verður tilkynnt um vinningshafa í síðari hluta ágústmánaðar. Listamennirnir Ragnar og Egill voru báðir viðstaddir og voru sýningar þeirra opnaðar á sama tíma í safninu. Þá mun Ragnar Kjartansson listamaður opna innsetninguna Gestirnir í nýlistasafninu Kiasma í október nk. og er engum vafa undirorpið að það verður tekið eftir þeirri sýningu ef marka má þær viðtökur sem Ragnar og aðrir íslenskir listamenn hafa fengið hér í Helsinki hingað til. Loks ber að nefna að sendiráðið tekur þátt í hönnunarhátíð sem haldin er hér árlega, Helsinki Design Week, m.a. með því að bjóða ungum íslenskum hönnuði til þátttöku og tengja við þá fjölmörgu innlendu og erlendu gesti sem sækja hönnunarvikuna. Í haust verður Valdís Steinarsdóttir gestur á vikunni. Helsinki hefur fyrir löngu áunnið sér stöðu sem ein helsta hönnunarborg í heimi og því er þátttaka Íslands mikilvæg í því skyni að koma íslenskri hönnun og hönnuðum á framfæri og tengjast þannig beint því sem best gerist á þessu sviði. Allir listamennirnir sem í hlut eiga og starfsfólk sendiráðsins hafa unnið náið saman í samstarfi við umrædd listasöfn. Eiga allir þakkir skildar fyrir þeirra framlag, en fyrst og fremst er ástæða til að óska íslensku listamönnunum til hamingju og velfarnaðar í áframhaldandi listsköpun.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun