Skítleg framkoma Sif Sigmarsdóttir skrifar 6. júlí 2019 10:00 Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Árið er 1946. Heimsstyrjöldinni síðari er nýlokið. Um Evrópu flakka vegalaus börn sem lifðu af Helförina. Foreldrar þeirra eru látnir eða þeirra saknað. Þau eiga engan að, þau eiga hvergi heima. Breska ríkisútvarpið BBC ákveður að búa til þáttaröð um nokkur þessara týndu barna sem talið er að geti átt skyldmenni í Bretlandi, ákall til ættingja sem gætu veitt þeim skjól. Fyrir nokkrum árum rakst blaðamaður á upptökurnar í safni BBC. Aðeins einn þáttanna hafði varðveist. Í honum eru þulin nöfn tólf barna, saga þeirra rakin og nöfn frændfólksins sem leitað er talin upp. Hvað varð um börnin? Fundu þau fjölskyldu sína? Fengu þau samastað? Blaðamaðurinn fór á stúfana. Sjötíu árum eftir stríðslok, sjötíu árum eftir að börnin fundust nær dauða en lífi í útrýmingarbúðum tókst blaðamanninum að hafa uppi á fjórum þeirra og taka þau tali. Eitt þeirra var Gunter Wolff. Gunter fæddist í Þýskalandi árið 1928. Gunter greindi blaðamanninum frá því hvernig liðsmenn Gestapo smöluðu Gunter og fjölskyldu hans saman dag einn árið 1941 og fluttu í gettó í Póllandi. Þar tókst fjölskyldunni að halda hópinn næstu árin. En árið 1944 voru þau send í útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. Við komuna í Auschwitz var konum skipað að fara í eina átt, körlum aðra. Gunter sá móður sína aldrei aftur. Viku eftir komuna í Auschwitz lést faðir hans. „Hann einfaldlega vaknaði ekki einn morguninn.“ Gunter flakkaði milli fjölda fangabúða. Þegar stríðinu lauk var hann í Theresienstadt. Fjölskyldan hafði ákveðið að hittast í smábæ í Þýskalandi, fæðingarstað móður hans, þegar stríðinu lyki. Þar beið Gunter í tvo mánuði. Enginn kom að vitja hans. Kona á vegum Sameinuðu þjóðanna tók hann upp á arma sína og kom honum með lest til Bretlands þar sem Gunter hafði verið sagt að hann ætti skyldmenni. Í kjölfar ákalls BBC fann Gunter frænda föður síns sem bjó í London. Frændinn tók á móti Gunter á Waterloo lestarstöðinni með orðunum: „Mér og pabba þínum samdi aldrei.“ Þegar heim var komið tók frændinn fram lyklakippu. Hann gekk um húsið og læsti hverjum einasta skáp. Gunter ákvað strax að þetta yrði ekki heimili hans. Gunter tókst að hafa uppi á ættingjum í New York. Hann varð yfir sig glaður. „Ég var sannfærður um að ég væri á leið til paradísar.“ En í Bandaríkjunum tók ekki betra við. Virðuleg kona tók á móti honum og sagði: „Þú byrjar að vinna á mánudaginn. Þú getur sofið á bekk í biðstofu eiginmanns míns – hann er læknir.“ Gunter mætti samviskusamlega í vinnuna. Á útborgunardegi fékk hann ávísun upp á ellefu dollara og sextíu sent. Hann bað konuna um að leysa hana út fyrir sig. Þegar konan kom úr bankanum afhenti hún Gunter sjö dollara og sextíu sent. Gunter sagði að hún hlyti að hafa ruglast; ávísunin var upp á ellefu dollara og sextíu sent. Konan svaraði: „Já, en þú hefur sofið á bekknum í biðstofunni.“ Gunter flutti út viku seinna.Yfirklór Fundu börnin tólf úr BBC þættinum ættingja sína? Nei. Svo virðist sem nánast enginn hafi gefið sig fram og vitjað þeirra. Þau fáu skyldmenni sem fundust komu jafnilla fram við börnin og ættingjar Gunters. Í heimildarþætti um málið ítrekaði blaðamaðurinn sem fann upptökurnar að „við vitum ekki hverjar aðstæður voru, ástæðurnar fyrir því að fólk steig ekki fram“. Sá örláti fyrirvari breytir þó tæpast mati okkar á framferði fyrri kynslóða. Framkoma sem þessi er skítleg. Það sama má segja um framkomu stjórnvalda sem í dag skirrast við að veita börnum á flótta skjól. Það er ekkert sem réttlætir andvaraleysi gagnvart börnum í neyð. Yfirklór um lög og reglugerðir munu komandi kynslóðir dæma jafnhart og við dæmum kaldranalega framkomu í fortíð í garð hinna týndu barna Helfararinnar.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun