Segir málefni barna ekki í forgangi hjá meirihlutanum Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 22:05 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira