Efling stefnir Eldum rétt og Mönnum í vinnu vegna nauðungarvinnu
Málið hefur verið þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur. Eldum rétt er stefnt á grundvelli laga um keðjuábyrgð, sem gerir fyrirtækið ábyrgt fyrir því að kjör verkamanna og aðstæður séu sómasamlegar. Eldum rétt á að hafa keypt vinnuafl af starfsmannaleigunni í janúar.
Samkvæmt Eflingu snýr dómsmálið að ólöglegum launafrádrætti og nauðungarvinnu.
Tengdar fréttir
SA fordæma meint lögbrot starfsmannaleigunnar Menn í vinnu
Fjallað var um málefni rúmenskra starfsmanna sem starfa fyrir Menn í vinnu í fréttum Stöðvar 2 í gær en grunur leikur á þeir séu í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu.
Mál Rúmena sé eitt það umfangsmesta á íslenskum vinnumarkaði
Framkvæmdastjóri Eflingar segir stærsta hluta máls rúmenskra verkamanna snúa að því að sanna að þeir hafi verið beittir nauðung, með því að sýna fram á að þeir hafa verið algjörlega uppá atvinnurekenda komnir, bæði hvað varðar laun og húsnæði. Svo umfangsmikil mál séu fátíð á íslenskum vinnumarkaði.
Menn í vinnu krefjast skaðabóta frá Sýn, Eiríki og Unni Sverrisdóttur
Starfsmannaleigan hefur nú krafið í það minnsta átta aðila um skaðabætur.
Rannsaka hvort fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu: „Ég efast um að fólk myndi bjóða húsdýrum svona aðstæður eða aðbúnað“
Grunur leikur á að fjöldi Rúmena sé í nauðungarvinnu hjá starfsmannaleigu á höfuðborgarsvæðinu. Verkamenn sem fréttastofa ræddi við segjast vera peningalausir, svangir og hræddir. ASÍ, Efling og Vinnumálastofnun rannasaka málið og hefur lögreglu verið gert viðvart.