Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. júlí 2019 12:15 Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar. Visir/VÖLUNDUR JÓNSSON Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. Framsýn lítur á ákvörðunina sem refsingu og boðar verkföll.Ályktun Framsýnar, sem birt var á vef stéttarfélagsins í dag, er tilkomin vegna stöðunnar í kjaraviðræðum Starfsgreinasambandsins, sem Framsýn á aðild að, og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Starfsmenn sveitarfélaganna, sem eru innan Starfsgreinasambandsins, munu ekki fá sambærilega 105 þúsund króna eingreiðslu í ágúst og starfsmenn annarra stéttarfélaga sem eru með lausa samninga. Aðalsteinn Árni Baldursson formaður Framsýnar furðar sig á þessari ákvörðun samninganefndar sveitarfélaganna. „Ástæðan er sú að Starfsgreinasambandið hefur vísað deilunni eins og lög gera ráð fyrir þegar ekki nást samningar til ríkissáttasemjara og það á að hegna mönnum fyrir það, sem er með ólíkindum.“ Aðalsteinn segir félagsmenn mjög reiða vegna þessa. Þeir séu jafnframt reiðubúnir að fara í hart ef ekki verði komið til móts við þá. „Það er alveg ljóst að ef samninganefndin hjá sveitarfélögunum bakkar ekki og greiðir ekki öllum starfsmönnum þessa eingreiðslu núna í byrjun ágúst, og ekki síst til okkar fólks sem er á lægstu töxtunum hjá sveitarfélögunum, þá mun ég leggja til, og ég veit að það er vilji innan verkalýðsfélaganna innan SGS, að boða til verkfallsaðgerða í haust og lama þar með leikskólana í landinu og grunnskólana,“ segir Aðalsteinn. „Það er ekkert annað sem kemur til greina ef menn haga sér með þessum hætti eins og sveitarfélögin eru að gera með þessu útspili sínu.“ Aðalsteinn segist ekki finna fyrir sáttavilja af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nú sé fátt annað að gera en að bíða eftir viðbrögðum „Ég lít á að þau séu kjarklaus ef þau grípa ekki til þess jafnræðis að greiða öllum þessar hækkanir, ekki bara sumum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15 SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44 SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19 Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs Innlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Fleiri fréttir Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Sjá meira
Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi. 26. apríl 2019 11:15
SGS segir miður að Framsýn beri sambandið þungum sökum Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem SGS sendi frá sér í dag vegna málsins. 20. mars 2019 13:44
SGS og Efling vísa kjaradeilu við sveitarfélögin til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Björn Snæbjörnsson formaður SGS segja að ekki komi til greina að halda áfram viðræðum við sveitarfélögin fyrr en fulltrúar þeirra hafi samþykkt að jafna lífeyrisréttindi starfsfólks. 28. maí 2019 10:19