Golf

Í fyrsta sinn sem Tiger og Mickelson missa báðir af niðurskurðinum á sama risamóti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiger og Michelson hafa samtals fimm sinnum unnið Opna breska.
Tiger og Michelson hafa samtals fimm sinnum unnið Opna breska. vísir/getty
Bandaríkjamennirnir Tiger Woods og Phil Mickelson verða ekki með um helgina á Opna breska meistaramótinu í golfi.

Þeim mistókst að komast í gegnum niðurskurðinn. Þetta er 83. risamótið sem þeir taka þátt í saman og það fyrsta þar sem hvorugur þeirra kemst í gegnum niðurskurðinn.



Bæði Woods og Michelson voru í erfiðri stöðu eftir fyrsta hringinn. Woods lék hann á sjö höggum yfir pari og Mickelson á fimm höggum yfir pari.

Woods náði sér betur á strik í gær og lék á einu höggi undir pari. Það dugði skammt því niðurskurðinn miðaðist við eitt högg yfir pari.

Mickelson lék á þremur höggum yfir pari í gær og lauk leik á samtals átta höggum yfir pari.

Woods hefur þrisvar sinnum unnið Opna breska (2000, 2005 og 2006) og Mickelson einu sinni (2013).


Tengdar fréttir

Tiger úr leik á Opna breska

Tiger Woods er úr leik á Opna breska risamótinu í golfi. Hann náði sér alls ekki á strik á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×