Júlíspá Siggu Kling - Vatnsberinn: Ástin er tilbúin ef þú sækist eftir henni Sigga Kling skrifar 5. júlí 2019 09:00 Elsku Vatnsberinn minn, það eru ótrúlega margir og merkir stjórnmálamenn í Vatnsberanum og það er kannski vegna þess að þið hugsið alltaf í lausnum, vinnið hratt og bjargið málunum. Þetta er yndislegur tími sem er í kringum ykkur núna, allt sem öðrum fyndist erfitt verður þér svo ofureinfalt því þú hittir á réttu útkomuna og vefur fólki um fingur þér. Þegar þér finnst eitthvað eða einhver vera að stöðva lífsflæðið þitt þá er það einhver sem er að kúga þig, svo finndu þér leið að snúa þessu þér í hag og um leið og þú ákveður það þá getur enginn haldið þér niðri. Hins vegar þarft þú að halda jafnvægi og styrkja og efla, fjölskyldu, vini og þá sem þú vinnur með, það er stór partur af því að þér muni ganga svona vel. Það gerist svo margt með ógnarhraða þessa dagana og þú munt alveg þola það því þú ert eins og bambus, bognar en brotnar aldrei. Ástin er tilbúin ef þú sækist eftir henni, en þá þarftu að gera það af sál og líkama, af einlægni og heiðarleika, því annað gæti verið köngulóarvefur sem enginn vill lenda í. Framkvæmdu strax þegar þú færð vitrun eða skilaboð til hugans, ekki bíða því þú ert í beinni tengingu við almættið eða máttinn í öllu, svo nýttu þér það. Lífstalan fimm tengir líka við þig og hún er eins og óútfyllt ávísun, svo skrifaðu niður á þremur mínútum þrjátíu hluti sem þú myndir vilja upplifa ef þú ættir ár eftir ólifað og þar mun koma í ljós hvert þú vilt fara og hver þú vilt vera. Þetta er þinn „bucket“ listi eða ávísun á það sem þú vilt að lífið færir þér og þú munt sjá það gerast eitt af öðru. Þú ert að velja þér góða félaga og lífsförunaut til framtíðar og þú þarft ekki að ferðast allan heiminn endilangan til að finna hamingjuna, því hún býr í fólkinu sem þú hittir þar sem þú ert hverju sinni og þú munt kunna að meta það, elsku Vatnsberinn minn. Knús og kveðja, þín Sigga KlingHilmir Snær, Andrea, Katrín, Auðunn, Yoko og Bjarni.vísir/getty/fblVatnsberi 20. janúar - 18. febrúarLaddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúarHarry Styles, söngvari, 1. febrúarEllen DeGeneres, spjallþáttadrottning, 26. janúarEd Sheeran, söngvari, 17. febrúarJustin Timberlake, söng- og leikari, 31. janúar Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Elsku Vatnsberinn minn, það eru ótrúlega margir og merkir stjórnmálamenn í Vatnsberanum og það er kannski vegna þess að þið hugsið alltaf í lausnum, vinnið hratt og bjargið málunum. Þetta er yndislegur tími sem er í kringum ykkur núna, allt sem öðrum fyndist erfitt verður þér svo ofureinfalt því þú hittir á réttu útkomuna og vefur fólki um fingur þér. Þegar þér finnst eitthvað eða einhver vera að stöðva lífsflæðið þitt þá er það einhver sem er að kúga þig, svo finndu þér leið að snúa þessu þér í hag og um leið og þú ákveður það þá getur enginn haldið þér niðri. Hins vegar þarft þú að halda jafnvægi og styrkja og efla, fjölskyldu, vini og þá sem þú vinnur með, það er stór partur af því að þér muni ganga svona vel. Það gerist svo margt með ógnarhraða þessa dagana og þú munt alveg þola það því þú ert eins og bambus, bognar en brotnar aldrei. Ástin er tilbúin ef þú sækist eftir henni, en þá þarftu að gera það af sál og líkama, af einlægni og heiðarleika, því annað gæti verið köngulóarvefur sem enginn vill lenda í. Framkvæmdu strax þegar þú færð vitrun eða skilaboð til hugans, ekki bíða því þú ert í beinni tengingu við almættið eða máttinn í öllu, svo nýttu þér það. Lífstalan fimm tengir líka við þig og hún er eins og óútfyllt ávísun, svo skrifaðu niður á þremur mínútum þrjátíu hluti sem þú myndir vilja upplifa ef þú ættir ár eftir ólifað og þar mun koma í ljós hvert þú vilt fara og hver þú vilt vera. Þetta er þinn „bucket“ listi eða ávísun á það sem þú vilt að lífið færir þér og þú munt sjá það gerast eitt af öðru. Þú ert að velja þér góða félaga og lífsförunaut til framtíðar og þú þarft ekki að ferðast allan heiminn endilangan til að finna hamingjuna, því hún býr í fólkinu sem þú hittir þar sem þú ert hverju sinni og þú munt kunna að meta það, elsku Vatnsberinn minn. Knús og kveðja, þín Sigga KlingHilmir Snær, Andrea, Katrín, Auðunn, Yoko og Bjarni.vísir/getty/fblVatnsberi 20. janúar - 18. febrúarLaddi, 20. janúar Geir Sveinsson handknattleiksþjálfari, 27. janúar Yoko Ono, listamaður, 18. febrúar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, 26. janúar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, 1. febrúar Hilmir Snær Guðnason leikari, 24. janúar Rikka fjölmiðlakona, 29. janúar Þóra Arnórsdóttir, fjölmiðlakona, 18. febrúar Andrea Röfn Jónasdóttir, fyrirsæta, 15. febrúar Auðunn Lúthersson, tónlistarmaðurinn Auður, 9. febrúarHarry Styles, söngvari, 1. febrúarEllen DeGeneres, spjallþáttadrottning, 26. janúarEd Sheeran, söngvari, 17. febrúarJustin Timberlake, söng- og leikari, 31. janúar
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira