Átök fylgja pólitík Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. júlí 2019 09:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála, iðnaðar, nýsköpunar og dómsmála. Fréttablaðið/Anton brink Ef þú spyrð mig þá sá ég það ekki fyrir að fara í pólitík. Ef þú hefðir hins vegar spurt æskuvinkonur mínar, var það samdóma álit þeirra að ég myndi hvergi annars staðar enda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Mikið hefur gengið á innan flokksins, þriðji orkupakkinn hefur reynst erfiður og tveir fyrrverandi formenn fara mikinn í gagnrýni sinni á forystuna; sérstaklega ritstjóri Morgunblaðsins. Þá tók Þórdís Kolbrún við dómsmálunum eftir að Sigríður Andersen vék úr embætti eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að pottur hefði verið brotinn við skipan fimmtán dómara við hinn nýstofnaða dómstól, Landsrétt. Þórdís tók við ráðuneytinu. „Þetta er tímabundin ráðstöfun. Við stefnum á að vera komin með nýjan ráðherra með haustinu,“ segir Þórdís, sem vill ekkert gefa upp um eftirmann sinn. Hún var 19 ára gömul þegar hún hóf þátttöku í stjórnmálum og hefur gegnt embætti formanns Þórs, Félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, verið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, framkvæmdastjóri þingflokksins, aðstoðarmaður Ólafar Nordal heitinnar í innanríkisráðuneytinu, síðar þingmaður og loks ráðherra. Hún var samt ekki alin upp í Sjálfstæðisflokknum en segist hafa verið alin upp til að vera sjálfstæð. „Nei, málefnin voru alveg tekin heima og rædd, en það var ekki á flokkspólitískum nótum.” Hún þróaði náið samband með Ólöfu og segir hana hafa kennt sér margt. „Þetta geta orðið merkileg sambönd, ráðherra og aðstoðarmanna. Ráðherrar alla jafna leggja töluvert traust á þá sem vinna fyrir þá, að minnsta kosti gerði Ólöf það og ég geri það sjálf. Við Ólöf náðum vel saman og ég kannski gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seinna, að það var ekki bara ég sem hafði hlutverk gagnvart henni, heldur var hún að sinna ákveðnu hlutverki gagnvart mér. Fyrir það er ég þakklát og finn hvað ég bý alltaf að því að hafa unnið fyrir hana.”WOW hrun? Ferðamannabransinn hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Þórdís hefur leitt málaflokkinn síðan í byrjun árs 2017. Síðan hafa miklar breytingar orðið á landslaginu, aðallega með falli WOW air. Íslenskt efnahagslíf hefur að mörgu leyti verið talað niður eftir fall flugfélagsins og áhrif þess á ferðamannabransann. Hvað heldur þú með framtíð ferðamennsku á Íslandi? „Ég hef mikla trú á henni. Það hefur margt gott gerst í greininni. Við höfum undanfarin ár verið að byggja ofan á greinina og undirstöður. Ég hef frá því að ég kom í ráðuneytið verið mjög skýr með þá sýn mína að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir öllu máli. Þessi vöxtur sem hefur verið var ósjálfbær. Það er ekki hægt að byggja upp atvinnugrein eins og þessa með 25 prósent vöxt ár eftir ár. Það að WOW hafi horfið af markaði er högg fyrir greinina og afleidda starfsemi sömuleiðis, atvinnuleysi og högg fyrir ríkissjóð. Það eru og verða afleiðingar af þessari breytingu, en í viðbrögðum við þeirri stöðu þá skiptir máli að missa ekki sjónar á þeirri langtímasýn sem ég tel ferðaþjónustuna þurfa. Sú sýn grundvallast á virði framar fjölda ferðamanna, ávinningi heimamanna um allt land, skýrum leikreglum og fyrirsjáanleika, gæðum og fagmennsku og loks þessu jafnvægi á milli verndar og hagnýtingar. Þetta er grunnurinn í leiðarljósum ferðaþjónustunnar sem unninn var með fulltrúum greinarinnar og sveitarstjórnarstigsins.“Anda í kviðinn Sumir sérfræðingar hafa sagt að fall WOW muni ekki hafa teljandi áhrif. WOW kom með fólkið á tíma þegar landið þurfti á öllum ferðamönnunum að halda og gerði vel í því. Nú er búið að byggja upp innviðina, reynslan og þekkingin er til staðar og við erum að fá betur borgandi ferðamenn, þótt þeir séu færri. Hvað finnst þér um það? „Þetta er alltaf spurning um hvort glasið er hálftómt eða hálffullt. Það eru tækifæri í þessari stöðu eins og alltaf þegar staðan verður erfið. Við þurfum að nýta þau. Við sjáum að ferðamenn eru að dvelja lengur, meðaleyðsla þeirra er að aukast og við erum þannig ferðamannaland að við stefnum ekki á fjöldann með sama hætti og aðrir kunna að gera. Við eigum að byggja ferðaþjónustuna þannig upp að verð og gæði haldist í hendur. Við erum 350 þúsund og erum með sjö ferðamenn á hvern íbúa. Það er ein jafna sem þarf að horfa til. Staðan er sú að með aðgerðum stjórnvalda, en fyrst og fremst með einkaframtakinu, erum við að koma okkur í góða stöðu. Það eru að byggjast upp framúrskarandi fyrirtæki, afþreying og þjónusta. Það eru flott hótel að byggjast upp. Það er mín staðfasta trú að ef við höldum rétt á spöðunum, sköpum réttar aðstæður, þá kemur rest. Við eigum að anda aðeins ofan í kviðinn og hugsa, hvað viljum við?“ spyr Þórdís. „Ég setti til að mynda af stað verkefni sem heitir Jafnvægisásinn sem gengur út á að finna hver þolmörk okkar eru út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum. Ég vildi búa til eitthvað sambærilegt fiskveiðistjórnunarkerfinu nema fyrir ferðaþjónustu – þó svo að ferðaþjónusta sé eðlisólík. Þetta eru manneskjur sem eru að heimsækja landið og það snertir á öllum helstu innviðum og fólkinu sem hér býr. En ég held að við eigum heilmikið inni, ekki síst úti á landi. Fall WOW var högg, en engin endalok heldur,“ útskýrir Þórdís.Sjálfsprottin byggðaaðgerð „Við eigum að vera óhrædd við að vera selektív á ferðamenn og markaði,“ segir hún. „Það þarf að stýra aðgengi að ferðamannastöðum, þannig dreifist ferðaþjónusta um landið og árstíðir. Það er stórmerkilegt að fara um landið og sjá það berum augum hverju ferðaþjónustan hefur skilað. Blómlegri byggðir úti um allt land, meiri þjónusta, menning, veitingastaðir, afþreying. Þetta er sjálfsprottin byggðaaðgerð. Það skiptir máli að vel takist til. Okkur hefur tekist að dreifa ferðamönnum yfir árið, en eigum mikið inni varðandi dreifingu um landið. Ég trúi því að þau svæði verði eftirsóknarverðari með tímanum, en við þurfum að markaðssetja þau. Símar og samfélagsmiðlar breyttu „word of mouth“ þannig að í stað þess að einn vinur ferðamannsins heyri af frábæru ferðalagi til Íslands upplifa það svo miklu fleiri í beinni útsendingu,“ segir Þórdís og bætir við að það sé mikilvægt að elta ekki eftirspurn á öllum stöðum án þess að taka meðvitaða ákvörðun um hvaða staði við viljum byggja upp með innviðum. „Sumir staðir eru bara þannig og eiga að vera þannig áfram að þú byggir ekki upp. Hlutverk mitt er að skapa réttar aðstæður – passa að ríkið sé ekki fyrir. Kæfandi umsvif hins opinbera skila engu. Ferðaþjónustan er eitt besta dæmið um hverju einkaframtakið getur skilað. Ég hef mikla trú á ferðaþjónustunni. Þótt við þurfum að fara í ákveðnar aðgerðir til þess að takast á við næsta vetur, því það urðu vissulega sviptingar, þá bara förum við í það.“Ekki endilega afsláttur Hún á ekki endilega við um afslátt af lendingargjöldum eða annað sem hefur verið rætt í samhengi við fall WOW. „Aðallega markaðssetningu á landinu. En það má ekki gleymast að við höfum verið í samfelldu markaðsátaki síðan 2010. Stundum er eins og fólki tali um Inspired by Iceland í þátíð en það er enn þá í gangi. Það er búið að vera svo gott sem á fullum afköstum frá því fór að gjósa.“ Var þetta Inspired by Iceland myndband endilega besta markaðssetningin? Var það ekki einmitt gosið í Eyjafjallajökli sem setti okkur á kortið? Myndbandið hvatti til utanvegaaksturs og þess að fólk baðaði sig í sjóðheitum hverum. Þórdís hlær. „Við höfum auðvitað lært mikið og erum farin að markaðssetja landið miklu meira í samhengi við náttúruvernd og ábyrga ferðahegðun. Við erum á réttri leið. Heimagistingarvaktin er dæmi um það,“ segir Þórdís og á þar við átaksverkefni á vegum ráðuneytis hennar um ólöglega skammtímaleigu á borð við Airbnb. „Að ná tökum á nýjum veruleika. Það hefur skilað sér í því að ríkissjóður fær út úr þessu meira en það sem við lögðum í verkefnið. Og það réttir af samkeppnisstöðu fyrirtækja í greininni sem eru að borga skatta og skyldur. Svo hefur það þau afleiddu áhrif að fleiri íbúðir eru að fara á sölu og í langtímaleigu.“Edition er stórmál Þórdís hefur frá mörgu að segja þegar ferðaþjónustan er annars vegar. „Sjáðu bara hópinn sem er að byggja Edition-hótelið við Hörpu. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta er stórt. Það segir mikið um hvers konar áfangastaður við erum. Svona verkefni eru að setja ferðaþjónustu upp á næsta stig,“ segir Þórdís, en hönnuðurinn Ian Schrager er maðurinn á bak við Edition-hótelin. Schrager hefur verið kallaður „faðir boutique-hótelanna“ og „Steve Jobs hótelbransans“. Upphaflega öðlaðist hann frægð fyrir að hafa stofnað næturklúbbinn margrómaða Studio 54 í New York á áttunda áratug síðustu aldar.Þórdís Kolbrún segir mikilvægt fyrir forystu flokksins að fá nýtt fólk til fylgis við sig. Hún fór í pólitík til að hafa áhrif á flokkinn til framtíðar, ekki fortíðar. Fréttablaðið/ Anton BrinkEiga ferðamálin hug þinn allan? „Fyrst fór mestur tími í ferðamálin og við höfum komið miklu til leiðar. Ragnheiður Elín [Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra ferðamála] setti sumt af stað, sem við höfum með tímanum og aukinni þekkingu sett í fastari skorður. Ábyrgðin er skýrari. Málaflokkarnir sem ég ber ábyrgð á eru ótrúlega spennandi; nýsköpunarmálin sem eru grundvöllur frekari verðmætasköpunar og fara um allt. Orkumálin sem eru í mikilli gerjun.