Enn óútskýrð skattheimta á foreldra langveikra barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. júlí 2019 08:15 Í maí hafði 241 foreldri fengið greiðslur samkvæmt lögum um greiðslur vegna langveikra eða alvarlegra fatlaðra barna. Kostnaður ríkisins við að hætta tekjuskattheimtu af þeim yrði 20 milljónir á ári. Fréttablaðið/Vilhelm Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Kostnaður ríkissjóðs við að undanskilja frá tekjuskatti greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna myndi nema aðeins 20 milljónum króna á ári. Það gæti hins vegar munað fjölskyldur í þessari viðkvæmu stöðu öllu, segir þingmaður. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fékk svar frá fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn sinn sinni fyrir helgi. Þar spurði Ólafur hvaða rök væru fyrir því að svokallaðar foreldragreiðslur, samkvæmt lögum um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega veikra barna, væru ekki skattfrjálsar líkt og á við um barnalífeyri almannatrygginga. Ólafur telur, þrátt fyrir svar ráðherra, enn óútskýrt hvers vegna svo sé. Hann bendir á að þessar greiðslur skiptist í tvennt. Annars vegar tekjutengdar foreldragreiðslur samkvæmt 11. grein laga nr. 22/2006 og hins vegar grunngreiðslur samkvæmt 19. grein sömu laga. „Foreldrar sem koma af vinnumarkaði eiga rétt á tekjutengdum greiðslum sem nema allt að 80 prósentum af launum í allt að sex mánuði,“ segir Ólafur. „Þessari tegund foreldragreiðslna fylgja engar barnagreiðslur. Þær eru því flokkaðar sem launatekjur og eru skattskyldar líkt og kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra. Ég geri ráð fyrir að þetta tiltekna atriði sé út af fyrir sig ekki óeðlilegt fyrirkomulag.“ Hins vegar eigi foreldrar sem þurfa á aðstoð að halda lengur en sex mánuði rétt á svokölluðum grunngreiðslum, sem taka þá við af tekjutengdu greiðslunum, bendir Ólafur á. Þessar greiðslur séu skattskyldar líkt og önnur fjárhagsaðstoð.Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins.„Þessum grunngreiðslum fylgja barnagreiðslur samkvæmt lögunum og kemur þar skýrt fram að þær séu tilkomnar vegna framfærsluskyldu vegna barna, líkt og barnalífeyrir samkvæmt almannatryggingalögum. Óútskýrt er hvers vegna þessar barnagreiðslur eru ekki skattfrjálsar líkt og barnalífeyrir. Þessu svarar fjármála- og efnahagsráðherra ekki,“ segir Ólafur og kveðst munu fylgja fyrirspurninni eftir. Hann segir forsögu málsins þá að foreldrar í þessum erfiðu aðstæðum hafi sett sig í samband við hann. Markmið umræddra laga er að tryggja foreldrum langveikra eða alvarlega fatlaðra barna fjárhagsaðstoð þegar þeir geta hvorki stundað vinnu né nám vegna sérstakrar umönnunar barna sinna. Í svari fjármálaráðherra segir að foreldragreiðslur teljist til skattskyldra tekna sem launagreiðslur og séu því lagðar á þær tekjuskattur og útsvar eftir almennum reglum. Ólafur spurði einnig hver árlegur kostnaður ríkissjóðs yrði ef umræddar foreldragreiðslur væru undanþegnar tekjuskatti og fékk þau svör að áætla mætti að kostnaðurinn yrði um 20 milljónir á ári. Þá megi ætla að kostnaður sveitarfélaga af breytingunni yrði um 23 milljónir króna í formi lægra útsvars. Ólafur segir aðspurður ljóst að ríkið myndi muna lítið um þessa upphæð í stóra samhenginu, en hún gæti skipt foreldra þessara barna miklu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Skattar og tollar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira