Þrumur og eldingar í Þorlákshöfn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 15:24 Myndin er úr safni. vísir/getty Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi skömmu fyrir klukkan þrjú að níu eldingar hefðu mælst og það allar rétt vestan við Þorlákshöfn. Fyrsta eldingin hefði mælst klukkan 14:09 og sú síðasta klukkan 14:40. „Það er samkvæmt kerfinu og það er ekki óskeikult. Stundum missir það af eldingum sem hafa verið en ef það hafa mælst þá er það góð staðfesting á að það hafi verið. Og þær eru allar þarna á sama staðnum í hnapp rétt vestan við Þorlákshöfn. Þetta er eiginlega bara svolítið það sem maður átti von á, þetta er í nágrenni við Hellisheiðina og þetta er alltaf spurning hvar þær verða,“ segir Óli Þór og heldur áfram: „Það eru myndarlegir bólstrar hér og þar í kringum okkur og þeir hafa allir möguleika en þó eru aðstæðurnar ekkert frábærar til að ná í eldingar en það dugar greinilega þarna við Þorlákshöfn.“ Óli Þór segir að þetta geti staðið eitthvað fram yfir kvöldmat en svo er það búið í bili. Jón Karl Jónsson var staddur í Þorlákshöfn í dag og náði þessum myndböndum af þrumunum og eldingunum. Veður Ölfus Tengdar fréttir Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Íbúar og aðrir sem voru í Þorlákshöfn á þriðja tímanum í dag hafa án efa orðið varir við mikið úrhelli sem þar varð og þrumur og eldingar sem fylgdu rigningunni. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur, sagði í samtali við Vísi skömmu fyrir klukkan þrjú að níu eldingar hefðu mælst og það allar rétt vestan við Þorlákshöfn. Fyrsta eldingin hefði mælst klukkan 14:09 og sú síðasta klukkan 14:40. „Það er samkvæmt kerfinu og það er ekki óskeikult. Stundum missir það af eldingum sem hafa verið en ef það hafa mælst þá er það góð staðfesting á að það hafi verið. Og þær eru allar þarna á sama staðnum í hnapp rétt vestan við Þorlákshöfn. Þetta er eiginlega bara svolítið það sem maður átti von á, þetta er í nágrenni við Hellisheiðina og þetta er alltaf spurning hvar þær verða,“ segir Óli Þór og heldur áfram: „Það eru myndarlegir bólstrar hér og þar í kringum okkur og þeir hafa allir möguleika en þó eru aðstæðurnar ekkert frábærar til að ná í eldingar en það dugar greinilega þarna við Þorlákshöfn.“ Óli Þór segir að þetta geti staðið eitthvað fram yfir kvöldmat en svo er það búið í bili. Jón Karl Jónsson var staddur í Þorlákshöfn í dag og náði þessum myndböndum af þrumunum og eldingunum.
Veður Ölfus Tengdar fréttir Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Óþarfi að óttast eldingar í dag Ekki er útilokað að þrumuveður muni gera vart við sig á Suður- og Vesturlandi eftir hádegi í dag. 17. júlí 2019 08:02