“Ekki hægt að beygja sig alltaf Talandi um orkumál, það hefur reynst þér og þínum flokki erfitt að innleiða þriðja orkupakkann. „Það er augljóst að það er deilt um orkupakkann. Ég hef lagt mig fram um að koma upplýsingum á framfæri. Ég hef átt hreinskiptin samtöl við alls konar Sjálfstæðisfólk og aðra um orkupakkann. Við höfum lagt í mikla vinnu, breytt málinu og brugðist við áhyggjum. Það að vera stjórnmálamaður snýst ekki um að hlusta á skoðanakannanir eða beygja sig fyrir þeim eða þegar einhver skrifar um mál með ákveðnum hætti heldur að hlusta á sína sannfæringu og klára mál, þó þau séu erfið. Ég fór ekki í pólitík af því að ég héldi að það væri auðvelt. Þriðji orkupakkinn er hluti af öðru, stærra samhengi. Hluti af því að standa vörð um EES.“ En landsfundarályktun flokksins sagði að flokkurinn hafnaði frekara framsali á orkuauðlindum. „Við erum með engu móti að framselja auðlindir í innleiðingu á orkupakkanum,“ segir Þórdís. „Ég myndi aldrei styðja mál sem fæli það í sér. Málið snýst um réttindi neytenda og upplýsingaskyldu orkufyrirtækja sem eru að mestu opinber. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sæstreng. Alveg óháð þriðja orkupakkanum væri hægt að leggja sæstreng. Það er jafn erfitt að gera það núna og áður. En vegna umræðunnar höfum við girt fyrir það að hægt sé að leggja sæstreng með ákvörðun eins ráðherra einhvern tíma í framtíðinni. Nú er það allt Alþingi sem þarf að samþykkja slíka framkvæmd og opnað hefur verið á þjóðaratkvæðagreiðslu um framkvæmdina ef einhvern tímann kæmi til þess að slík framkvæmd kæmist á dagskrá. Því hún er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.“ Þórdís Kolbrún segir það nauðsynlegt að regluverk EES þróist. „Við hefðum ekki viljað að regluverkið á fjarskiptamarkaði hefði staðið í stað – hann er núna miklu ódýrari, neytendur meðvitaðri um rétt sinn. Þetta er það sem þarf að gerast í orkumálum. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti ESB-aðild og þess þá heldur er EES-samningurinn mikilvægur. Við þurfum að vera með sterka hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd í því samstarfi. Það er það sem við erum að auka í okkar tíð í utanríkisráðuneytinu. Það er ekki þannig að við tökum allt beint af kúnni eins og það kemur frá Evrópusambandinu og innleiðum hér,“ útskýrir Þórdís.Sviptivindar Tölum aðeins um flokkinn. Það hefur margt gengið á. Sigríður Andersen víkur úr ráðherrastóli og þú tekur við. Hvernig hefur það verið? „Það kom upp staða sem þurfti að bregðast við og ég var tilbúin. Ég tek það verkefni alvarlega og hef gert mitt besta til að vanda til verka.“ En þetta hlýtur að taka á, með alla þessa málaflokka og svo mikil átök innanflokks? Hvernig sérðu fyrir endann á þessum átökum? Er ekki erfitt þegar svo virðist sem verið sé að rífast um grundvallarplagg eins og EES-samninginn? „Ég er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé einn okkar mikilvægasti fjölþjóðasamningur. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi okkur inn í það samstarf undir forsæti Davíðs Oddsonar. Það var heillaskref. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé mikilvægur. Flokkurinn byggir mjög á alþjóðasamstarfi. Það er svo alveg eðlilegt að ræða stöðu samningsins og stöðu okkar innan hans. Það er ekki bannað að ræða um EES, hvar á að stíga niður fæti og hvernig hann þróast,“ segir Þórdís.Tímarnir breytast Hún segir engan flokk búa við jafn öfluga og þétta grasrót og Sjálfstæðisflokkinn, en: „Það eru fleiri og fleiri kjósendur sem skuldbinda sig ekki ákveðnum flokki. Við þurfum að hafa kjark til þess að tala við alla kjósendur og ná eyrum almennings. Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á flokkinn til framtíðar, ekki til fortíðar. Það eru tugir þúsunda Íslendinga sem eru á kjörskrá í dag sem voru það ekki árið 2005. Við verðum að vera óhrædd við að fá nýtt fólk til fylgis við okkur. Þá þarf maður að tala skýrt,“ útskýrir Þórdís. „Flokkurinn okkar er 90 ára gamall og verður til úr Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Alla tíð hafa þessir tveir armar unnið saman. Það hefur verið farsælt í þessi 90 ár enda hvort tveggja gott. Ég er að hluta til íhaldssöm, þó að ég sé oft staðsett í „frjálslynda armi“ flokksins. Íhaldssemi er góð. Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum frá stofnun. Það er áskorun fyrir flokkinn að nú séu átta flokkar á þingi. Þegar Sjálfstæðisflokkur fór fyrst á þing voru þeir þrír. Pólitíkin hefur breyst undanfarin ár. Ég ætla ekkert að gerast spámaður um það hvernig þetta þróast en það er búið að umbylta upplýsingagjöf og hvernig fólk hefur samskipti og kemur skoðunum sínum á framfæri. Allir hafa rödd, fréttatímar hafa öðru hlutverki að gegna en áður, blöðin, samfélagsmiðlar, vefmiðlar. Það kann að vera að einhverjum þyki eftirsóknarvert að stofna nýjan flokk sem oft er einhvers konar einnar raddar flokkur og spreyta sig. Mér finnst skipta máli að Sjálfstæðisflokkurinn starfi áfram á sínum forsendum en ekki forsendum smáflokka. Það þýðir að það verða skoðanaskipti innan flokksins. Hörð skoðanaskipti hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum, það hefur verið styrkur hans,“ segir hún og lýsir því hvernig hún gekk til liðs við flokkinn.Þykir vænt um flokkinn „Ég fann mig í Sjálfstæðisflokknum út frá stefnunni og grundvallarsjónarmiðunum. Mér þykir vænt um flokkinn og um grasrótina, fólk sem leggur á sig til að vinna flokknum framgang og mæta á fundi og taka að sér trúnaðarstörf. Mér þykir vænt um stefnuna. Þetta snýst um jafnvægi milli íhaldssamra sjónarmiða og þeirra frjálslyndu og að mínu viti eiga sum svið að vera íhaldssöm og önnur ekki. Réttindi fólks, hvað fólk má heita, hvernig það skilgreinir sig eða hvaða fólk það elskar, í mínum huga á það að vera mjög frjálslynt. Hlutverk stjórnmálamanna er ekki að segja fólki hvert það er. Svo má tala til dæmis um réttarríkið, sem er í eðli sínu íhaldssamt kerfi og á að vera það. Þannig að skoðanaskipti í flokknum út frá einstaka málum eða um forystuna eru ósköp eðlileg. Finnurðu semsagt ekki fyrir neinu kynslóðabili innan flokksins? „Það eru svo mörg mál almennt þar sem er hægt að lesa afstöðumun eftir aldri, búsetu, stundum eftir kyni og svo framvegis. Það þýðir ekki að svarið sé að stofna enn einn flokkinn sem tekur utan um þann afstöðumun,“ segir hún og segir samfélagið breytast hratt. „Manneskjan er þannig gerð að hún er almennt ekki tilbúin í miklar breytingar á skömmum tíma. Ég á í góðu samtali við eldri Sjálfstæðismenn eins og yngri. Það að einstakir menn séu að skrifa greinar í blöð með ákveðnum hætti, hefur ekki meiri áhrif á mig en samtal við ungan Sjálfstæðismann. Þetta snýst um að hafa tilfinningu fyrir því hvernig hjartað slær í flokknum og í samfélaginu. Ég fer reglulega á fundi hjá SES, Sambandi eldri sjálfstæðismanna, þar mæta hátt í 100 manns í hverri viku. Þetta eru oft mjög dýnamískir fundir; fólk sem er algjörlega með puttann á púlsinum, miklar skoðanir og uppbyggilegt sjónarhorn á hlutina. Oft manns helsta stuðningsfólk.“Formenn senda pillur Hvað með Reykjavíkurbréfin? Ertu orðin þreytt á þessum pillum? „Það er auðvitað ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera með tvo öfluga fyrrverandi formenn sem tala í einstaka málum og reglulega gegn eða að minnsta kosti með ólíkum hætti um þau mál en forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Það er bara staðan. En ég veit fyrir hvað ég stend og ég vinn samkvæmt því. Það hefur verið gott veganesti hingað til. Á meðan ég hef umboð til þess að vinna áfram þá geri ég það á grunni þess sem ég trúi á. Með skýra sýn á þá málaflokka sem ég ber ábyrgð á, almennt í pólitík og sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkur sem ætlar að eiga 90 ára framtíð eins og 90 ára sögu, forysta þess flokks þarf líka að hafa hugrekki til þess að standa á sínu og bera það á borð hvert hún vill fara,“ segir Þórdís Kolbrún. „Auðvitað vil ég að fólki, sem er í raun sammála grundvallarstefnu flokksins, finnist það geta átt heima í flokknum. Ég vona að í framtíðinni muni fleiri sem hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn, í hvaða átt sem þeir fóru, finni sig aftur í flokknum.“ Hún segist hvergi af baki dottin, þrátt fyrir að gefi stundum á bátinn. „Ég hef gert mitt besta til að vinna vel þau verkefni sem ég hef fengið, vandað mig og verið auðmjúk gagnvart þessum verkefnum en samt fylgt minni sannfæringu og dómgreind. Ég hef reynt að raða í kringum mig góðu fólki sem vegur mig upp og oft er mér ósammála. Ég veit fyrir hvað ég stend og ég er óhrædd við það.” Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Viðtal Tengdar fréttir „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. 