Þriðja þáttaröð þáttanna kom út fyrr í mánuðinum og þykir hún ekki gefa fyrri þáttaröðum neitt eftir.
Hér á eftir verða atriði úr þáttunum rædd, ef lesandi vill ekki verða fyrir svokölluðum spennuspillum er ráðlagt að fara ekki neðar en myndbandið.
Dusty vantaði að fá vita hvern Planck-fastinn væri en Suzie vildi ekki segja honum hver hann væri nema að þau myndu syngja saman lagið The NeverEnding Story með breska söngvaranum Limahl.
Atriðið vakti mikla lukku og eru eflaust margir sem hafa raulað lagið eftir að hafa lokið við áhorf þáttanna.
Sjá má útgáfu spjallþáttastjórnandanna Colbert og Fallon af laginu í myndbandinu að ofan.