Ópíóðar markvisst seldir þeim sem veikastir voru fyrir Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júlí 2019 23:25 Purdue Pharma er eitt þeirra fyrirtækja sem talið er bera mesta ábyrgð á glæpsamlegri markaðssetningu ópíóðalyfja í Bandaríkjunum. getty/Drew Angerer Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. Þetta kemur fram í nýbirtum gögnum sem bandarískir miðlar birtu en var áður haldið leyndum. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Birting tölfræðinnar frá Drug Enforcement Administration (DEA) er áfall fyrir sum af stærstu lyfjafyrirtækjum landsins en mörg þeirra hafa greitt himinháar upphæðir í sáttagreiðslur, til að hluta til koma í veg fyrir birtingu sönnunargagna um að þau hafi grætt á aukinni eftirspurn eftir ópíóðalyfjum, jafnvel eftir að starfsmenn heilbrigðisyfirvalda höfðu lýst yfir faraldursástandi. Tölfræðiupplýsingarnar eru frá árunum 2006-2012 en á þeim árum náðu útgefnir lyfseðlar fyrir ópíóðum hámarkinu 282 milljónir á ári, sem er nóg til að sjá hverjum einasta fullorðna Bandaríkjamann fyrir mánaðarskammti af pillum. Á þessu stigi málsins voru sterk verkjalyf seld fyrir meira en 1010 milljarða króna á ári.Sjá einnig: Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Bandaríski umdæmisdómarinn Dan Polster er að taka fyrir um það bil 2000 einkamála, fyrir alríkisdómi í Cleveland í Ohio fylki, sem borgir og héruð alls landsins eru að sækja gegn ópíóðaframleiðendum og dreifingaraðilum. Málin eru öll tekin fyrir á sama tíma, sem er þekkt sem fjölumdæma málaferli (e. multi-district litigation). Hann skipaði fyrir að tölfræðiupplýsingarnar yrðu birtar eftir árs langt dómsferli tveggja fjölmiðlafyrirtækja, the Charleston Gazette-Mail, frá Vestur-Virginíu sem er það ríki sem varð verst fyrir barðinu á faraldrinum, og the Washington Post. Dreifing tveggja algengustu ópíóðalyfjanna, hydrocodone og oxycodone, jókst um meira en 50% á þeim árum sem tölfræðiupplýsingarnar ná yfir og var 12,6 milljörðum pilla dreift árið 2012. Þegar að þessu var komið hafði stofnunin Centers for Disease Control and Prevention (CDC) þegar lýst yfir neyðarástandi á heilbrigði almennings vegna aukinna dauðsfalla sökum ofskömmtunar. Í mörgum fylkjanna þar sem mest aukning var á sölu ópíóða var þegar neyðarástand vegna þeirra. Nærri níu af hverjum tíu pillum voru framleiddar af fyrirtækjum í eigu þriggja alþjóðlegra lyfjafyrirtækja, Mallinckrodt, Endo og Actavis, sem síðan þá hefur verið endurnefnt Allergan. Pillurnar voru oft notaðar sem úrræði við krónískum verkjum og var gert lítið úr þeirri hættu að verða háður þeim sem hefur valdið því að lyfin náðu inn á næstum hvert einasta heimili í Bandaríkjunum á síðustu tveimur áratugum. Mallinckrodt seldi nærri 29 milljarða ópíóðapilla á árunum 2006-2012 og réðu þar með yfir 38% markaðarins í Bandaríkjunum. Actavis var rétt á eftir Mallinckrodt í sölu en Endo seldi „aðeins“ 11 milljarða ópíóðapilla. Á meðal lyfja Endo var sterka ópíóðalyfið Opana, sem fyrirtækið var neytt til að taka af markaðnum vegna þess að það olli of mörgum dauðsföllum.Hvatti lækna til að skrifa upp á sterk verkjalyf Lyfjafyrirtækið Purdue Pharma er ásakað að hafa leikið eitt lykilhlutverka í að ýta undir útgáfu lyfseðla sem varð til þess að faraldurinn braust út með því að breyta því hvernig verkir voru meðhöndlaðir. Purdue var fjórði stærsti framleiðandinn en átti aðeins um 3% markaðarins í Bandaríkjunum. Magn seldra ópíóða gefur þó ekki til kynna hve mikil áhrif hver og ein pilla hafði á faraldurinn. Margar algengari tegundir verkjalyfjanna voru ópíóðar af lægri