Tufa: Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2019 21:42 Túfa var ánægður með karakter sinna mann í dag. vísir/daníel þór „Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Sjá meira
„Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15