Stal í þrjú ár af skjólstæðingum sínum á velferðarsviði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2019 13:01 Konan stal peningum af ellefu skjólstæðingum velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“ Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Starfsmaður á velferðarsviði Ísafjarðarbæjar, kona á fimmtugsaldri, hefur verið dæmd í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi og peningaþvætti.Dómur féll í málinu þann 27. júní en brot konunnar áttu sér stað á rúmlega þriggja ára tímabili frá 2015 til 2018. Var hún dæmd til að greiða Ísafjarðarbæ skaðabætur upp á rúmlega 1,5 milljónir króna með dráttarvöxtum frá því í febrúar. Konan var sakfelld fyrir að hafa dregið sér samtals 1,3 milljón króna með 211 færslum af ellefu bankareikningum skjólstæðinga. Hún framkvæmdi fjárdráttinn með millifærslum af reikningunum og með úttektum með debetkorti af reikningunum. Millifærslurnar námu allt frá nokkrum þúsundköllum upp í áttatíu þúsund krónur. Starfsmaðurinn játaði sök í ákærunni sem sneri að fjárdrætti en neitaði sök hvað varðaði peningaþvætti. Dómurinn sakfelldi hana í báðum ákæruliðum. Ísafjarðarbær hafði áður endurgreitt skjólstæðingum konunnar peningana með vöxtum en upp komst um brot konunnar við innra eftirlit bæjarsins um mitt ár í fyrra. Konunni var sagt upp störfum um leið og málið kom upp. „Frá okkar bæjardyrum séð var aldrei neinn vafi á að grípa til tafarlausra aðgerða og kæra málið fyrir hönd okkar þjónustuþega til lögreglu. Brotin áttu sér stað á löngu tímabili og þetta eru þannig fjárhæðir að málið er litið grafalvarlegum augum,“ sagði Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar í samtali við Fréttablaðið í febrúar. „Við hefðum viljað sjá málið koma upp fyrr og það er sá spegill sem við settum á okkur í kjölfarið, að fara þá oftar í innra eftirlit. Við breyttum líka ferlunum til að vakta þetta með reglulegra millibili. Fyrir hönd Ísafjarðarbæjar þá getum við verið stolt af því að vita að innra eftirlitið virkar. Viðbrögðin voru líka eins og maður hefði viljað sjá við mál af þessu tagi.“
Dómsmál Félagsmál Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Rannsaka fjárdrátt á Ísafirði Lögreglan á Vestfjörðum rannsakar meintan fjárdrátt starfsmanns velferðarsviðs Ísafjarðarbæjar. Talið er að starfsmaðurinn hafi dregið sér nokkrar milljónir af reikningum skjólstæðinga bæjarins. 20. febrúar 2019 06:00