9. júlí 2019 15:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Ef þú spyrð mig þá sá ég það ekki fyrir að fara í pólitík. Ef þú hefðir hins vegar spurt æskuvinkonur mínar, var það samdóma álit þeirra að ég myndi hvergi annars staðar enda,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra dómsmála, ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Mikið hefur gengið á innan flokksins, þriðji orkupakkinn hefur reynst erfiður og tveir fyrrverandi formenn fara mikinn í gagnrýni sinni á forystuna; sérstaklega ritstjóri Morgunblaðsins. Þá tók Þórdís Kolbrún við dómsmálunum eftir að Sigríður Andersen vék úr embætti eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að pottur hefði verið brotinn við skipan fimmtán dómara við hinn nýstofnaða dómstól, Landsrétt. Þórdís tók við ráðuneytinu. „Þetta er tímabundin ráðstöfun. Við stefnum á að vera komin með nýjan ráðherra með haustinu,“ segir Þórdís, sem vill ekkert gefa upp um eftirmann sinn. Hún var 19 ára gömul þegar hún hóf þátttöku í stjórnmálum og hefur gegnt embætti formanns Þórs, Félags ungra Sjálfstæðismanna á Akranesi, verið í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna, framkvæmdastjóri þingflokksins, aðstoðarmaður Ólafar Nordal heitinnar í innanríkisráðuneytinu, síðar þingmaður og loks ráðherra. Hún var samt ekki alin upp í Sjálfstæðisflokknum en segist hafa verið alin upp til að vera sjálfstæð. „Nei, málefnin voru alveg tekin heima og rædd, en það var ekki á flokkspólitískum nótum.” Hún þróaði náið samband með Ólöfu og segir hana hafa kennt sér margt. „Þetta geta orðið merkileg sambönd, ráðherra og aðstoðarmanna. Ráðherrar alla jafna leggja töluvert traust á þá sem vinna fyrir þá, að minnsta kosti gerði Ólöf það og ég geri það sjálf. Við Ólöf náðum vel saman og ég kannski gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en seinna, að það var ekki bara ég sem hafði hlutverk gagnvart henni, heldur var hún að sinna ákveðnu hlutverki gagnvart mér. Fyrir það er ég þakklát og finn hvað ég bý alltaf að því að hafa unnið fyrir hana.”WOW hrun? Ferðamannabransinn hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár. Þórdís hefur leitt málaflokkinn síðan í byrjun árs 2017. Síðan hafa miklar breytingar orðið á landslaginu, aðallega með falli WOW air. Íslenskt efnahagslíf hefur að mörgu leyti verið talað niður eftir fall flugfélagsins og áhrif þess á ferðamannabransann. Hvað heldur þú með framtíð ferðamennsku á Íslandi? „Ég hef mikla trú á henni. Það hefur margt gott gerst í greininni. Við höfum undanfarin ár verið að byggja ofan á greinina og undirstöður. Ég hef frá því að ég kom í ráðuneytið verið mjög skýr með þá sýn mína að fjöldi ferðamanna er ekki það sem skiptir öllu máli. Þessi vöxtur sem hefur verið var ósjálfbær. Það er ekki hægt að byggja upp atvinnugrein eins og þessa með 25 prósent vöxt ár eftir ár. Það að WOW hafi horfið af markaði er högg fyrir greinina og afleidda starfsemi sömuleiðis, atvinnuleysi og högg fyrir ríkissjóð. Það eru og verða afleiðingar af þessari breytingu, en í viðbrögðum við þeirri stöðu þá skiptir máli að missa ekki sjónar á þeirri langtímasýn sem ég tel ferðaþjónustuna þurfa. Sú sýn grundvallast á virði framar fjölda ferðamanna, ávinningi heimamanna um allt land, skýrum leikreglum og fyrirsjáanleika, gæðum og fagmennsku og loks þessu jafnvægi á milli verndar og hagnýtingar. Þetta er grunnurinn í leiðarljósum ferðaþjónustunnar sem unninn var með fulltrúum greinarinnar og sveitarstjórnarstigsins.“Anda í kviðinn Sumir sérfræðingar hafa sagt að fall WOW muni ekki hafa teljandi áhrif. WOW kom með fólkið á tíma þegar landið þurfti á öllum ferðamönnunum að halda og gerði vel í því. Nú er búið að byggja upp innviðina, reynslan og þekkingin er til staðar og við erum að fá betur borgandi ferðamenn, þótt þeir séu færri. Hvað finnst þér um það? „Þetta er alltaf spurning um hvort glasið er hálftómt eða hálffullt. Það eru tækifæri í þessari stöðu eins og alltaf þegar staðan verður erfið. Við þurfum að nýta þau. Við sjáum að ferðamenn eru að dvelja lengur, meðaleyðsla þeirra er að aukast og við erum þannig ferðamannaland að við stefnum ekki á fjöldann með sama hætti og aðrir kunna að gera. Við eigum að byggja ferðaþjónustuna þannig upp að verð og gæði haldist í hendur. Við erum 350 þúsund og erum með sjö ferðamenn á hvern íbúa. Það er ein jafna sem þarf að horfa til. Staðan er sú að með aðgerðum stjórnvalda, en fyrst og fremst með einkaframtakinu, erum við að koma okkur í góða stöðu. Það eru að byggjast upp framúrskarandi fyrirtæki, afþreying og þjónusta. Það eru flott hótel að byggjast upp. Það er mín staðfasta trú að ef við höldum rétt á spöðunum, sköpum réttar aðstæður, þá kemur rest. Við eigum að anda aðeins ofan í kviðinn og hugsa, hvað viljum við?“ spyr Þórdís. „Ég setti til að mynda af stað verkefni sem heitir Jafnvægisásinn sem gengur út á að finna hver þolmörk okkar eru út frá efnahagslegum, umhverfislegum og samfélagslegum þáttum. Ég vildi búa til eitthvað sambærilegt fiskveiðistjórnunarkerfinu nema fyrir ferðaþjónustu – þó svo að ferðaþjónusta sé eðlisólík. Þetta eru manneskjur sem eru að heimsækja landið og það snertir á öllum helstu innviðum og fólkinu sem hér býr. En ég held að við eigum heilmikið inni, ekki síst úti á landi. Fall WOW var högg, en engin endalok heldur,“ útskýrir Þórdís.Sjálfsprottin byggðaaðgerð „Við eigum að vera óhrædd við að vera selektív á ferðamenn og markaði,“ segir hún. „Það þarf að stýra aðgengi að ferðamannastöðum, þannig dreifist ferðaþjónusta um landið og árstíðir. Það er stórmerkilegt að fara um landið og sjá það berum augum hverju ferðaþjónustan hefur skilað. Blómlegri byggðir úti um allt land, meiri þjónusta, menning, veitingastaðir, afþreying. Þetta er sjálfsprottin byggðaaðgerð. Það skiptir máli að vel takist til. Okkur hefur tekist að dreifa ferðamönnum yfir árið, en eigum mikið inni varðandi dreifingu um landið. Ég trúi því að þau svæði verði eftirsóknarverðari með tímanum, en við þurfum að markaðssetja þau. Símar og samfélagsmiðlar breyttu „word of mouth“ þannig að í stað þess að einn vinur ferðamannsins heyri af frábæru ferðalagi til Íslands upplifa það svo miklu fleiri í beinni útsendingu,“ segir Þórdís og bætir við að það sé mikilvægt að elta ekki eftirspurn á öllum stöðum án þess að taka meðvitaða ákvörðun um hvaða staði við viljum byggja upp með innviðum. „Sumir staðir eru bara þannig og eiga að vera þannig áfram að þú byggir ekki upp. Hlutverk mitt er að skapa réttar aðstæður – passa að ríkið sé ekki fyrir. Kæfandi umsvif hins opinbera skila engu. Ferðaþjónustan er eitt besta dæmið um hverju einkaframtakið getur skilað. Ég hef mikla trú á ferðaþjónustunni. Þótt við þurfum að fara í ákveðnar aðgerðir til þess að takast á við næsta vetur, því það urðu vissulega sviptingar, þá bara förum við í það.“Ekki endilega afsláttur Hún á ekki endilega við um afslátt af lendingargjöldum eða annað sem hefur verið rætt í samhengi við fall WOW. „Aðallega markaðssetningu á landinu. En það má ekki gleymast að við höfum verið í samfelldu markaðsátaki síðan 2010. Stundum er eins og fólki tali um Inspired by Iceland í þátíð en það er enn þá í gangi. Það er búið að vera svo gott sem á fullum afköstum frá því fór að gjósa.“ Var þetta Inspired by Iceland myndband endilega besta markaðssetningin? Var það ekki einmitt gosið í Eyjafjallajökli sem setti okkur á kortið? Myndbandið hvatti til utanvegaaksturs og þess að fólk baðaði sig í sjóðheitum hverum. Þórdís hlær. „Við höfum auðvitað lært mikið og erum farin að markaðssetja landið miklu meira í samhengi við náttúruvernd og ábyrga ferðahegðun. Við erum á réttri leið. Heimagistingarvaktin er dæmi um það,“ segir Þórdís og á þar við átaksverkefni á vegum ráðuneytis hennar um ólöglega skammtímaleigu á borð við Airbnb. „Að ná tökum á nýjum veruleika. Það hefur skilað sér í því að ríkissjóður fær út úr þessu meira en það sem við lögðum í verkefnið. Og það réttir af samkeppnisstöðu fyrirtækja í greininni sem eru að borga skatta og skyldur. Svo hefur það þau afleiddu áhrif að fleiri íbúðir eru að fara á sölu og í langtímaleigu.“Edition er stórmál Þórdís hefur frá mörgu að segja þegar ferðaþjónustan er annars vegar. „Sjáðu bara hópinn sem er að byggja Edition-hótelið við Hörpu. Ég er ekki viss um að allir átti sig á því hvað þetta er stórt. Það segir mikið um hvers konar áfangastaður við erum. Svona verkefni eru að setja ferðaþjónustu upp á næsta stig,“ segir Þórdís, en hönnuðurinn Ian Schrager er maðurinn á bak við Edition-hótelin. Schrager hefur verið kallaður „faðir boutique-hótelanna“ og „Steve Jobs hótelbransans“. Upphaflega öðlaðist hann frægð fyrir að hafa stofnað næturklúbbinn margrómaða Studio 54 í New York á áttunda áratug síðustu aldar.Þórdís Kolbrún segir mikilvægt fyrir forystu flokksins að fá nýtt fólk til fylgis við sig. Hún fór í pólitík til að hafa áhrif á flokkinn til framtíðar, ekki fortíðar. Fréttablaðið/ Anton BrinkEiga ferðamálin hug þinn allan? „Fyrst fór mestur tími í ferðamálin og við höfum komið miklu til leiðar. Ragnheiður Elín [Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra ferðamála] setti sumt af stað, sem við höfum með tímanum og aukinni þekkingu sett í fastari skorður. Ábyrgðin er skýrari. Málaflokkarnir sem ég ber ábyrgð á eru ótrúlega spennandi; nýsköpunarmálin sem eru grundvöllur frekari verðmætasköpunar og fara um allt. Orkumálin sem eru í mikilli gerjun.