Segir málefni barna ekki í forgangi hjá meirihlutanum Sylvía Hall skrifar 7. júlí 2019 22:05 Kolbrún Baldursdóttir er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Vísir/Vilhelm Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir það vera ljóst að málefni barna og barnafjölskyldna sé ekki í forgangi hjá meirihlutanum í borginni. Þrátt fyrir fögur fyrirheit um samráð finni hún ekki mikið fyrir því í verki. Þetta kom fram í viðtali við Kolbrúnu í Sprengisandi í morgun. Hún segir það vera sitt mat að þau málefni sem brenni á henni er snerta barnafjölskyldur og börn séu ekki forgangsmál meirihlutans heldur sé frekar notað stór orð sem líta vel út á blaði. „Þau vilja láta þetta líta rosalega vel út og þetta eru alveg falleg orð á blaði en þarna á bak við er hópur barna sem líður illa í skólanum, það erum við auðvitað að sjá þegar landlæknir er að koma með skýrslur um kvíða og sjálfskaða og allt það,“ segir Kolbrún. „Ég hef verið að benda á að það er ekki nóg að setja einhverja sæta stefnu á blað og setja síðan ekki nægan pening í það til þess að hægt sé að mæta þá þörfum allra barna,“ segir hún og bætir við að hún hafi lagt fram fjölda af tillögum varðandi þessi mál við misgóðar undirtektir.Vill frekar að meirihlutinn játi að fyrirkomulagið sé ekki að ganga upp Kolbrún segist finna til með starfsfólki á menntasviði borgarinnar þar sem þau fái mikinn fjölda af kvörtunum sem þau geti ekki gert neitt í. Það sé ekki þeim að kenna heldur vanti fjármagn í þennan málaflokk og segist Kolbrún vera ósátt við það hvernig fjármunum er ráðstafað. Hún hafi reynt að vekja máls á þessu en verandi í minnihluta sé ekki líklegt að þau mál fari í gegn. Það sé sárt að horfa upp á það þegar tillögum er vísað frá og þær felldar. „Þá vil ég frekar að það sé viðurkennt að þetta er ekki að virka, þessi skóli án aðgreiningar er ekki að ná því fram með þessu fjármagni sem er verið að setja í það,“ segir Kolbrún.Hægt er að hlusta á viðtalið við Kolbrúnu í spilaranum hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira