Helgi Jóhannesson lögmaður hefur verið ráðinn yfirlögfræðingur Landsvirkjunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun en þar segir að Helgi hafi víðtæka lögmannsreynslu og mikla þekkingu á sviði orkumála.
„Helgi hefur verið einn af eigendum LEX lögmannsstofu um árabil. Hann var stjórnarmaður í Landsvirkjun á árunum 2014-2017. Auk kandídatsprófs í lögum frá Háskóla Íslands og réttinda til málflutnings fyrir héraðsdómi og Hæstarétti er Helgi með LL.M (Master of Law) gráðu frá lagadeild Háskólans í Miami.
Helgi hefur verið stjórnarmaður og formaður Lögfræðingafélags Íslands og Lögmannafélags Íslands, auk þess að hafa verið stundakennari í viðskiptalögfræði við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík.
Helgi hefur mikinn áhuga á útivist og er í stjórn Ferðafélags Íslands. Helgi er þriggja barna faðir. Sambýliskona hans er Þórný Jónsdóttir markaðsfræðingur,“ segir í tilkynningu Landsvirkjunar.
Helgi Jóhannesson yfirlögfræðingur Landsvirkjunar
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar

Mest lesið


Spotify liggur niðri
Neytendur

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent



Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent



Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út
Viðskipti innlent
