Eðlilegt að kosið verði um Elliðaárdalinn Ari Brynjólfsson skrifar 5. júlí 2019 07:15 Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, er ekki sáttur við uppbygginguna á svæðinu. Fréttablaðið/Stefán Karlsson Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði. Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu. „Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúakosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“ Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Meirihluti borgarráðs Reykjavíkur samþykkti nýtt deiliskipulag fyrir Stekkjarbakka, í nágrenni Elliðaárdalsins, á fundi sínum í gær. Málið er mjög umdeilt og fundaði borgarráð tveimur tímum lengur í gær en gert var ráð fyrir. Er það afstaða meirihlutans að svæðið sem um ræðir sé ekki hluti af Elliðaárdalnum og flokkist ekki sem grænt svæði. Í bréfi Umhverfisstofnunar til skipulags- og samgönguráðs segir stofnunin að byggingarnar muni yfirtaka stóran hluta af útivistarsvæði sem nú er fyrir almenning og þrengja að vatnasviðinu, sem fyrr segir, og þrengja að aðkomu almennings að svæðinu. „Við gáfum þeim tækifæri til að fresta þessu og fara betur yfir málið. Það kom í ljós að þau eru ekki einu sinni búin að svara bréfi Umhverfisstofnunar frá því í mars,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Það að klára málið án þess að svara þessu bréfi eða funda með stofnuninni er ótrúlegt. Sérstaklega þegar Vinstri grænir segjast vera grænir og Píratar segjast vera vænir, það er ekki trúverðugt.“ Eyþór segir að boltinn sé nú hjá íbúum. „Þeir hafa verið duglegir við að láta í sér heyra. Þeir hafa sumir verið að tala um íbúakosningu, mér finnst eðlilegt að það sé kosið um svona mál eins og gert hefur verið með skipulagsmál í öðrum sveitarfélögum.“ Halldór Páll Gíslason, formaður Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins, segir að málið beri það með sér að hafa verið keyrt í gegn án þess að taka tillit til athugasemda. „Við munum byrja á að kæra þetta til Skipulagsstofnunar. Svo er það bara íbúakosning, það er ekkert annað í boði.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Skipulag Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira