Körfubolti

Fyrrverandi stigakóngur Domino's deildarinnar til Hauka

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Whitfeld var með 29,4 stig að meðaltali í leik með Skallagrími tímabilið 2016-17.
Whitfeld var með 29,4 stig að meðaltali í leik með Skallagrími tímabilið 2016-17. vísir/ernir
Haukar hafa samið við Bandaríkjamanninn Flenard Whitfield um að leika með liðinu í Domino's deild karla í körfubolta á næsta tímabili.

Whitfield þekkir vel til á Íslandi en hann lék með Skallagrími tímabilið 2016-17 og var þá stigahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Auk þess var hann næstfrákastahæstur í deildinni.

Tímabilið 2016-17 var Whitfield með 29,4 stig, 14,6 fráköst og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann var með 55% skotnýtingu inni í teig og 36% utan hans.

Síðan Whitfield hélt af landi brott hefur hann leikið í Kanada og Finnlandi. Hann var í lykilhlutverki hjá Karhu sem varð finnskur meistari vorið 2018.

Haukar enduðu í 10. sæti Domino's deildarinnar á síðasta tímabili og komust ekki í úrslitakeppnina.

Eftir tímabilið hætti Ívar Ásgrímsson sem þjálfari Hauka. Við starfi hans tók Israel Martin, fyrrverandi þjálfari Tindastóls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×