styrkleika sem hjálpaði að búa til ánetjun og fíkn en ekki var jafn mikil hætta af þeim eins og mörgum öðrum til að valda ofskömmtun og dauðsföllum. Þau lyf sem voru sterkust voru ekki í jafn mikilli dreifingu og hin. Purdue seldi 378 milljarða króna virði af lyfi sínu OxyContin, sem er mjög sterkt ópíóðalyf og var virði þess á markaði árið 2010 þriðjungur ópíóðamarkaðarins á hápunktinum. Í lyfinu eru oxycodone, sem er sterkur ópíóði sem fæst úr valmúa og er efnið sterkara en morfín. Lyfinu hefur víða verið kennt um fjölgun ofskammta á fyrsta áratugi 21. aldar.OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.GETTY/GEORGE FREYFyrirtækin öll eiga yfir höfði sér fjölmargar ákærur þar sem þau eru sökuð um að hafa ýtt undir sölu ópíóða með því að hafa ranglega haldið því fram að lyfin væru örugg og skilvirk. Þar að auki eru meðlimir Sackler fjölskyldunnar ákærð fyrir sömu sakir en fjölskyldan á Purdue Pharma. Nýbirtu gögnin styðja staðhæfingu ákærenda að ábyrgðina á faraldrinum beri aðilar lyfjageirans sem ætluðu sér að grípa eins stóra sneið af ópíóða markaðnum og mögulegt væri án þess að hugsa til þess hvaða afleiðingar það hefði fyrir einstaklinga. Ópíóðaframleiðendurnir hafa neitað því að hafa gert nokkuð rangt og hafa reynt að kenna læknum, sem skrifuðu út ávísanir í of miklu mæli, um faraldurinn. Purdue hefur hins vegar þegar verið sakfellt og dæmt til að greiða 75,7 milljarða króna í skaðabætur, fyrir að hafa markaðssett ópíóða á glæpsamlegan hátt. Í mars samþykkti fyrirtækið að greiða 34 milljarða í sáttagreiðslur í Oklahoma. Fyrir tveimur árum síðan greiddi Mallinckrodt 4,4 milljarða í sáttagreiðslur til dómsmálaráðuneytisins vegna ópíóðadreifingar.Sjá einnig: Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Í hverju héraðinu á fætur öðru sýna gögnin að ópíóðasölu var beint mest að þeim svæðum sem voru verst haldin af faraldrinum, þar á meðal sum fátækustu svæði Appalachia fjalla. Á einum tímapunkti voru flestar sendingar, á höfðatölu, í Mingo héraði í Vestur-Virginíu, sem er mjög dreifbýlt, hvar „pillu millur“ og apótek græddu á tá og fingri með því að dæla út lyfseðlum án þess að forsenda væri til, til hvers þess sem gat borgað í seðlum. Þessi ástund dró til sín fylkingar fíkla frá hundruðum kílómetra í burtu. Stór hluti ópíóðanna sem var dreift til Mingo héraðs var á vegum stærsta lyfjadreifingafyrirtækis Bandaríkjanna, McKesson Corporation. Washington Post segir að tölfræðiupplýsingarnar sýni að McKesson og fimm önnur fyrirtæki, þar á meðal lyfjakeðja Walgreens, CVS og Walmart, hafi verið ábyrg fyrir stórum verkjalyfjasendingum út um öll Bandaríkin. McKesson borgaði 18,9 milljarða íslenskra króna sekt fyrir tveimur árum til að útkljá ásakanir alríkisins um að það væri að senda grunsamlega stórar sendingar af ópíóðum til staða þar sem ætti ekki, undir venjulegum kringumstæðum, að vera mikil eftirspurn eftir lyfjunum. Það var líka meðal þeirra fyrirtækja sem borgaði margar milljónir Sandaríkjadala í sáttagjöld vegna málsókna sem dómsmálaráðherra Vestur-Virginíu fór fyrir sem ákærði það að hafa flætt ríki hans með ópíóðum. Fyrrverandi yfirmaður deildar innan DEA, sem sér um að fylgjast með dreifingu lyfseðilsskyldra lyfja, Joe Rannassizi, hefur áður sagt í samtali við fréttastofu Guardian að hann hafi reynt að koma af stað saksókn gegn McKesson og fleiri dreifingarfyrirtækjum en að hann hafi rekið sig á vegna hagsmunabaráttu lyfjafyrirtækjanna í Washington og hafi verið stoppaður af hátt settum einstaklingum innan dómsmálaráðuneytisins. Bandaríkin Fíkn Fréttaskýringar Lyf Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira
Lyfjaframleiðendur og dreifingarfyrirtæki dreifðu meira en 75 milljörðum ópíóða pilla í Bandaríkjunum á árunum þegar ópíóðafaraldur landsins varð sem alvarlegastur. Þetta kemur fram í nýbirtum gögnum sem bandarískir miðlar birtu en var áður haldið leyndum. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Birting tölfræðinnar frá Drug Enforcement Administration (DEA) er áfall fyrir sum af stærstu lyfjafyrirtækjum landsins en mörg þeirra hafa greitt himinháar upphæðir í sáttagreiðslur, til að hluta til koma í veg fyrir birtingu sönnunargagna um að þau hafi grætt á aukinni eftirspurn eftir ópíóðalyfjum, jafnvel eftir að starfsmenn heilbrigðisyfirvalda höfðu lýst yfir faraldursástandi. Tölfræðiupplýsingarnar eru frá árunum 2006-2012 en á þeim árum náðu útgefnir lyfseðlar fyrir ópíóðum hámarkinu 282 milljónir á ári, sem er nóg til að sjá hverjum einasta fullorðna Bandaríkjamann fyrir mánaðarskammti af pillum. Á þessu stigi málsins voru sterk verkjalyf seld fyrir meira en 1010 milljarða króna á ári.Sjá einnig: Ópíóðar stærsta heilbrigðisógn í sögu ríkisins Bandaríski umdæmisdómarinn Dan Polster er að taka fyrir um það bil 2000 einkamála, fyrir alríkisdómi í Cleveland í Ohio fylki, sem borgir og héruð alls landsins eru að sækja gegn ópíóðaframleiðendum og dreifingaraðilum. Málin eru öll tekin fyrir á sama tíma, sem er þekkt sem fjölumdæma málaferli (e. multi-district litigation). Hann skipaði fyrir að tölfræðiupplýsingarnar yrðu birtar eftir árs langt dómsferli tveggja fjölmiðlafyrirtækja, the Charleston Gazette-Mail, frá Vestur-Virginíu sem er það ríki sem varð verst fyrir barðinu á faraldrinum, og the Washington Post. Dreifing tveggja algengustu ópíóðalyfjanna, hydrocodone og oxycodone, jókst um meira en 50% á þeim árum sem tölfræðiupplýsingarnar ná yfir og var 12,6 milljörðum pilla dreift árið 2012. Þegar að þessu var komið hafði stofnunin Centers for Disease Control and Prevention (CDC) þegar lýst yfir neyðarástandi á heilbrigði almennings vegna aukinna dauðsfalla sökum ofskömmtunar. Í mörgum fylkjanna þar sem mest aukning var á sölu ópíóða var þegar neyðarástand vegna þeirra. Nærri níu af hverjum tíu pillum voru framleiddar af fyrirtækjum í eigu þriggja alþjóðlegra lyfjafyrirtækja, Mallinckrodt, Endo og Actavis, sem síðan þá hefur verið endurnefnt Allergan. Pillurnar voru oft notaðar sem úrræði við krónískum verkjum og var gert lítið úr þeirri hættu að verða háður þeim sem hefur valdið því að lyfin náðu inn á næstum hvert einasta heimili í Bandaríkjunum á síðustu tveimur áratugum. Mallinckrodt seldi nærri 29 milljarða ópíóðapilla á árunum 2006-2012 og réðu þar með yfir 38% markaðarins í Bandaríkjunum. Actavis var rétt á eftir Mallinckrodt í sölu en Endo seldi „aðeins“ 11 milljarða ópíóðapilla. Á meðal lyfja Endo var sterka ópíóðalyfið Opana, sem fyrirtækið var neytt til að taka af markaðnum vegna þess að það olli of mörgum dauðsföllum.Hvatti lækna til að skrifa upp á sterk verkjalyf Lyfjafyrirtækið Purdue Pharma er ásakað að hafa leikið eitt lykilhlutverka í að ýta undir útgáfu lyfseðla sem varð til þess að faraldurinn braust út með því að breyta því hvernig verkir voru meðhöndlaðir. Purdue var fjórði stærsti framleiðandinn en átti aðeins um 3% markaðarins í Bandaríkjunum. Magn seldra ópíóða gefur þó ekki til kynna hve mikil áhrif hver og ein pilla hafði á faraldurinn. Margar algengari tegundir verkjalyfjanna voru ópíóðar af lægri styrkleika sem hjálpaði að búa til ánetjun og fíkn en ekki var jafn mikil hætta af þeim eins og mörgum öðrum til að valda ofskömmtun