Vegagerðarmennirnir telja sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. júlí 2019 11:45 Hér má sjá vinnuflokkinn fara úr hlaði við Lækjarkot á mánudag. Lögreglan hefur yfirheyrt þann sem kveðst vera í forsvari fyrir fyrirtækið. mynd/te Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Lögreglan á Vesturlandi hefur rætt við breskan mann sem kveðst vera í fyrirsvari fyrir breskt fyrirtæki sem lagði olíumöl á heimreið að bænum Lækjarkoti í grennd við Borgarnes fyrr í vikunni. Þetta segir Jón Haukur Hauksson, staðgengill lögreglustjórans á Vesturlandi, í samtali við Vísi. Að verki loknu ætluðu mennirnir að rukka ábúendur að Lækjarkoti um þrjár milljónir króna fyrir verkið. Fram hefur komið í fréttum að Vegagerðin ber ábyrgð á veginum og hefur hún kært málið til lögreglu en verkið var illa unnið af hálfu mannanna. Svipaður flokkur eða flokkar manna sem bjóða malbikun hafa verið á ferð á Suðurlandi og á Norðurlandi eystra. Þá hafa menn verið á ferð í Langholtshverfi í Reykjavík í morgun að bjóða íbúum þar malbikun samkvæmt færslu í Facebook-hópi íbúa. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu minnir fólk á að vera gagnrýnið á allskyns gylliboð sem kunna að bjóðast.Ekki borist fleiri kærur vegna mannanna Jón Haukur segir lögregluna ekki vera með nákvæma tölu um hversu margir mennirnir eru sem starfa hjá fyrirtækinu. Hann segir að þeir telji sig vera að stunda viðskipti hér eins og hver annar. „Þetta er náttúrulega breskt fyrirtæki og þeir telja sig vera hér í viðskiptalegum erindum og telja sig vera að stunda viðskipti eins og borgurum á EES-svæðinu stendur til boða. Já, þannig að ég held að það sé hægt að svara því að þeir telji sig vera að stunda viðskipti eins og hver annar,“ segir Jón Haukur. Lögreglan hafi ekki handtekið neinn vegna málsins. „Nei, það hefur verið tekin skýrsla af þeim sem kynnir sig sem fyrirsvarsmann fyrirtækisins en ekkert meira og ekkert eðlilegt að við gefum meira upp um það, það er ekki eðlilegt að við tjáum okkur meira um það í raun og veru.“ Þá hefur lögreglan á Vesturlandi ekki fengið fleiri kærur vegna mannanna og þá kveðst Jón Haukur ekki hafa upplýsingar um það hvort mennirnir hafi náð að hafa fé af einhverjum.Hvetur fólk til að sýna varúð Aðspurður hvort lögreglan hafi einhverjar upplýsingar um að fyrirtækið sem mennirnir segjast vinna hjá starfræki svipaða þjónustu í Bretlandi segir Jón Haukur að lögreglan hafi ekki slíkar upplýsingar. „Við erum ekki með neinn aðgang að fyrirtækjaskrá í Bretlandi til þess að rekja slíkar upplýsingar,“ segir hann en að því er fram kemur á vef RÚV heitir fyrirtækið Tarmacadams ltd., og er skráð í Darlington í Bretlandi. En hefur þetta fyrirtæki komið hingað áður? „Ég hef engar upplýsingar um það. Það er frjáls för fólks á milli landa og við búum í því umhverfi og verðum að sætta okkur við það en menn þurfa að fara eftir reglum í hverju landi fyrir sig.“Eru þið að vara fólk við að eiga viðskipti við þessa menn? Teljið þið að viðskiptahættir þeirra séu andstæðir reglum hér á landi, allavega eins og þeim hefur verið lýst? „Ég vil ekki taka þannig til orða. Við hvetjum fólk til að sýna varúð og ef tilboð hljóma of góð til að vera sönn þá getur verið að það sé staðan. Fólk þarf að fara varlega. Vegagerð á Íslandi er öðrum skilyrðum háð heldur en víðast hvar annars staðar vegna veðurfars. Það þarf að undirbúa vegaframkvæmdir betur en víðast hvar annars staðar og fólk þarf þá að vita hvernig á að framkvæma verk ef fólk semur um að verk eigi að vinna,“ segir Jón Haukur.Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn[hja]visir.is eða í gegnum Facebook-síðu Vísis. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Tengdar fréttir Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37 Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Fleiri fréttir Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun Sjá meira
Vara við enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun Lögreglan á Norðurlandi eystra beinir því til fólks í nýrri Facebook-færslu að hafa varann á fái það tilboð frá enskumælandi mönnum sem segjast vera verktakar við malbikun. 10. júlí 2019 13:37