Plastið enn brennt í Svíþjóð en breytingar gætu orðið á því í haust Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 10:15 Björn segir jafnframt að mjög erfitt og jafnvel ómögulegt sé að efnisendurvinna samsett plast og það sem er í fleira en einum lit, eða um 30% flokkaðs plasts. Fréttablaðið/Pjetur - Getty/balipadma Plastið sem safnað er til endurvinnslu á vegum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu fer til Svíþjóðar í orkuendurvinnslu en vonast er til að málin verði komin í betra horf í haust eða um næstu áramót, að sögn Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sorpu. Hann segir í samtali við Vísi að Sorpa hafi undanfarið gert tilraunir með að koma hluta af plastinu til efnisendurvinnslu, en það sé enn óljóst hversu miklu vinnsluaðilar í Evrópu geta tekið á móti. Greint var frá því í síðustu viku að sífellt fleiri Reykjavíkurbúar vilji flokka plast. Plastið sem er í dag sent til orkuendurvinnslu er brennt í Svíþjóð og nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Efnisendurvinnsla á hins vegar um það þegar efni er endurnýtt til þess að búa til nýja vöru eða efni.Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu FréttablaðiðEftir að Kína, Indland og fleiri ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu á síðasta ári frá Bandaríkjunum og Evrópu hefur reynst mjög erfitt að koma plasti til efnisendurvinnslu. Hér á landi var engin undantekning á því, og af þeim sökum greip Sorpa til þess ráðs að byrja að senda plastið til brennslu í Svíþjóð. Árið 2016, áður en kínversk yfirvöld drógu stórlega úr innflutningi sínum á plasti og öðru rusli, tók Kína eitt og sér við tveimur þriðju af flokkuðu plasti í heiminum. Eftir að sá markaður fyrir plast lokaðist reyndi mikið á endurvinnslugetu á Vesturlöndum. Staðan í dag er sú að Sorpa hefur gert tilraunir með að senda hluta plastsins sem hún safnar til efnisendurvinnslu. Björn segir þetta meðal annars gert til þess að sjá hvað úrvinnsluaðilinn geti tekið á móti miklu magni. Enn sé langt í að næg vinnslugeta verði til staðar í Evrópu til að efnisendurvinna allt það plast sem ríkin láta eftir sig. Erfitt hefur reynst fyrir fyrirtæki í álfunni að bregðast skyndilega við því að plast byrjaði að safnast upp. Björn sér fram á einhverjar breytingar þar á og vonast til að vinnslugetan verði komin í betra horf með haustinu og um næstu áramót.Guðrún Lilja Kristinsdóttir, umhverfisfræðingur hjá UmhverfisstofnunFréttablaðið/AntonAlltaf ákjósanlegra að plastið sé notað í orkuframleiðslu frekar en urðaðEn er skárra að senda plastið úr landi í brennslu en að urða það?Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir svo vera. Það sé alltaf betra að plastið sé notað í slíka orkuframleiðslu en að það sé urðað hér á landi. „Bæði erum við auðvitað að horfa á það að mikið landsvæði fer undir urðun og urðunarstaði, og svo er plastið mjög lengi að brotna niður, ef það brotnar einhvern tímann niður.“ Jafnvel þá brotni það niður í svokallað örplast og ekki er almennilega vitað hversu mikil áhrif slíkar agnir hafi á umhverfið. Guðrún segir það sama gilda ef einnig er tekið mið af þeim útblæstri sem fylgi flutningi á plastinu úr landi. Heilt á litið vegur flutningur á vörum frá framleiðendum til neytenda yfirleitt minna í lífsferli vöru en margir halda, þó hún sé flutt heimshorna á milli. Ef litið sé á heildarmyndina þá sé framleiðsla vörunnar yfirleitt mun stærri þáttur í fótspori hennar. Þar að auki segir hún plast vera mjög létt hráefni sem þýðir að minni orka fer í flutningana. Hún ítrekar að lokum mikilvægi þess að urðun sé sísti kosturinn í stöðunni: „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið.“Sorpbrennsla í Svíþjóð orðinn stór iðnaðurSamkvæmt tölum frá Avfall Sverige, samtökum sænskra úrgangsvinnsluaðila, var helmingur úrgangs frá sænskum heimilum brenndur til orkuendurvinnslu árið 2017. Er sú brennsla sögð hafa nýst til að hita upp 1,25 milljónir íbúða og mætt rafmagnsþörf 680 þúsund íbúða. Segja samtökin að Svíþjóð hafi þá nýtt meiri orku úr úrgangi en nokkur önnur Evrópuþjóð. Þar af hafi Svíþjóð flutt inn um eina og hálfa milljón tonna af úrgangi árið 2017 frá öðrum Evrópulöndum og nýtt til orkuendurvinnslu. Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. 21. maí 2019 16:07 Nesti frekar en einnota umbúðir úr bensínstöðvahillum Rakel Garðarsdóttir segir skipulagningu gera gæfumuninn þegar kemur að því að draga úr notkun einnota umbúða og annars tilvonandi rusls. