Norður-Kóreumenn hóta frekari kjarnorku- og eldflaugatilraunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2019 11:32 Trump og Kim á hlutlausa svæðinu 30. júní. Bandaríkjaforseti hefur ausið einræðisherrann lofi undanfarin misseri. Vísir/AP Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Stjórnvöld í Pjongjang hóta því að þau hafið kjarnorku- og eldflaugatilraunir sínar á nýjan leik hætti Suður-Kórea og Bandaríkin ekki við fyrirhugaða sameiginlega heræfingu í sumar. Lítið er sagt hafa þokast í viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eftir óvæntan fund Donalds Trump forseta og Kim Jong-un einræðisherra í lok júní. Heræfingar Suður-Kóreu og Bandaríkjanna hafa verið Norður-Kóreu til ama lengi. Stjórnvöld í Pjongjang líta á þær sem undirbúning fyrir innrás í framtíðinni. Nú segir utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu að hætti ríkin tvö ekki við æfingu sem er fyrirhuguð í sumar bindi útlagaríkið enda á tuttugu mánaða langt hlé á kjarnorku- og eldflaugatilraunum sínum. Vísar það til loforða Trump forseta um að hætta við slíkar æfingar á tveimur fundum með Kim. „Þar sem Bandaríkin eru einhliða að ganga á bak orða sinna erum við smám saman að missa réttlætingu okkar á því að fylgja eftir skuldbindingum okkar gagnvart Bandaríkjunum líka,“ segir í yfirlýsingunni, að sögn AP-fréttastofunnar. Trump og Kim hafa hist þrisvar undanfarin misseri, nú síðast óvænt á hlutlausa svæðinu á landamærum Norður- og Suður-Kóreu 30. júní. Vöknuðu þá vonir um að gangur kæmist aftur í viðræður ríkjanna um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Lítill árangur hefur orðið af viðræðunum síðan. Norður-Kórea er sögð krefjast þess að viðskiptaþvingunum Bandaríkjanna verði aflétt gegn því að þau heiti því að gefa vopnaáætlun sína að hluta til upp á bátinn. Bandaríkjastjórn krefst þess á móti að Norður-Kórea gangist undir frekari afvopnun áður en refsiaðgerðum verður aflétt.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Tengdar fréttir Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19 Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32 Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Vill hleypa glæðum í viðræður um kjarnorkuafvopnun á ný Á leiðtogafundi Kim Jong-un og Xi Jinping ræddu þeir meðal annars um stöðuna í viðræðum um kjarnorkuafvopnun. 20. júní 2019 16:19
Trump fyrsti forseti Bandaríkjanna sem fer yfir landamærin til Norður-Kóreu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hittust í dag á hlutlausu landamærasvæði Kóreuríkjanna 30. júní 2019 07:32
Spilling, vannæring og misnotkun daglegt brauð í Norður-Kóreu Íbúar Norður-Kóreu búa við gífurlegan skort og spillingu og þurfa ítrekað að greiða mútur til að lifa af og sleppa við handtökur. Fjórir af hverjum tíu, sem samsvarar rúmum tíu milljónum manna, fá ekki nægan mat og búist er við því að ástandið muni versna á næstunni í kjölfar slæmrar uppskeru. 28. maí 2019 10:44