Neituðu að hlutast til um ákvarðanir Isavia Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. júlí 2019 07:15 Fulltrúar WOW ganga af fundi ráðuneytismanna. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“ Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira
Stjórn WOW air reyndi að fá stuðning þriggja ráðuneyta til að skipa Isavia að fella niður kyrrsetningarheimild á þotum flugfélagsins í þrjátíu daga á meðan fjárhagur þess væri endurskipulagður. Þetta kemur fram í minnisblaði frá fundi stjórnar WOW air og fulltrúa skuldabréfaeigenda í flugfélaginu með ráðuneytisstjórum fjármálaráðuneytisins og atvinnuvegaráðuneytisins og skrifstofustjóra stefnumála hjá forsætisráðuneytinu. Fundurinn var 26. mars síðastliðinn. Fjármálaráðuneytið varð við ósk Fréttablaðsins um að fá afrit af minnisblaðinu. Í því segir að á fundinum hafi Skúli Mogensen, forstjóri WOW, farið stuttlega yfir stöðuna. „Viðræður munu hafa átt sér stað milli WOW og Isavia um skuldbreytingu sem síðarnefnda fyrirtækið hefur tekið vel í.“ Þá segir að spurt hafi verið um yfirlýsingar sem kæmu „enn frekar í veg fyrir haldlagningu“ eins og segir í minnisblaðinu. Guðmundur Ingvi Sigurðsson, lögmaður hjá LEX, hafi sem fulltrúi skuldabréfaeigenda í félaginu farið yfir starf sem hafi verið unnið til að gæta hagsmuna þeirra. „Margt hafi unnist á stuttum tíma en endurskipulagning og fjármögnun sé ferli sem taka muni 30 daga hið minnsta,“ segir áfram. Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, sagði að verkefni ráðuneyta væri „einkum að fylgjast með“ og að samtalið væri liður í því. Benedikt Árnason, skrifstofustjóri stefnumála í forsætisráðuneytinu, spurði um „möguleika fyrirtækisins fram á við“ og að svarið hafi verið að „módelið“ á þeim tímapunkti og skuldastaðan væri orðin þannig að verkefnið væri raunhæft. Um erindi WOW air við ráðuneytismenn segir að það hafi verið tvíþætt. Annars vegar „að óska eftir því að stjórnvöld hlutuðust til um að stjórn Isavia félli frá heimild til kyrrsetningar flugvéla sem leigðar eru Wow air vegna innheimtuhagsmuna og að því yrði lýst yfir af hálfu Isavia að sú ákvörðun yrði virk næstu 30 daga, það er á meðan endurskipulagning félagsins fer fram“ og hins vegar „að stjórnvöld gæfu yfirlýsingu líka þeirri sem gefin var við upphaf viðræðna Icelandair og Wow air síðastliðinn fimmtudag“. Greint hafi verið frá áformum WOW um fjárhagslega endurskipulagningu félagsins með umbreytingu skulda í hlutafé og með því að félaginu yrði lagt til rekstrarfé. Viðræður hafi átt sér stað við allmarga aðila. Af hálfu ráðuneytanna var því svarað til að ákvarðanir varðandi viðskiptalega hagsmuni Isavia væru á forræði stjórnar félagsins. „Svör við óskum um ráðstafanir líkar þeim sem óskað er eftir af hálfu Wow air verða því að koma frá stjórn Isavia. Stjórnvöldum eru skýrar skorður og takmarkanir settar varðandi afskipti eða íhlutun í málefni félagsins og þau munu virða þau mörk sem gildandi samkeppnisréttur og reglur um ríkisaðstoð setja,“ segir í minnisblaðinu. Útskýrt hafi verið að valdmörk ráðherra og stjórnvalda gagnvart fyrirtæki eins og Isavia væru skýr. „Ekki sé unnt að segja fyrirtækinu fyrir verkum varðandi ákvarðanir af þessu tagi. Isavia gæti og myndi væntanlega meta það svigrúm sem félagið hefði til að mæta óskum Wow air og e.a. nýta það.“
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla WOW Air Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sjá meira