Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Smári Jökull Jónsson skrifar 13. mars 2025 20:55 Stjarnan - Álftanes Bónus Deild Karla Vetur 2025 vísir/Diego Álftanes vann öruggan 108-96 sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Bónus-deildinni í kvöld. Álftnesingar fara upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum en Þór þarf áfram að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni. Í upphafi leiks virtist sem Álftnesingar myndu sigla þægilega með tvö stig í höfn. Þórsarar voru mjög lengi að finna takt sóknarlega, hittu illa og þar að auki var orkustig Álftnesinga mun hærra. Heimamenn voru fljótir að búa sér til forskot og leiddu 21-11 eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn fór mest í fjórtán stig í byrjun annars leikhluta en fljótlega fóru gestirnir þó að finna körfuna betur og þá sérstaklega þegar þeir reyndu skot utan við þriggja stiga línuna. Þeir héldu sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum en Álftnesingar skoruðu mikið líka. Dúi Þór Jónsson kom mjög sterkur inn af bekknum hjá Álftnesingum og skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 54-43 og allt galopið ennþá. Álftanes byrjaði síðari hálfleikinn á 6-0 áhlaupi og bjuggu sér aftur til þægilegt forskot. Emil Karel Einarsson setti tvo þrista með stuttu millibili og hélt vonum Þórsara á lífi en tilfinningin var einhvern veginn alltaf sú að heimamenn væru með leikinn algjörlega í sínum höndum. Þeir bættu aftur í, komust mest tuttugu og einu stigi yfir og flautuþristur Ólafs Björns Gunnlaugssonar fyrir Þórsara undir lok þriðja leikhluta kveikti engan neista hjá gestunum. Lokafjórðungurinn varð aldrei spennandi og sigur Álftnesinga aldrei í hættu. Þórsarar löguðu stöðuna aðeins með þriggja stiga körfum á lokamínútunum en Álftanes vann þægilegan sigur, lokatölur 108-96. Atvik leiksins Þetta var ekki leikur hinna stóru og dramatísku atvika, leikurinn þróaðist einfaldlega ekki þannig. David Okeke varði skot frá Jordan Semple á huggulegan hátt í þriðja leikhlutanum og leikmenn settu skemmtilegar körfur hér og þar. Annars var lítið um alvöru dramatík eða stórkostleg tilþrif. Stjörnur og skúrkar Dúi Þór Jónsson kom afar sterkur inn hjá Álftnesingum og gaf tóninn í upphafi leiks. David Okeke var sömuleiðis afar góður, nýtti skotin sín vel og hirti niður fráköst af miklum móð. Annars voru margir að leggja sín lóð á vogarskálarnar hjá heimaliðinu og skoruðu sjö leikmenn meira en tíu stig í leiknum. Hjá Þór var Emil Karel öflugur og hitti vel. Jordan Semple skilaði sínu en liðið saknaði Nick Tomsick og Mustapha Heron sem báðir áttu slakan leik. Dómararnir Þetta var ekki erfiðasti leikurinn að dæma fyrir þá Sigmund Má, Davíð Kristján og Jakob Arnar. Það fór lítið fyrir þeim og það er þannig sem við viljum hafa það. Þægileg sjöa í einkunn. Stemmning og umgjörð Það hefur oft verið betri mæting í Kaldalónshöllinni en það heyrðist vel í þeim sem mættir voru og stemmningin í kringum körfuboltann á Álftanesi er góð um þessar mundir og umgjörðin góð á leikjum. Það var fámennt Þórsaramegin í stúkunni og ég hefði áhyggjur af stemmningsleysi í og í kringum liðið ef ég væri Lárus þjálfari. Viðtöl „Síðasta umferð var leikur sem fór inn um annað og út um hitt hjá okkur“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga var ánægður með einbeitinguna sem hans menn komu með inn í leikinn gegn Þór í kvöld. Álftanes vann þægilegan sigur og er öruggt inn í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. „Það var gaman að sjá einbeitinguna í liðinu og við gerðum