Aðhafast ekkert vegna grindhvalanna á Löngufjörum Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júlí 2019 20:36 Hræin eru mörg illa útleikin, sem þykir benda til þess að hvalirnir hafi verið í fjörunni í nokkurn tíma. Vísir/Elín margrét Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986. Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Sveitarfélagið Borgarbyggð hyggst ekkert aðhafast vegna grindhvalanna sem rak á land á Löngufjörum. Það sé torfærið og geti verið hættulegt. Þá var fjallað um hvalrekann á vef breska ríkisútvarpsins í dag. Bandarískir ferðamenn í þyrluflugi komu auga á hvalina í gær. Ekki er ljóst hversu lengi hvalirnir hafa verið í fjörunni en ljóst þykir að a.m.k. nokkrir dagar séu síðan þá rak á land. Mörg hræin eru sprungin og innyflin tekin að leka út úr skrokkunum. Það var því ófögur sjón sem blasti við fréttamanni Stöðvar 2 á Löngufjörum í kvöld.Sjá einnig: Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Þar var jafnframt rætt við Ragnar Frank Kristjánsson, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagsmála hjá Borgarbyggð. Hann sagði vísindamenn frá Umhverfisstofnun og Hafrannsóknarstofnun ekki hafa komist að hvölunum enn þá. Þá ítrekaði hann að allir grindhvalirnir væru á ábyrgð landeiganda. „Sveitarfélagið gerir ekkert í þessu máli. Þetta er á ábyrgð landeigenda. Við sitjum bara hjá og skoðum málið og bendum öllum vegfarendum að fara með gát og fara ekki þarna um nema með leiðsögn,“ sagði Ragnar. „Hvalreki er eitthvað sem landeigandi á, hvort sem það er gullkista eða hvalur sem úldnar. Þetta verður bara að skoða.“ Hvalirnir eru í landi Litla-Hrauns. Kristján Jón Arilíusson, bóndi á Stóra-Hrauni, nærliggjandi bæ, sagði í kvöldfréttum að sorglegt hefði verið að sjá hvalina liggja dauða í fjörunni.Nú er ekkert svo auðvelt að komast þarna að, hvað myndirðu ráðleggja þeim sem hefðu áhuga á að sjá þetta að hafa í huga?„Vera á vel búnum bílum og hafa leiðsögn.“Þá hafa fregnir af hvalrekanum ratað út fyrir landsteinana en fjallað er um málið á vef BBC í dag. Þar er rætt við David Schwarzhans, flugmanninn sem flaug þyrlu ferðamannanna í gær, og einnig vísað í mál Eddu Elísabetar Magnúsdóttur, sjávarlíffræðings, sem áréttaði að grindhvalir væru hópdýr og því hefðu svo margir þeirra strandað í einu. BBC rifjar það einnig upp þegar 145 grindhvalir strönduðu á Stewart-eyju á Nýja-Sjálandi í nóvember í fyrra. Um helmingur hvalanna var þegar dauður þegar vegfarandi gekk fram á þá en hinn helmingurinn var aflífaður, þar sem of erfitt hefði verið að bjarga þeim. Fram kom í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að hvalrekinn við Löngufjörur væri líklega sá stærsti hér á landi síðan árið 1986.
Borgarbyggð Dýr Tengdar fréttir Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12 Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20 Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Ólíklegt að hvalirnir strandi viljandi til að deyja Sjávarlíffræðingur segir að aðstæður í Löngufjörum á Snæfellsnesi, þar sem um fimmtíu grindhvali hefur strandað, séu einkar óhentugar fyrir hvali af þessari tegund. 18. júlí 2019 20:12
Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum Tugir grindhvala strönduðu á Löngufjörum á Snæfellsnesi í dag. 18. júlí 2019 18:20
Líklega stærsti hvalrekinn síðan 1986 Hvalrekinn við Löngufjörur sem fréttist af í gær er líklega sá stærsti síðan árið 1986 með tilliti til fjölda dýra sem strönduðu. 19. júlí 2019 12:08