Lið sem komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar verði örugg um sæti næsta tímabil Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 4. júlí 2019 14:30 Ajax heillaði marga með framgöngu sinni í Meistaradeildinni síðasta tímabil vísir/getty Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna. Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti UEFA, segir að hugmyndir séu uppi á borðinu um að tryggja þeim liðum sem komast langt í Meistaradeild Evrópu sæti í keppninni næsta ár á eftir. Síðustu misseri hafa margar fréttir borist af hinum ýmsu tillögum um breytingar á keppnisfyrirkomulagi Meistaradeildarinnar. Meðal þeirra eru hugmyndir á borð við að breyta riðlakeppninni í fjóra riðla með átta liðum eða fjölga liðum með því að halda átta riðlum en hafa fimm eða sex lið í hverjum riðli. Í dag segir The Times hins vegar frá því að Ceferin hafi sagt frá þeirri hugmynd að tryggja liðum sem eiga eitt gott tímabil í Meistaradeildinni en ná kannski ekki að tryggja sæti sitt í keppninni á næsta tímabili í gegnum deildarkeppnina í heimalandinu, sæti í keppninni árið eftir. Í fréttinni eru 8-liða úrslitin nefnd sem punkturinn sem þyrfti að ná til þess að fá sæti næsta ár. „Við viljum vernda lið eins og Ajax núna á síðasta tímabili, eða Mónakó og Leicester City áður. Ajax spilaði í undanúrslitum á þessu ári og nú þurfa þeir að selja alla leikmennina sína því þeir vita ekki hvort þeir komist í Meistaradeildina á næsta tímabili,“ sagði Ceferin. Ajax varð hollenskur meistari í vor en hollenska deildin er ekki nógu hátt skrifuð á styrkleikalista UEFA til þess að meistararnir fái sæti beint í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Þeir koma inn í þriðju umferð forkeppninnar, þá næst síðustu fyrir riðlakeppnina. „Ég held við ættum ekki að vernda of mörg félög, því þá verður keppnin of lokuð, en við verðum að vernda sum þeirra. Ein hugmynd er sú að þau lið sem ná ákveðið langt í keppninni fái sæti í riðlakeppninni næsta ár. En þetta er enn bara á viðræðustigi.“ Forráðamenn UEFA funda með forráðamönnum deilda og félaga innan sambandsins 11. september þar sem þessi hugmynd verður meðal mála á dagskránni. Þá segir Ceferin að UEFA sé einnig að skoða að setja á laggirnar Meistarar meistaranna leik landsliða á milli Evrópumeistaranna og Suður-Ameríkumeistaranna.
Meistaradeild Evrópu UEFA Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Real Madrid - Manchester City | Evrópu- eða Englandsmeistarar á útleið Í beinni: Aston Villa - Liverpool | Þýðingarmikill leikur fyrir toppbaráttuna „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Myndband sem kemur þér í gírinn fyrir leiki kvöldsins Arnór mættur til Malmö: „Ég er hér til að vinna titla“ Fleygði leikmanni liðsins undir rútuna: „Meira að segja á æfingum er hann slakur“ Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Brynjar og Viðar mæta Crystal Palace í æfingarleik í mars Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Bellingham í tveggja leikja bann „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Talar við látna móður sína fyrir hvern leik Ræddi við Arnór en ekki um peninga Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Sjáðu Bæjara bókstaflega tækla sig áfram og öll hin mörkin í Meistaradeildinni Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Ancelotti svarar Guardiola: Trúir ekki sjálfur því sem hann er að segja Vildu Kane en félagið var ósammála Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Bayern áfram: Ótrúleg dramatík í Meistaradeildinni Feyenoord sló AC Milan út Casemiro fer ekki fet Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira