Ríkjandi heimsmeistarinn, Lewis Hamilton, náði næstbesta tíma í tímatökum en fékk refsingu fyrir að hindra annan bíl. Fyrir vikið byrjaði hann fjórði á eftir liðsfélaga sínum Valtteri Bottas.
Á fremstu röð voru Charles Leclerc á Ferrari og Max Verstappen á Red Bull. Báðir eru þeir aðeins 21 árs, aldrei í sögu Formúlu 1 hefur meðalaldurinn á fremstu röð verið jafn lár.
Mikil pressa var á Verstappen, liðið var á heimavelli og nánast allir áhorfendur voru hollendingar klæddir appelsínugulu að styðja Max.
Hræðileg byrjun Verstappen

Verstappen vann sig þó jafnt og þétt upp listann og á 50. hring tók hann fram úr Vettel, og sex hringjum seinna framúr Bottas. Þá var Max kominn upp í annað sætið, tæpum sex sekúndum á eftir Leclerc og 5 hringir eftir.
Á 68. hring af 71 var Verstappen komin innan við sekúndu á eftir Charles, sem þýddi að Hollendingurinn gat nýtt sér DRS búnaðinn til framúraksturs. Í þriðju beygju komst hann inn fyrir Ferrari ökuþórinn en Leclerc hélt betri línu í fjórðu beygju og hélt forustunni.
Strax á næsta hring komst Max í sömu stöðu í beygju þrjú. Núna gaf hann keppinaut sínum minna pláss í ytri línunni og komst framúr.
Hollensku áhorfendurnir gjörsamlega trylltust við að sjá hetjuna sína komast upp í fyrsta sætið úr því áttunda í byrjun kappakstursins.
Verstappen kláraði síðasta hringinn af miklu öryggi og stóð uppi sem sigurvegari eftir magnaðann akstur. Sigurinn kom á heimavelli Red Bull og má vægast sagt segja að liðið hafi verið í skýjunum.
Dómarar lengi að ákveða sig

Ferrari unnu síðast í Austurríki árið 2003 með Michael Schumacher. Annað sæti Charles þýðir að ítalska liðið verður að bíða í að minnsta kosti eitt ár í viðbót eftir sigri þar í landi.
Akstur Max á sunnudaginn var algjörlega magnaður, til að setja hraða Hollendingsins í samhengi hringaði hann liðsfélaga sinn á næstsíðasta hring. Verstappen keyrði því að meðaltali rúmlega einni sekúndu á hring hraðar en Pierre Gasly þótt ökumennirnir væru á nákvæmlega eins bílum.
Red Bull liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið og var sigurinn sá fyrsti fyrir vélarframleiðandann síðan Jenson Button vann keppni fyrir Honda árið 2006.
Mercedes loksins ekki í fyrsta sæti

Báðir Mercedes bílarnir voru í hitavandamálum. Ekki skrítið þar sem mikil hitabylgja er í Evrópu um þessar mundir og fór brautarhitinn á Red Bull brautinni mest upp í 60 gráður á celsíus.
Úrslitin þýða að Max Verstappen hoppar upp í þriðja sæti heimsmeistaramótsins og Valtteri Bottas minnkar muninn í Hamilton niður í 31 stig.
Næsta keppni fer fram á Silverstone brautinni í Bretlandi. Mörg lið hafa bækistöðvar sínar þar í landi og verður því mikið í húfi fyrir bæði lið og ökuþóra eftir tvær vikur.