Eins og fram kom á Vísi í gær mun Aron vera með Blikum fram til 20. júlí og mun því ná báðum Evrópuleikjunum gegn Vaduz í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Új játékossal erősödtünk!
Izlandi korosztályos válogatott labdarúgó csatlakozott együttesünkhöz.
Részletek a lenti linken:
https://t.co/59r7Cr8QAf#ujpest#ujpestfc#hajralilak#ujpestfamily#welcomearonbjarnasonpic.twitter.com/tbZ6GO51Yr
— Újpest FC (@ujpestfc1885) July 8, 2019
„Újpest er stórt félag í Ungverjalandi og með ríka sögu. Mig hlakkar til að koma og sýna stuðningsmönnunum hvað ég get,“ sagði Þróttarinn uppaldi í samtali við heimasíðu félagsins.
„Ég treysti því að ég mun aðlagast fótboltanum fljótt og komast í byrjunarliðið. Ég er sóknarmaður svo ég mun gera mitt besta til þess að hjálpa liðinu að skora mörk.“
Aron hefur leikið afar vel á leiktíðinni í Pepsi Max-deildinni en hann hefur skorað fjögur mörk í þeim tíu leikjum sem hann hefur spilað í Pespi Max-deildinni.