“Ekki hægt að beygja sig alltaf Talandi um orkumál, það hefur reynst þér og þínum flokki erfitt að innleiða þriðja orkupakkann. „Það er augljóst að það er deilt um orkupakkann. Ég hef lagt mig fram um að koma upplýsingum á framfæri. Ég hef átt hreinskiptin samtöl við alls konar Sjálfstæðisfólk og aðra um orkupakkann. Við höfum lagt í mikla vinnu, breytt málinu og brugðist við áhyggjum. Það að vera stjórnmálamaður snýst ekki um að hlusta á skoðanakannanir eða beygja sig fyrir þeim eða þegar einhver skrifar um mál með ákveðnum hætti heldur að hlusta á sína sannfæringu og klára mál, þó þau séu erfið. Ég fór ekki í pólitík af því að ég héldi að það væri auðvelt. Þriðji orkupakkinn er hluti af öðru, stærra samhengi. Hluti af því að standa vörð um EES.“ En landsfundarályktun flokksins sagði að flokkurinn hafnaði frekara framsali á orkuauðlindum. „Við erum með engu móti að framselja auðlindir í innleiðingu á orkupakkanum,“ segir Þórdís. „Ég myndi aldrei styðja mál sem fæli það í sér. Málið snýst um réttindi neytenda og upplýsingaskyldu orkufyrirtækja sem eru að mestu opinber. Umræðan hefur að miklu leyti snúist um sæstreng. Alveg óháð þriðja orkupakkanum væri hægt að leggja sæstreng. Það er jafn erfitt að gera það núna og áður. En vegna umræðunnar höfum við girt fyrir það að hægt sé að leggja sæstreng með ákvörðun eins ráðherra einhvern tíma í framtíðinni. Nú er það allt Alþingi sem þarf að samþykkja slíka framkvæmd og opnað hefur verið á þjóðaratkvæðagreiðslu um framkvæmdina ef einhvern tímann kæmi til þess að slík framkvæmd kæmist á dagskrá. Því hún er ekki á dagskrá þessarar ríkisstjórnar.“ Þórdís Kolbrún segir það nauðsynlegt að regluverk EES þróist. „Við hefðum ekki viljað að regluverkið á fjarskiptamarkaði hefði staðið í stað – hann er núna miklu ódýrari, neytendur meðvitaðri um rétt sinn. Þetta er það sem þarf að gerast í orkumálum. Sjálfstæðisflokkurinn er á móti ESB-aðild og þess þá heldur er EES-samningurinn mikilvægur. Við þurfum að vera með sterka hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd í því samstarfi. Það er það sem við erum að auka í okkar tíð í utanríkisráðuneytinu. Það er ekki þannig að við tökum allt beint af kúnni eins og það kemur frá Evrópusambandinu og innleiðum hér,“ útskýrir Þórdís.Sviptivindar Tölum aðeins um flokkinn. Það hefur margt gengið á. Sigríður Andersen víkur úr ráðherrastóli og þú tekur við. Hvernig hefur það verið? „Það kom upp staða sem þurfti að bregðast við og ég var tilbúin. Ég tek það verkefni alvarlega og hef gert mitt besta til að vanda til verka.“ En þetta hlýtur að taka á, með alla þessa málaflokka og svo mikil átök innanflokks? Hvernig sérðu fyrir endann á þessum átökum? Er ekki erfitt þegar svo virðist sem verið sé að rífast um grundvallarplagg eins og EES-samninginn? „Ég er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé einn okkar mikilvægasti fjölþjóðasamningur. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem leiddi okkur inn í það samstarf undir forsæti Davíðs Oddsonar. Það var heillaskref. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þeirrar skoðunar að EES-samningurinn sé mikilvægur. Flokkurinn byggir mjög á alþjóðasamstarfi. Það er svo alveg eðlilegt að ræða stöðu samningsins og stöðu okkar innan hans. Það er ekki bannað að ræða um EES, hvar á að stíga niður fæti og hvernig hann þróast,“ segir Þórdís.Tímarnir breytast Hún segir engan flokk búa við jafn öfluga og þétta grasrót og Sjálfstæðisflokkinn, en: „Það eru fleiri og fleiri kjósendur sem skuldbinda sig ekki ákveðnum flokki. Við þurfum að hafa kjark til þess að tala við alla kjósendur og ná eyrum almennings. Ég fór í pólitík til að hafa áhrif á flokkinn til framtíðar, ekki til fortíðar. Það eru tugir þúsunda Íslendinga sem eru á kjörskrá í dag sem voru það ekki árið 2005. Við verðum að vera óhrædd við að fá nýtt fólk til fylgis við okkur. Þá þarf maður að tala skýrt,“ útskýrir Þórdís. „Flokkurinn okkar er 90 ára gamall og verður til úr Íhaldsflokknum og Frjálslynda flokknum. Alla tíð hafa þessir tveir armar unnið saman. Það hefur verið farsælt í þessi 90 ár enda hvort tveggja gott. Ég er að hluta til íhaldssöm, þó að ég sé oft staðsett í „frjálslynda armi“ flokksins. Íhaldssemi er góð. Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og hefur verið kjölfestan í íslenskum stjórnmálum frá stofnun. Það er áskorun fyrir flokkinn að nú séu átta flokkar á þingi. Þegar Sjálfstæðisflokkur fór fyrst á þing voru þeir þrír. Pólitíkin hefur breyst undanfarin ár. Ég ætla ekkert að gerast spámaður um það hvernig þetta þróast en það er búið að umbylta upplýsingagjöf og hvernig fólk hefur samskipti og kemur skoðunum sínum á framfæri. Allir hafa rödd, fréttatímar hafa öðru hlutverki að gegna en áður, blöðin, samfélagsmiðlar, vefmiðlar. Það kann að vera að einhverjum þyki eftirsóknarvert að stofna nýjan flokk sem oft er einhvers konar einnar raddar flokkur og spreyta sig. Mér finnst skipta máli að Sjálfstæðisflokkurinn starfi áfram á sínum forsendum en ekki forsendum smáflokka. Það þýðir að það verða skoðanaskipti innan flokksins. Hörð skoðanaskipti hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum, það hefur verið styrkur hans,“ segir hún og lýsir því hvernig hún gekk til liðs við flokkinn.