Landlæknir bað Evu Þóru afsökunar símleiðis Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2019 11:39 Eva Þóra Hartmannsdóttir segir niðurlægjandi að hafa verið flokkuð sem negríti þegar hún mætti í mæðravernd. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt. Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Hjúkrunarfræðineminn Eva Þóra Hartmannsdóttir, sem vakti á dögunum athygli á því að konur af afrískum uppruna væru flokkaðar sem negrítar í sjúkraskrám sínum, greinir frá því að Landlæknir hafi slegið á þráðinn til hennar og beðist afsökunar á málinu.Sjá einnig: Kölluð „negríti“ í sjúkrasögu sinni án útskýringa Forsaga málsins er sú að Eva, sem er barnshafandi, tók eftir því í 25 vikna skoðun að ljósmóðirin sem aðstoðaði hana hakaði við „negríti“ í kynþáttaflokkun í sjúkraskrá Evu. Þegar Eva leitaði útskýringa á því fékk hún svarið að þetta hafi alltaf verið svona. Í viðtali við Stöð 2 sagðist Eva samstundis tengja orðið við orðið negri, sem löngum hefur þótt niðurlægjandi og fordómafullt. Eva segir landlækni hafa gefið sér góðan tíma í að fara yfir málin með henni og útskýrt hlutina og gefið færi á að spyrja spurninga. Þá þakkaði hún einnig Evu fyrir að hafa opnað umræðuna um þetta mál.Sjá einnig: Þar til í mars á þessu ári voru konur af afrískum uppruna skráðar sem „negrítar“ í sjúkraskrá Yfirlæknir á fæðingardeild Landspítalans, Hulda Hjartardóttir, sagði í viðtali við Stöð 2 að með nýrri uppfærslu sem tekin var í gagnið í mars síðastliðnum hafi orðalaginu verið breytt í „af afrískum uppruna.“ Eva segir í færslu sinni á Facebook að sú vinna hafi farið af stað í desember síðastliðinn þegar kona ein tók eftir skráningu eiginmanns síns sem „negríta“. Eva segir að hennar heilsugæsla sé ein einungis tveggja á landinu sem ekki hafi tekið upp áðurnefnda uppfærslu og því hafi orðið „negríti“ verið notað í sjúkraskýrslunni. Eva segir að embætti Landlæknis hafi ætlað sér að koma í veg fyrir að nokkur þurfi að upplifa slíkt aftur. Eva Þóra segist vera gríðarlega ánægð með að hafa tjáð sig fyrir hönd minnihlutahóps á Íslandi og meðal annars komið í veg fyrir að hennar eigin börn sjái þetta orðalag í sjúkraskrám sínum. Þetta segir Eva vera skref í rétta átt.
Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira