Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. júlí 2019 12:45 Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda Fréttablaðið/Óskar P. Sigurðsson Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna. Vestmannaeyjar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með hátíðarhöldum um helgina. Goslokahátíð fer nú fram og er hátíðin ríflegri en áður í tilefni afmælisins. Fyrstu helgina í júlí fer Goslokahátíð fram í Vestmannaeyjum ár hvert. Um er að ræða bæjarhátíð þar sem endalokum eldgossins á Heimaey 1973 er fagnað. „Þetta er náttúrulega þakkargjörðarhátíð fyrst og fremst. Við þökkum fyrir hversu vel gekk að rýma eyjuna og svo uppbyggingin öll. Baráttuþrekið sem fólk hafði. Stór hluti heimamanna flutti aftur heim og við erum í rauninni að þakka fyrri hversu vel þetta gekk allt saman,“ sagði Sigurhanna Friðþórsdóttir, meðlimur Goslokanefndar. Á árinu fagna Vestmanneyjar hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda. Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika. „Það voru haldnir sérstakir stórtónleikar í gær þar sem öllum var boðinn aðgangur. Þeir voru bæði klukkan 18 og 21 í gærkvöldi. Um ellefu hundruð manns á hvorum tónleikum fyrir sig í íþróttahúsinu og þetta var frábært allt saman,“ sagði Sigurhanna. Í dag verður boðið upp á göngu á Heimaklett með leiðsögn. ÍBV mun svo taka á móti KR auk þess sem boðið verður upp á hinar ýmsu sýningar, sundlaugadiskó með Ingó veðurguði og margt fleira. „Það er frábær stemning, veðrið algjörlega leikur við okkur. Það er heiðskýrt og fjórtán stiga hiti síðast þegar ég skoðaði og nánast logn sem Vestmannaeyjar eru ekki þekktar fyrir þannig við gætum ekki beðið um neitt betra,“ sagði Sigurhanna.
Vestmannaeyjar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Sjá meira