Þykir vænt um flokkinn „Ég fann mig í Sjálfstæðisflokknum út frá stefnunni og grundvallarsjónarmiðunum. Mér þykir vænt um flokkinn og um grasrótina, fólk sem leggur á sig til að vinna flokknum framgang og mæta á fundi og taka að sér trúnaðarstörf. Mér þykir vænt um stefnuna. Þetta snýst um jafnvægi milli íhaldssamra sjónarmiða og þeirra frjálslyndu og að mínu viti eiga sum svið að vera íhaldssöm og önnur ekki. Réttindi fólks, hvað fólk má heita, hvernig það skilgreinir sig eða hvaða fólk það elskar, í mínum huga á það að vera mjög frjálslynt. Hlutverk stjórnmálamanna er ekki að segja fólki hvert það er. Svo má tala til dæmis um réttarríkið, sem er í eðli sínu íhaldssamt kerfi og á að vera það. Þannig að skoðanaskipti í flokknum út frá einstaka málum eða um forystuna eru ósköp eðlileg. Finnurðu semsagt ekki fyrir neinu kynslóðabili innan flokksins? „Það eru svo mörg mál almennt þar sem er hægt að lesa afstöðumun eftir aldri, búsetu, stundum eftir kyni og svo framvegis. Það þýðir ekki að svarið sé að stofna enn einn flokkinn sem tekur utan um þann afstöðumun,“ segir hún og segir samfélagið breytast hratt. „Manneskjan er þannig gerð að hún er almennt ekki tilbúin í miklar breytingar á skömmum tíma. Ég á í góðu samtali við eldri Sjálfstæðismenn eins og yngri. Það að einstakir menn séu að skrifa greinar í blöð með ákveðnum hætti, hefur ekki meiri áhrif á mig en samtal við ungan Sjálfstæðismann. Þetta snýst um að hafa tilfinningu fyrir því hvernig hjartað slær í flokknum og í samfélaginu. Ég fer reglulega á fundi hjá SES, Sambandi eldri sjálfstæðismanna, þar mæta hátt í 100 manns í hverri viku. Þetta eru oft mjög dýnamískir fundir; fólk sem er algjörlega með puttann á púlsinum, miklar skoðanir og uppbyggilegt sjónarhorn á hlutina. Oft manns helsta stuðningsfólk.“Formenn senda pillur Hvað með Reykjavíkurbréfin? Ertu orðin þreytt á þessum pillum? „Það er auðvitað ný staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn að vera með tvo öfluga fyrrverandi formenn sem tala í einstaka málum og reglulega gegn eða að minnsta kosti með ólíkum hætti um þau mál en forysta og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins. Það er bara staðan. En ég veit fyrir hvað ég stend og ég vinn samkvæmt því. Það hefur verið gott veganesti hingað til. Á meðan ég hef umboð til þess að vinna áfram þá geri ég það á grunni þess sem ég trúi á. Með skýra sýn á þá málaflokka sem ég ber ábyrgð á, almennt í pólitík og sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Flokkur sem ætlar að eiga 90 ára framtíð eins og 90 ára sögu, forysta þess flokks þarf líka að hafa hugrekki til þess að standa á sínu og bera það á borð hvert hún vill fara,“ segir Þórdís Kolbrún. „Auðvitað vil ég að fólki, sem er í raun sammála grundvallarstefnu flokksins, finnist það geta átt heima í flokknum. Ég vona að í framtíðinni muni fleiri sem hafa yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn, í hvaða átt sem þeir fóru, finni sig aftur í flokknum.“ Hún segist hvergi af baki dottin, þrátt fyrir að gefi stundum á bátinn. „Ég hef gert mitt besta til að vinna vel þau verkefni sem ég hef fengið, vandað mig og verið auðmjúk gagnvart þessum verkefnum en samt fylgt minni sannfæringu og dómgreind. Ég hef reynt að raða í kringum mig góðu fólki sem vegur mig upp og oft er mér ósammála. Ég veit fyrir hvað ég stend og ég er óhrædd við það.”
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sjálfstæðisflokkurinn Viðtal Tengdar fréttir „Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43 Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30 Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. 9. júlí 2019 15:00 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
„Átök hafa alltaf verið hluti af Sjálfstæðisflokknum“ Töluvert hefur borið á átökunum milli meðlima Sjálfstæðisflokksins um hin ýmsu málefni á undanförnum vikum og mánuðum. 7. júlí 2019 13:43
Ögurstund í sögu Sjálfstæðisflokksins að renna upp Sumarið notað til að þétta raðirnar og/eða ala á æsingi. 12. júlí 2019 14:30
Aukið fé til Útlendingastofnunar eftir breytingar á reglugerð Útlendingastofnun fær 100 milljónir króna á þessu ári og 100 milljónir króna á því næsta svo hægt sé að forgangsraða umsóknum um alþjóðlega vernd þar sem börn eiga í hlut. 9. júlí 2019 15:00