Eltu bíl Kawhi Leonard á þyrlu: Enn beðið og Kawhi er með þrjú NBA-lið í „gíslingu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2019 10:30 Kawhi Leonard er einn besti leikmaður NBA-deildarinnar og maðurinn á bak við sigur Toronto Raptors í ár. Getty/John W. McDonough Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira
Kawhi Leonard er ekkert að flýta sér að taka ákvörðun um með hvaða NBA-liðið hann spilar á næstu leiktíð. Þrjú félög koma til greina og margir eru orðnir langþreyttir eftir ákvörðuninni. Hún kom ekki 1. júlí, ekki 2. júlí og ekki 3. júlí. Kemur hún í dag eða kannski ekki fyrr en um helgina. Það veit enginn og ekkert heyrist úr herbúðum leikmannsins sjálfs.On the Kawhi front, told he’s not making a decision tonight and it may not be until the next few days. He and his reps are going through the process and taking their time before deciding the next move. No 2-year deals have been discussed. #NBA@TheAthleticNBA — Jabari Young (@JabariJYoung) July 4, 2019Allar stærstu stjörnurnar NBA sem voru með lausan samning hafa fyrir löngu tilkynnt um sína ákvörðun en hver dagurinn líður á meðan ekkert fréttist af því hvað Leonard ætlar að gera. Bandarískir íþróttaþáttastjórnendur hafa talað stanslaust um Kawhi Leonard þessa þrjá daga án þess að vita í rauninni neitt. Kawhi Leonard vill nefnilega algjöra fjölmiðlaþögn þegar kemur að þessari ákvörðun."What I'm 99% hearing is that Kawhi Leonard will be returning to Toronto ..." —@JalenRosepic.twitter.com/wkWwElEDyx — Get Up (@GetUpESPN) July 3, 2019Fjölmiðlamennirnir voru samt flestir búnir að spá því að hann færi í Los Angeles Lakers en í gær sagðist gamla NBA-stjarnan Jalen Rose vera 99 prósent viss um að Kawhi Leonard myndi gera tveggja ára samning við Toronto Raptors. Með því gæti hann fengið ofursamning frá Toronto eftir þessi tvö ár. Í gær hitti Kawhi Leonard talsmenn Toronto Raptors og svo mikill áhugi var á þeim fundi í Kanada að kanadísk sjónvarpsstöð elti bíl Kawhi á þyrlu. Þetta var bara farið að minna á OJ Simpson eltingarleikinn en þetta var að gerast í Kanada.A CP24 news helicopter following two black SUVs. One of which believed to contain Kawhi. pic.twitter.com/dE6qn3NBv3 — Rob Gillies (@rgilliescanada) July 3, 2019Kawhi Leonard átti vissulega frábært tímabil með Toronto Raptors liðinu. Toronto varð NBA-meistari í fyrsta sinn og Leonard var kosinn besti leikmaður lokaúrslitanna. Hann endurtók því leikinn frá því með San Antonio Spurs. Hann var hins vegar skipt frá San Antonio til Toronto Raptors fyrir lokaár samningsins og er því laus allra mála. Toronto vill auðvitað halda kappanum en það er líka mikill áhugi frá Los Angeles liðunum báðum. Bæði Los Angeles Clippers og Los Angeles Lakers hafa gert allt til þess að fá Kawhi Leonard og bæði hafa í leiðinni misst af leikmönnum á markaðnum sem hafa þá samið við önnur félög á meðan þau bíða eftir Leonard. Leonard er í raun með þessi þrjú NBA-lið í „gíslingu“. Þau hafa veðjað á hann og gætu lent í vandræðum án hans. Ákvörðun hans mun líka hafa mikil áhrif á NBA-deildina. Lakers gæti orðið rosalegt lið með hann innanborðs enda væri hann þá að spila við hlið þeirra Lebron James og Anthony Davis. Fyrir aðra væri kannski best að hann færi í hin liðin því þá ættu fleiri lið möguleika á NBA-titlinum á næsta tímabili.Hér má sjá ítarlega grein um ákvörðun Kawhi Leonard á ESPN.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Sjá meira