mjög vel hvernig við komum inn í leikinn. Við settum svolítið tóninn og svo voru mikilvægar mínútur, við fórum með yfir tíu stiga forskot í hálfleik, að koma grimmir inn í þriðja leikhluta. Allir þeir punktar í leiknum voru mjög góðir og settu tóninn fyrir okkur. Allir sem komu inn voru tengdir og það var mjög gott,“ sagði Kjartan Atli í samtali við Vísi eftir leik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þór sagði að „hættulegt“ hefði verið orðið sem hann notaði um Þór í undirbúningnum fyrir leik kvöldsins. „Þeir eru með Nikolas Tomsick, Mustapha Heron og Jordan Semple, þessi þrenning sem getur búið til rosa margt. Þegar þú setur einbeitingu á þessa leikmenn þá opnast á aðra og þeir voru að hitta vel. Þetta er alltaf ákveðið veðmál sem mér fannst við gera vel og vorum einbeittir í að fylgja því.“ Sigur Álftnesinga í kvöld var þægilega en í síðustu umferð tapaði liðið með fimmtíu stiga mun gegn Stjörnunni, í leik sem Kjartan Atli sagði að þeir hefðu verið fljótir að gleyma. „Síðasta umferð var leikur sem fór inn um annað og út um hitt hjá okkur. Við einbeittum okkur að þessum leik strax og hann var búinn og tökum hann svolítið út fyrir sviga.“ „Okkur líður vel, erum búnir að vera í meiðslum og þetta er í fyrsta skipti í vetur sem við erum með alla á skýrslu. Þessi útgáfa er búin að vera saman síðan um miðjan desember, við fengum Lukas [Palyza] í lok gluggans, og þetta er fyrsta æfingavikan sem við náum öllum saman.“ Framundan er bikarvika sem Álftnesingar taka ekki þátt í að þessu sinni þar sem liðið er fallið úr leik. „Núna kemur hlé í mótaplanið fyrir þá sem eru ekki í bikarnum og núna snýst þetta svolítið um að halda áfram að byggja ofan á þetta. Okkur líður vel og þetta er áfram bara einn leikur í einu. Svo sjáum við eftir lokaumferðina hverjum við mætum og bara áfram gakk.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Þór Þorlákshöfn
Álftanes vann öruggan 108-96 sigur á Þór frá Þorlákshöfn þegar liðin mættust í Bónus-deildinni í kvöld. Álftnesingar fara upp í 5. sæti deildarinnar með sigrinum en Þór þarf áfram að berjast fyrir sæti sínu í úrslitakeppninni. Í upphafi leiks virtist sem Álftnesingar myndu sigla þægilega með tvö stig í höfn. Þórsarar voru mjög lengi að finna takt sóknarlega, hittu illa og þar að auki var orkustig Álftnesinga mun hærra. Heimamenn voru fljótir að búa sér til forskot og leiddu 21-11 eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn fór mest í fjórtán stig í byrjun annars leikhluta en fljótlega fóru gestirnir þó að finna körfuna betur og þá sérstaklega þegar þeir reyndu skot utan við þriggja stiga línuna. Þeir héldu sér inni í leiknum með þriggja stiga körfum en Álftnesingar skoruðu mikið líka. Dúi Þór Jónsson kom mjög sterkur inn af bekknum hjá Álftnesingum og skoraði 14 stig í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum 54-43 og allt galopið ennþá. Álftanes byrjaði síðari hálfleikinn á 6-0 áhlaupi og bjuggu sér aftur til þægilegt forskot. Emil Karel Einarsson setti tvo þrista með stuttu millibili og hélt vonum Þórsara á lífi en tilfinningin var einhvern veginn alltaf sú að heimamenn væru með leikinn algjörlega í sínum höndum. Þeir bættu aftur í, komust mest tuttugu og einu stigi yfir og flautuþristur Ólafs Björns Gunnlaugssonar fyrir Þórsara undir lok þriðja leikhluta kveikti engan neista hjá gestunum. Lokafjórðungurinn varð aldrei spennandi og sigur Álftnesinga aldrei í hættu. Þórsarar löguðu stöðuna aðeins með þriggja stiga körfum á lokamínútunum en Álftanes vann þægilegan sigur, lokatölur 108-96. Atvik leiksins