Zlatan hraunar yfir MLS: Ég er eins og Ferrari innan um Fiat bíla Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. júlí 2019 08:00 Zlatan Ibrahimovic Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti. Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira
Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic er þekktur fyrir að liggja ekki á skoðunum sínum og hann talaði vægast sagt hreint út í viðtali við ESPN í Bandaríkjunum þar sem hann spilar nú með LA Galaxy í MLS deildinni. Óhætt er að segja að hinn 37 ára gamli Zlatan hafi komið sem stormsveipur inn í bandarísku atvinnumannadeildina en hann hefur skorað 13 mörk í 16 leikjum á yfirstandandi leiktíð auk þess að leggja upp 3 mörk. Zlatan spilaði með Malmö, Ajax, Juventus, Inter Milan, Barcelona, AC Milan, PSG og Man Utd á blómlegum ferli í Evrópu áður en hann færði sig um set til Ameríku. „MLS er ekki í sama flokki og fótboltinn í Evrópu ef ég á að vera alveg hreinskilinn,“ segir Zlatan „Þegar ég spilaði í Evrópu spilaði ég með leikmönnum sem voru í mínum gæðaflokki eða nálægt því og þá er auðveldara að tengja við þá. Hér er ég eins og Ferrari innan um fullt af Fiat bílum,“ segir Zlatan, hógvær að vanda. Hann sendir liðsfélögum sínum pillu en kveðst hafa glímt við sama vandamál áður þegar hann lék með sænska landsliðinu. „Það getur komið fyrir að Ferrari-inn verði að Fiat eða að Fiat-inn verði að Ferrari. Ég var í sömu málum með sænska landsliðinu á sínum tíma þó það hafi ekki verið jafn slæmt. Ég sagði þá að ég ætlaði ekki að sætta mig við það. Ég sætti mig ekki við ef ég fæ ekki boltann eða ef hann kemur of seint til mín.“ „Ég vil að liðsfélagar mínir stígi upp og nálgist minn gæðaflokk. Annars verður leikurinn hægari. Fótboltinn hér (í MLS) gæti verið miklu hraðari, miklu taktískari og miklu skilvirkari,“ segir Zlatan jafnframt. Það er risaleikur í MLS á morgun þegar LA Galaxy mætir Los Angeles FC í baráttunni um Englaborgina en síðarnefnda liðið, með Carlos Vela innanborðs, trónir á toppi Vesturdeildarinnar á meðan Zlatan og félagar eru í 3.sæti.
Fótbolti Tengdar fréttir Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00 Mest lesið Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Félögin spá Víkingum titlinum Íslenski boltinn „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Sjá meira
Zlatan valdi draumaliðið sitt og enginn komst að nema hann sjálfur Svíinn hefur alltaf haft mikla trú á sjálfum sér og sú trú virðist ekki fara minnkandi. 8. júlí 2019 23:00