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Plastið sem safnað er til endurvinnslu á vegum Sorpu á höfuðborgarsvæðinu fer til Svíþjóðar í orkuendurvinnslu en vonast er til að málin verði komin í betra horf í haust eða um næstu áramót, að sögn Björns H. Halldórssonar, framkvæmdastjóra Sorpu. Hann segir í samtali við Vísi að Sorpa hafi undanfarið gert tilraunir með að koma hluta af plastinu til efnisendurvinnslu, en það sé enn óljóst hversu miklu vinnsluaðilar í Evrópu geta tekið á móti. Greint var frá því í síðustu viku að sífellt fleiri Reykjavíkurbúar vilji flokka plast. Plastið sem er í dag sent til orkuendurvinnslu er brennt í Svíþjóð og nýtt til rafmagnsframleiðslu og húshitunar. Efnisendurvinnsla á hins vegar um það þegar efni er endurnýtt til þess að búa til nýja vöru eða efni.Björn H. Halldórsson, framkvæmdarstjóri Sorpu FréttablaðiðEftir að Kína, Indland og fleiri ríki í Asíu hættu nánast að taka við plasti til endurvinnslu á síðasta ári frá Bandaríkjunum og Evrópu hefur reynst mjög erfitt að koma plasti til efnisendurvinnslu. Hér á landi var engin undantekning á því, og af þeim sökum greip Sorpa til þess ráðs að byrja að senda plastið til brennslu í Svíþjóð. Árið 2016, áður en kínversk yfirvöld drógu stórlega úr innflutningi sínum á plasti og öðru rusli, tók Kína eitt og sér við tveimur þriðju af flokkuðu plasti í heiminum. Eftir að sá markaður fyrir plast lokaðist reyndi mikið á endurvinnslugetu á Vesturlöndum. Staðan í dag er sú að Sorpa hefur gert tilraunir með að senda hluta plastsins sem hún safnar til efnisendurvinnslu. Björn segir þetta meðal annars gert til þess að sjá hvað úrvinnsluaðilinn geti tekið á móti miklu magni. Enn sé langt í að næg vinnslugeta verði til staðar í Evrópu til að efnisendurvinna allt það plast sem ríkin láta eftir sig. Erfitt hefur reynst fyrir fyrirtæki í álfunni að bregðast skyndilega við því að plast byrjaði að safnast upp. Björn sér fram á einhverjar breytingar þar á og vonast til að vinnslugetan verði komin í betra horf með haustinu og um næstu áramót.Guðrún Lilja Kristinsdóttir, umhverfisfræðingur hjá UmhverfisstofnunFréttablaðið/AntonAlltaf ákjósanlegra að plastið sé notað í orkuframleiðslu frekar en urðaðEn er skárra að senda plastið úr landi í brennslu en að urða það?Guðrún Lilja Kristinsdóttir, teymisstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, segir svo vera. Það sé alltaf betra að plastið sé notað í slíka orkuframleiðslu en að það sé urðað hér á landi. „Bæði erum við auðvitað að horfa á það að mikið landsvæði fer undir urðun og urðunarstaði, og svo er plastið mjög lengi að brotna niður, ef það brotnar einhvern tímann niður.“ Jafnvel þá brotni það niður í svokallað örplast og ekki er almennilega vitað hversu mikil áhrif slíkar agnir hafi á umhverfið. Guðrún segir það sama gilda ef einnig er tekið mið af þeim útblæstri sem fylgi flutningi á plastinu úr landi. Heilt á litið vegur flutningur á vörum frá framleiðendum til neytenda yfirleitt minna í lífsferli vöru en margir halda, þó hún sé flutt heimshorna á milli. Ef litið sé á heildarmyndina þá sé framleiðsla vörunnar yfirleitt mun stærri þáttur í fótspori hennar. Þar að auki segir hún plast vera mjög létt hráefni sem þýðir að minni orka fer í flutningana. Hún ítrekar að lokum mikilvægi þess að urðun sé sísti kosturinn í stöðunni: „Það er alltaf betra að úrgangur fari í orkuvinnslu, sem er endurnýting auðlindarinnar, heldur en að honum sé fargað á urðunarstöðum, sem á í öllum tilvikum að vera síðasta úrræðið.“Sorpbrennsla í Svíþjóð orðinn stór iðnaðurSamkvæmt tölum frá Avfall Sverige, samtökum sænskra úrgangsvinnsluaðila, var helmingur úrgangs frá sænskum heimilum brenndur til orkuendurvinnslu árið 2017. Er sú brennsla sögð hafa nýst til að hita upp 1,25 milljónir íbúða og mætt rafmagnsþörf 680 þúsund íbúða. Segja samtökin að Svíþjóð hafi þá nýtt meiri orku úr úrgangi en nokkur önnur Evrópuþjóð. Þar af hafi Svíþjóð flutt inn um eina og hálfa milljón tonna af úrgangi árið 2017 frá öðrum Evrópulöndum og nýtt til orkuendurvinnslu.
Sorpa Umhverfismál Tengdar fréttir Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15 „Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. 21. maí 2019 16:07 Nesti frekar en einnota umbúðir úr bensínstöðvahillum Rakel Garðarsdóttir segir skipulagningu gera gæfumuninn þegar kemur að því að draga úr notkun einnota umbúða og annars tilvonandi rusls. 8. júlí 2019 11:30 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Fleiri borgarbúar vilja flokka plast og biðlisti eftir tunnum Biðlisti hefur myndast eftir grænum tunnum til að flokka plast í borginni. Von er á 600 nýjum tunnum í næstu viku. Meirihluti plastsins sem flokkað er fer í orkuframleiðslu í Svíþjóð. 12. júlí 2019 06:15
„Ástandið væri betra ef fólk yrði duglegra við að flokka“ Myndband sem Rakel Steinarsdóttir birti af urðunarsvæðinu við Fíflholt á Mýrum á Vesturlandi hefur vakið mikla athygli undanfarna daga. 21. maí 2019 16:07
Nesti frekar en einnota umbúðir úr bensínstöðvahillum Rakel Garðarsdóttir segir skipulagningu gera gæfumuninn þegar kemur að því að draga úr notkun einnota umbúða og annars tilvonandi rusls. 8. júlí 2019 11:30