Ágúst: Hlynur átti að verja þetta Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. júlí 2019 21:37 Ágúst var ekki sáttur með frammistöðu sinna manna gegn KR og sagði þá ekki hafa átt neitt skilið út úr leiknum. vísir/bára Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Ágúst Þór Gylfason þjálfari Breiðabliks var daufur í dálkinn eftir tap sinna manna fyrir KR í kvöld. Eftir tapið sitja Blikar í 2. sæti, fjórum stigum á eftir KR sem sitja í toppsætinu. Hann sagði að leikurinn í kvöld hafi heilt yfir verið slakur. „Mér fannst í rauninni leikurinn heilt yfir slakur hjá báðum liðum. Það var ekki að virka það sem liðin lögðu upp með og það var ekki að sjá á þessum leik að þetta væru toppliðin í deildinni að spila hérna. Því miður vorum við lélegri en KR og þeir verðskulduðu sigurinn.“ Hann sagði það ekki skipta öllu þó vantað hafi upp á gæðin í leiknum en það var mikið búið að tala leikinn upp og að þetta væri stórleikur mótsins hingað til. „Það skipti kannski ekki öllu í kvöld, við töpum þessum leik og KR vann. Það er það sem situr eftir en hvernig leikurinn var, virðing hjá báðum liðum og auðvitað á frammistaðan að vera betri en það voru samt móment í leiknum hjá okkur,“ sagði Ágúst. „Thomas Mikkelsen fær tvö dauðafæri, skallafæri sem ég hefði viljað sjá í markinu og það hefði kannski breytt leiknum en við áttum ekkert skilið hérna.“ Ágúst gat ekki tjáð sig um meiðsli Gunnleifs Gunnleifssonar sem fór meiddur af velli eftir aðeins ellefu mínútur í kvöld. Hann vissi ekki alveg stöðuna á honum en sagði þó að hann myndi verða klár á móti HK eftir viku. Ágúst sagði að Hlynur Örn Hlöðversson, sem kom inn á fyrir Gunnleif, hefði klárlega átt að gera betur í öðru marki KR sem Óskar Örn Hauksson skoraði. „Klárlega, við verðum að vera heiðarlegir með það að hann átti að gera betur þar en að öðru leyti stóð hann sig vel. Hann átti að verja þetta en svona hlutir gerast.“ Ágúst sagði að lokum að hann væri sáttur með sumarið hingað til en frammistaðan í kvöld væru mikil vonbrigði.Hlynur Örn gerði mistök í öðru marki KR.vísir/bára
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00 Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Bodø/Glimt | Fyrsti heimaleikur Amorim Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 2-0 | KR-ingar unnu toppslaginn KR vann Breiðablik, 2-0, og náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi Max-deildar karla. 1. júlí 2019 22:00