og dauðsföllum. Þau lyf sem voru sterkust voru ekki í jafn mikilli dreifingu og hin. Purdue seldi 378 milljarða króna virði af lyfi sínu OxyContin, sem er mjög sterkt ópíóðalyf og var virði þess á markaði árið 2010 þriðjungur ópíóðamarkaðarins á hápunktinum. Í lyfinu eru oxycodone, sem er sterkur ópíóði sem fæst úr valmúa og er efnið sterkara en morfín. Lyfinu hefur víða verið kennt um fjölgun ofskammta á fyrsta áratugi 21. aldar.OxyContin sem framleitt er af Purdue Pharma er eitt umtalaðasta ópíóðalyf sem framleitt hefur verið.GETTY/GEORGE FREYFyrirtækin öll eiga yfir höfði sér fjölmargar ákærur þar sem þau eru sökuð um að hafa ýtt undir sölu ópíóða með því að hafa ranglega haldið því fram að lyfin væru örugg og skilvirk. Þar að auki eru meðlimir Sackler fjölskyldunnar ákærð fyrir sömu sakir en fjölskyldan á Purdue Pharma. Nýbirtu gögnin styðja staðhæfingu ákærenda að ábyrgðina á faraldrinum beri aðilar lyfjageirans sem ætluðu sér að grípa eins stóra sneið af ópíóða markaðnum og mögulegt væri án þess að hugsa til þess hvaða afleiðingar það hefði fyrir einstaklinga. Ópíóðaframleiðendurnir hafa neitað því að hafa gert nokkuð rangt og hafa reynt að kenna læknum, sem skrifuðu út ávísanir í of miklu mæli, um faraldurinn. Purdue hefur hins vegar þegar verið sakfellt og dæmt til að greiða 75,7 milljarða króna í skaðabætur, fyrir að hafa markaðssett ópíóða á glæpsamlegan hátt. Í mars samþykkti fyrirtækið að greiða 34 milljarða í sáttagreiðslur í Oklahoma. Fyrir tveimur árum síðan greiddi Mallinckrodt 4,4 milljarða í sáttagreiðslur til dómsmálaráðuneytisins vegna ópíóðadreifingar.Sjá einnig: Ópíóðaframleiðandi greiðir 10,5 milljarða í sáttagreiðslur til að sleppa við dómssalinn Í hverju héraðinu á fætur öðru sýna gögnin að ópíóðasölu var beint mest að þeim svæðum sem voru verst haldin af faraldrinum, þar á meðal sum fátækustu svæði Appalachia fjalla. Á einum tímapunkti voru flestar sendingar, á höfðatölu, í Mingo héraði í Vestur-Virginíu, sem er mjög dreifbýlt, hvar „pillu millur“ og apótek græddu á tá og fingri með því að dæla út lyfseðlum án þess að forsenda væri til, til hvers þess sem gat borgað í seðlum. Þessi ástund dró til sín fylkingar fíkla frá hundruðum kílómetra í burtu. Stór hluti ópíóðanna sem var dreift til Mingo héraðs var á vegum stærsta lyfjadreifingafyrirtækis Bandaríkjanna, McKesson Corporation. Washington Post segir að tölfræðiupplýsingarnar sýni að McKesson og fimm önnur fyrirtæki, þar á meðal lyfjakeðja Walgreens, CVS og Walmart, hafi verið ábyrg fyrir stórum verkjalyfjasendingum út um öll Bandaríkin. McKesson borgaði 18,9 milljarða íslenskra króna sekt fyrir tveimur árum til að útkljá ásakanir alríkisins um að það væri að senda grunsamlega stórar sendingar af ópíóðum til staða þar sem ætti ekki, undir venjulegum kringumstæðum, að vera mikil eftirspurn eftir lyfjunum. Það var líka meðal þeirra fyrirtækja sem borgaði margar milljónir Sandaríkjadala í sáttagjöld vegna málsókna sem dómsmálaráðherra Vestur-Virginíu fór fyrir sem ákærði það að hafa flætt ríki hans með ópíóðum. Fyrrverandi yfirmaður deildar innan DEA, sem sér um að fylgjast með dreifingu lyfseðilsskyldra lyfja, Joe Rannassizi, hefur áður sagt í samtali við fréttastofu Guardian að hann hafi reynt að koma af stað saksókn gegn McKesson og fleiri dreifingarfyrirtækjum en að hann hafi rekið sig á vegna hagsmunabaráttu lyfjafyrirtækjanna í Washington og hafi verið stoppaður af hátt settum einstaklingum innan dómsmálaráðuneytisins.
Bandaríkin Fíkn Fréttaskýringar Lyf Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Sjá meira