Þetta var ekki leikur hinna stóru og dramatísku atvika, leikurinn þróaðist einfaldlega ekki þannig. David Okeke varði skot frá Jordan Semple á huggulegan hátt í þriðja leikhlutanum og leikmenn settu skemmtilegar körfur hér og þar. Annars var lítið um alvöru dramatík eða stórkostleg tilþrif. Stjörnur og skúrkar Dúi Þór Jónsson kom afar sterkur inn hjá Álftnesingum og gaf tóninn í upphafi leiks. David Okeke var sömuleiðis afar góður, nýtti skotin sín vel og hirti niður fráköst af miklum móð. Annars voru margir að leggja sín lóð á vogarskálarnar hjá heimaliðinu og skoruðu sjö leikmenn meira en tíu stig í leiknum. Hjá Þór var Emil Karel öflugur og hitti vel. Jordan Semple skilaði sínu en liðið saknaði Nick Tomsick og Mustapha Heron sem báðir áttu slakan leik. Dómararnir Þetta var ekki erfiðasti leikurinn að dæma fyrir þá Sigmund Má, Davíð Kristján og Jakob Arnar. Það fór lítið fyrir þeim og það er þannig sem við viljum hafa það. Þægileg sjöa í einkunn. Stemmning og umgjörð Það hefur oft verið betri mæting í Kaldalónshöllinni en það heyrðist vel í þeim sem mættir voru og stemmningin í kringum körfuboltann á Álftanesi er góð um þessar mundir og umgjörðin góð á leikjum. Það var fámennt Þórsaramegin í stúkunni og ég hefði áhyggjur af stemmningsleysi í og í kringum liðið ef ég væri Lárus þjálfari. Viðtöl „Síðasta umferð var leikur sem fór inn um annað og út um hitt hjá okkur“ Kjartan Atli Kjartansson þjálfari Álftnesinga var ánægður með einbeitinguna sem hans menn komu með inn í leikinn gegn Þór í kvöld. Álftanes vann þægilegan sigur og er öruggt inn í úrslitakeppni Bónus-deildarinnar. „Það var gaman að sjá einbeitinguna í liðinu og við gerðum mjög vel hvernig við komum inn í leikinn. Við settum svolítið tóninn og svo voru mikilvægar mínútur, við fórum með yfir tíu stiga forskot í hálfleik, að koma grimmir inn í þriðja leikhluta. Allir þeir punktar í leiknum voru mjög góðir og settu tóninn fyrir okkur. Allir sem komu inn voru tengdir og það var mjög gott,“ sagði Kjartan Atli í samtali við Vísi eftir leik. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Þór sagði að „hættulegt“ hefði verið orðið sem hann notaði um Þór í undirbúningnum fyrir leik kvöldsins. „Þeir eru með Nikolas Tomsick, Mustapha Heron og Jordan Semple, þessi þrenning sem getur búið til rosa margt. Þegar þú setur einbeitingu á þessa leikmenn þá opnast á aðra og þeir voru að hitta vel. Þetta er alltaf ákveðið veðmál sem mér fannst við gera vel og vorum einbeittir í að fylgja því.“ Sigur Álftnesinga í kvöld var þægilega en í síðustu umferð tapaði liðið með fimmtíu stiga mun gegn Stjörnunni, í leik sem Kjartan Atli sagði að þeir hefðu verið fljótir að gleyma. „Síðasta umferð var leikur sem fór inn um annað og út um hitt hjá okkur. Við einbeittum okkur að þessum leik strax og hann var búinn og tökum hann svolítið út fyrir sviga.“ „Okkur líður vel, erum búnir að vera í meiðslum og þetta er í fyrsta skipti í vetur sem við erum með alla á skýrslu. Þessi útgáfa er búin að vera saman síðan um miðjan desember, við fengum Lukas [Palyza] í lok gluggans, og þetta er fyrsta æfingavikan sem við náum öllum saman.“ Framundan er bikarvika sem Álftnesingar taka ekki þátt í að þessu sinni þar sem liðið er fallið úr leik. „Núna kemur hlé í mótaplanið fyrir þá sem eru ekki í bikarnum og núna snýst þetta svolítið um að halda áfram að byggja ofan á þetta. Okkur líður vel og þetta er áfram bara einn leikur í einu. Svo sjáum við eftir lokaumferðina hverjum við mætum og bara áfram gakk.“
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti