Svaraði spurningu blaðamanns með því að spyrja um uppruna hans Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2019 08:03 Kellyanne Conway, ráðgjafi forsetans, á umræddum blaðamannafundi. Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, spurði fréttamann um um uppruna hans á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær. Spurning hennar kom í kjölfar spurningar blaðamannsins sem sneri að ummælum forsetans, þar sem hann lagði til að fjórar bandarískar þingkonu „sneru aftur til síns heima.“ Á sunnudag birti Trump röð tísta þar sem hann bölsótaðist yfir „framsæknum þingkonum Demókrata sem koma upprunalega frá öðrum löndum.“ Spurði hann síðan hvers vegna konurnar færu ekki aftur til upprunalanda sinna og löguðu það sem betur mætti fara þar, í stað þess að segja Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að haga stjórnarháttum sínum. Rétt er að benda á að þingkonurnar eru allar fjórar bandarískir ríkisborgarar. Raunar eru þrjár þeirra fæddar í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær eyddi Conway dágóðum tíma í að svara fyrir og verja tíst forsetans, sem mætt hafa mikilli gagnrýni bæði vestan hafs og utan Bandaríkjanna, þar sem forsetinn hefur verið sakaður um kynþáttafordóma. Andrew Feinberg, Hvítahússfréttaritari Breakfast Media, bar þar upp spurningu sem sneri að tístum Trump síðan á sunnudag. „Fyrst að forsetinn var ekki að segja þessum fjórum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda þeirra, til hvaða landa var hann þá að vísa?“ spurði Feinberg. Conway svaraði þá spurningu hans um hæl með annarri spurningu. „Af hvaða uppruna ert þú?“ Þegar Feiberg reyndi að útskýra fyrir hinum umdeilda ráðgjafa forsetans að uppruni hans væri spurningu hans óviðkomandi greip Conway fram í fyrir honum til þess að útskýra mál sitt. „Ég er að spyrja þig spurningar. Forfeður mínir eru frá Írlandi og Ítalíu,“ sagði Conway. Aftur reyndi Feinberg að árétta að uppruni hans kæmi því sem spurt væri um einfaldlega ekki við, en Conway stóð föst á sínu. „Nei nei, þetta er vegna þess sem þú ert að spyrja um, hann sagði „upphaflega,“ hann sagði „upphaflega frá [þessum löndum]. Og þú veist að allt sem hann hefur sagt síðan þá er til þess að eiga heildrænt samtal. Hann hefur talað mikið um þetta frá því þetta eina tíst birtist, sagði Conway.Here’s video, courtesy of @cspanpic.twitter.com/PNqIznSDcO — Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) July 16, 2019 Forsetinn þreyttur á gagnrýni á herinn og landamæravörslu Conway beindi umræðunni síðan í aðra átt og gerði landamærastöðvar við suðurlandamæri Bandaríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en forsetinn og ríkisstjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þær aðstæður sem fólki á slíkum stöðvum er gert að búa við. Hefur því verið haldið fram að aðstæður þar séu skelfilegar, þar sem fólk hafi hvorki aðgang að heitum mat né sturtum, og sé oft látið dúsa margt saman í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færra fólk. Á móti hefur stjórn forsetans haldið því fram að straumur flóttamanna inn í landið frá suðri sé „krísa“ og að kerfið sé ofurliði borið vegna hans. Því verði þingið að bregðast við með harðari löggjöf og aukinni fjárveitingu til þessa málaflokks, en það voru meðal lykilkosningaloforða Trump í síðustu kosningum. „Forsetinn er þreyttur. Við erum mörg hver þreytt á því að þetta land, Bandaríkin, sé í síðasta sæti hjá eiðsvörnum embættismönnum. Þreytt á því að mannorð hersins okkar sé svert. Þreytt á því að starfsfólk toll- og landamærastofnunar Bandaríkjanna sem ég hef hitt, sem eru meðan ég man í miklum meirihluta af rómansk-amerískum uppruna, sé gagnrýnt.“ Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, spurði fréttamann um um uppruna hans á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær. Spurning hennar kom í kjölfar spurningar blaðamannsins sem sneri að ummælum forsetans, þar sem hann lagði til að fjórar bandarískar þingkonu „sneru aftur til síns heima.“ Á sunnudag birti Trump röð tísta þar sem hann bölsótaðist yfir „framsæknum þingkonum Demókrata sem koma upprunalega frá öðrum löndum.“ Spurði hann síðan hvers vegna konurnar færu ekki aftur til upprunalanda sinna og löguðu það sem betur mætti fara þar, í stað þess að segja Bandaríkjamönnum hvernig þeir ættu að haga stjórnarháttum sínum. Rétt er að benda á að þingkonurnar eru allar fjórar bandarískir ríkisborgarar. Raunar eru þrjár þeirra fæddar í Bandaríkjunum. Á blaðamannafundi fyrir utan Hvíta húsið í gær eyddi Conway dágóðum tíma í að svara fyrir og verja tíst forsetans, sem mætt hafa mikilli gagnrýni bæði vestan hafs og utan Bandaríkjanna, þar sem forsetinn hefur verið sakaður um kynþáttafordóma. Andrew Feinberg, Hvítahússfréttaritari Breakfast Media, bar þar upp spurningu sem sneri að tístum Trump síðan á sunnudag. „Fyrst að forsetinn var ekki að segja þessum fjórum þingkonum að snúa aftur til meintra upprunalanda þeirra, til hvaða landa var hann þá að vísa?“ spurði Feinberg. Conway svaraði þá spurningu hans um hæl með annarri spurningu. „Af hvaða uppruna ert þú?“ Þegar Feiberg reyndi að útskýra fyrir hinum umdeilda ráðgjafa forsetans að uppruni hans væri spurningu hans óviðkomandi greip Conway fram í fyrir honum til þess að útskýra mál sitt. „Ég er að spyrja þig spurningar. Forfeður mínir eru frá Írlandi og Ítalíu,“ sagði Conway. Aftur reyndi Feinberg að árétta að uppruni hans kæmi því sem spurt væri um einfaldlega ekki við, en Conway stóð föst á sínu. „Nei nei, þetta er vegna þess sem þú ert að spyrja um, hann sagði „upphaflega,“ hann sagði „upphaflega frá [þessum löndum]. Og þú veist að allt sem hann hefur sagt síðan þá er til þess að eiga heildrænt samtal. Hann hefur talað mikið um þetta frá því þetta eina tíst birtist, sagði Conway.Here’s video, courtesy of @cspanpic.twitter.com/PNqIznSDcO — Andrew Feinberg (@AndrewFeinberg) July 16, 2019 Forsetinn þreyttur á gagnrýni á herinn og landamæravörslu Conway beindi umræðunni síðan í aðra átt og gerði landamærastöðvar við suðurlandamæri Bandaríkjanna að umfjöllunarefni sínu, en forsetinn og ríkisstjórn hans hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir þær aðstæður sem fólki á slíkum stöðvum er gert að búa við. Hefur því verið haldið fram að aðstæður þar séu skelfilegar, þar sem fólk hafi hvorki aðgang að heitum mat né sturtum, og sé oft látið dúsa margt saman í klefum sem hannaðir eru fyrir mun færra fólk. Á móti hefur stjórn forsetans haldið því fram að straumur flóttamanna inn í landið frá suðri sé „krísa“ og að kerfið sé ofurliði borið vegna hans. Því verði þingið að bregðast við með harðari löggjöf og aukinni fjárveitingu til þessa málaflokks, en það voru meðal lykilkosningaloforða Trump í síðustu kosningum. „Forsetinn er þreyttur. Við erum mörg hver þreytt á því að þetta land, Bandaríkin, sé í síðasta sæti hjá eiðsvörnum embættismönnum. Þreytt á því að mannorð hersins okkar sé svert. Þreytt á því að starfsfólk toll- og landamærastofnunar Bandaríkjanna sem ég hef hitt, sem eru meðan ég man í miklum meirihluta af rómansk-amerískum uppruna, sé gagnrýnt.“
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00 Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45 Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38 Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Sjá meira
Trump segir bandarískum þingkonum að fara aftur „til síns heima“ Trump skýtur föstum skotum á fjórar þingkonur Demókrataflokksins, og bendir þeim á að snúa aftur til upprunalanda sinna. Þrjár af fjórum eru þó fæddar í Bandaríkjunum. 14. júlí 2019 19:00
Segja ummæli Trump bera vott um hvíta þjóðernishyggju Þingkonurnar fjórar sem talið er að Donald Trump hafi beint ummælum sínum að tjáðu sig á blaðamannafundi í kvöld. 15. júlí 2019 23:45
Trump biðst ekki afsökunar og segir marga vera sammála sér Ummæli Donald Trump Bandaríkjaforseta um fjórar þingkonur Demókrataflokksins hafa vakið mikla reiði. 15. júlí 2019 18:38
Trump sagður vilja gera Bandaríkin hvít aftur Demókratar gagnrýna Bandaríkjaforseta fyrir rasísk ummæli um þingkonur. Repúblikanar hafa þagað þunnu hljóði. 15. júlí 2019 10:15