Barna- og unglingageðlæknir telur að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá Zainab Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júlí 2019 15:23 Vísa á Zainab Safari úr landi ásamt fjölskyldu en lögmaður fjölskyldunnar hefur nú í þriðja sinn sent endurupptökubeiðni til kærunefndar útlendingamála vegna þeirrar ákvörðunar. Vísir/Arnar Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins. Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Steingerður Sigurbjörnsdóttir, barna- og unglingageðlæknir hjá SÓL - sálfræði- og læknisþjónustu, metur andlega heilsu afgönsku stúlkunnar Zainab Safari svo slæma að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Þá er læknirinn þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun frá landinu, en staðið hefur til að vísa henni, bróður hennar og móður aftur til Grikklands þar sem þau hafa fengið alþjóðlega vernd. Vísað er til læknisvottorðs Steingerðar í þriðju endurupptökubeiðni Magnúsar Davíðs Norðdahl, lögmanns fjölskyldunnar, til kærunefndar útlendingamála. Hann fer fram á endurupptöku á grundvelli tveggja þátta, annars vegar að aðstæður hafi breyst verulega frá því ákvörðun var tekin og hins vegar að ákvörðun hafi verið byggð á ófullnægjandi upplýsingum. Mál Zainab og bróður hennar hefur vakið mikla athygli, sem og á mál tveggja annarra afganskra drengja, þeirra Mahdi og Ali. Vísa á þeim öllum úr landi vegna þess að þau hafa fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Brottvísanirnar hafa vakið mikla reiði í samfélaginu, ekki síst vegna þess að alþjóðasamtök á borð við Rauða krossinn telja aðstæður barna sem fengið hafa alþjóðlega vernd í Grikklandi langt í frá nægilega góðar. Það sé því börnunum ekki fyrir bestu að vera send aftur þangað.Afar mikilvægt fyrir batahorfur systkinanna að meðferð þeirra verði ekki rofin Í endurupptökubeiðni Magnúsar er vísað orðrétt í læknisvottorð fyrir Zainab. Þar segir: „Mat undirritaðrar er að Zainab þjáist af alvarlegri áfallastreitu, alvarlegu þunglyndi, kvíða og svefntruflun. Áfallastreita tengist fyrst og fremst lífsreynslu í Grikklandi. Undirrituð telur að andlega heilsa hennar sé það slæm að frekari áföll geti leitt til uppgjafar hjá henni. Undirrituð er þeirrar skoðunar að Zainab þoli engan veginn brottvísun.“ Þá lagði geðlæknirinn einnig mat á andlega heilsu bróður Zainab, Amir, og er hann greindur með alvarlegt þunglyndi, alvarlega streituröskun, mikinn kvíða og alvarlegan svefnvanda. „Undirrituð telur lyfjameðferð við þunglyndi, kvíða og svefntruflun nauðsynlega bæði fyrir Zainab og Amir. Lyfjameðferð er nú hafin og mun undirrituð fylgja meðferðinni þétt eftir, næst 11.7 nk… Zainab og Amir þurfa bæði markvissa og öfluga sálfræðimeðferð til langs tíma. Sú meðferð er hafin. Afar mikilvægt er fyrir batahorfur Zainab og Amirs að meðferð verði ekki rofin heldur byggt á þeirri meðferð til framtíðar sem nú er hafin,“ segir í læknisvottorði Steingerðar. Í endurupptökubeiðninni segir að framangreind ummæli læknisins feli bæði í sér nýjar upplýsingar sem og nýjar aðstæður. Með hliðsjón af því sé ljóst að skilyrði til endurupptöku málsins séu uppfyllt. „Íslenskum stjórnvöldum er ekki stætt á öðru en að endurupptaka mál þetta án tafar og koma í veg fyrir brottvísun fjölskyldunnar,“ segir Magnús Davíð í tilkynningu vegna málsins.
Hælisleitendur Stjórnsýsla Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira