Tufa: Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp Smári Jökull Jónsson skrifar 1. júlí 2019 21:42 Túfa var ánægður með karakter sinna mann í dag. vísir/daníel þór „Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
„Eftir síðasta leik og áfallið sem við urðum fyrir þá, þá vildum við gera þetta fyrir okkar fólk og sýna stolt. Mínir strákar sýndu mikinn karakter að halda hreinu eftir að hafa fengið á sig sjö mörk í síðasta leik,“ sagði Srdjan Tufegdzig þjálfari Grindavíkur eftir markalausa jafnteflið gegn FH í Pepsi Max deildinni í kvöld. „Það vantaði aldrei karakter og samstöðu í þetta lið og allt sem við erum búnir að gera hingað til er byggt á samstöðu og mikilli stemmningu. Við vissum að þarna kom leikur þar sem allir áttu slæman dag, ekki einn leikmaður eða tveir eða þjálfarinn heldur við allir. Það er ekki vont þegar þú dettur, það er vont ef þú stendur ekki upp og við stóðum upp í dag,“ sagði Tufa um karakter sinna manna. FH-ingar höfðu talsverði yfirburði í dag úti á vellinum og í síðari hálfleik komust Grindvíkingar lítið í boltann en ógnuðu með skyndisóknum. „FH liðið er með mikil gæði og ef við berum það saman við okkar lið þá verðum við að skoða hvað passar okkur best. Þetta passaði okkur best, að verjast vel. Við fengum tvö mjög góð færi til að taka mögulega öll stigin en þetta er bara okkar leikstíll sem við ætlum að halda áfram með,“ sagði Tufa en Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lenti í smá orðaskaki við Tufa eftir leik þar sem hann virtist frekar ósáttur með upplegg heimamanna í leiknum í dag. „Davíð er mikill fagmaður og ég ber mikla virðingu fyrir honum. Við vorum hér að spila á móti hvor öðrum og að sjálfsögðu eru menn heitir eftir leik. Hann er flottur leikmaður og geggjaður fyrir FH.“ Tufa hefur ekki farið leynt með það að hann vill styrkja lið Grindavíkur í félagaskiptaglugganum sem var að opna. „Við erum búnir að missa tvo leikmenn, Rene Joensen og Patrick Nkoyi. Jón Ingason fer 1.ágúst í skóla í Bandaríkjunum þannig að við þurfum að minnsta kosti þrjá leikmenn til að vera á sama stað og fyrir mánuði. Við erum að leita og þurfum leikmenn sem fyrst. Í dag náum við bara rétt í hóp og þurfum styrkingu sem fyrst,“ sagði Tufa að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Fleiri fréttir Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - FH 0-0 | Lennon klikkaði á víti þegar Grindavík náði í stig FH og Grindavík gerðu markalaust jafntefli í 10.umferð Pepsi Max deildar karla í knattspyrnu í kvöld. FH-ingar geta nagað sig í handarbökin því þeir misnotuðu vítaspyrnu í leiknum og höfðu þar að auki talsverði yfirburði lengst af. 1. júlí 2019 22:15