Rúnar: Getum gengið stoltir af velli Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 18. júlí 2019 21:26 Rúnar kvaðst stoltur af sínum mönnum. vísir/bára KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“ Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
KR gerði í kvöld markalaust jafntefli við topplið norsku úrvalsdeildarinnar, Molde. Þetta var seinni leikur liðanna í fyrstu umferð af undankeppni Evrópukeppni félagsliða en fyrri leikurinn sem var í Noregi tapaðist 7-1. Það var því ljóst að Molde voru nánast öruggir áfram svo leikurinn var kannski full rólegur. „Þetta var fínn leikur af okkar hálfu varnarlega. Góður lærdómur. Það var ágætt fyrir bæði lið að hafa ekki slasað neina leikmenn. Það voru engin meiðsli. Það voru ágætis spilkaflar hjá báðum liðum inná milli og við fengum okkar sénsa,“ sagði Rúnar Kristinsson þjálfari KR eftir leik kvöldsins. Það voru samtals átta breytingar á byrjunarliðum liðanna frá seinasta leik og ljóst að lykilmenn fengu að hvíla sig aðeins. KR voru með nokkra leikmenn í sínu byrjunarliði sem hafa ekki ennþá verið í byrjunarliðinu í deildinni í sumar. „Við spiluðum sama leikkerfi og þeir líka. Þetta var aðeins hægari leikur en sá sem var á gervigrasinu hjá þeim. Þó svo að það sé blautt gras, þá er minna tempó í þessu. Úrslitin í fyrri leiknum hafa auðvitað líka áhrif á þennan leik. Hvorugt liðið vill taka of mikla sénsa að meiða leikmenn og bæði lið voru að hvíla leikmenn.“ Varnarleikur KR var góður í kvöld. Þrátt fyrir að sóknin hjá Molde hafi kannski ekki verið uppá marga fiska þá náðu KR alltaf að loka á þá þegar þeir sköpuðu einhverja hættu. Sóknarleikurinn var ágætur á köflum en KR fengu nokkur mjög fín færi til að komast yfir. „Ég er ánægður að við höfum haldið hreinu gegn þessu frábæra Molde liði sem sýnir að við lærðum af fyrri leiknum allavega. Við fengum ekki á okkur mark og þeir eru ekki að skora úr þessum föstu leikatriðum sínum sem er mikilvægt fyrir okkur.“ Björgvin Stefánsson tók nokkur flott skot fyrir KR í leik kvöldsins. Það virtist þó eins og Alexandro Craninx markmaður Molde hafi alltaf verið skrefi á undan honum og varði hann alltaf meistaralega hér á Meistaravöllum. „Markmaðurinn gerði vel. Fyrsta snertingin í seinasta færinu hans Bjögga eyðileggur síðan aðeins fyrir honum. Það hefði verið gaman ef við hefðum stolið þessu og fengið sigurinn heima. En jafntefli er gott og við töpuðum ekki.“ Eftir þetta stóra tap hefur eflaust verið mikilvægt fyrir KR að bjarga andliti hér í kvöld. Þeir skiluðu fínu dagsverki þrátt fyrir að hafa ekki skorað í leiknum. „Við getum gengið stoltir frá velli þó svo að við höfum verið örlítið særðir í síðustu viku. Við sjáum að þegar menn eru samstilltir og menn eru að verjast eins og við viljum að þeir verjist þá er allt hægt.“ Nú fer einbeitingin hjá KR aftur yfir á Pepsi Max deildina en þeir fá Stjörnuna í heimsókn á sunnudaginn. Stjarnan komst í kvöld áfram í Evrópukeppninni og mun þess vegna líka að vera að keppa næstkomandi fimmtudag. Rúnar telur það þó ekki hjálpa KR neitt. „Stjörnuliðið er gott. Þeir eru búnir að vera það í mörg ár og eru búnir að vera með sama þjálfarann í mörg. Þeir vita nákvæmlega hvernig þeir ætla að spila fótbolta og þeir hafa staðið sig vel á móti okkur og verið okkur erfiðir. Ég býst ekki við neinu öðru en erfiðum leik á sunnudaginn.“
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Leik lokið: KR - Molde 0-0 | Markalaust á Meistaravöllum KR er enn ósigrað á heimavelli í keppnisleik á árinu. 18. júlí 2019 23:00
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti