Segir málefni barna ekki í forgangi hjá meirihlutanum Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 22:05 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira