Borðaði bara banana í mánuð Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 11. júlí 2019 09:00 Tómas hefur að eigin sögn verið að gretta sig á myndum frá því hann var fimm ára gamall. Fréttablaðið/Valli Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í verkunum á þessari sýningu er ég svolítið að vinna með samspil innri og ytri heima. Ég er mjög heltekinn af því að teikna persónur í listinni minni. Svo reyni ég líka að koma að striganum án fyrirfram mótaðra hugmynda um hvað ég ætla að gera,“ segir listamaðurinn Tómas Freyr Þorgeirsson, sem er með myndlistarsýningu sem stendur nú yfir í Galleríi Porti. Hann segir mikla sjálfsskoðun vera fólgna í ferlinu á bak við gerð verkanna, bæði út og inn á við. „Fígúrurnar á myndunum enda því oft sem ákveðið form af sjálfsmynd og striginn verður að nokkurs konar spegilmynd þess sem er að gerast í hausnum á mér hverju sinni.“ Þó segir Tómas þessa aðferð ekki vera mikið útpælda, heldur fyrst og fremst fólgna í forvitninni að sjá útkomuna og að nota listina sem verkfæri til sjálfsskoðunar. „Ég stundaði mikið hugleiðslu þegar ég vann í gerð þessara verka sem eru á sýningunni og hugsaði mikið um heilsuna, líkamlega sem og andlega. Ég prufaði mig áfram með ýmislegt mataræði. Eitt sinn borðaði ég til dæmis bara banana í heilan mánuð, “ segir Tómas.Tómas segir fígúrunar á myndunum enda oft sem ákveðið form af sjálfsmynd.Fréttablaðið/ValliHann hefur líka gaman af að skoða hvernig innri persóna fólks birtist á ljósmyndum, því heldur hann sig fyrst og fremst við vægast sagt gleðilegt fas þegar teknar eru af honum ljósmyndir. „Mér finnst það einhvern veginn áhugavert hvernig fólk breytir alveg um svip. Flestir eru með fyrir fram ákveðinn svip eða bros sem birtist alltaf um leið og upp er tekin myndavél.“ Tómasi finnst áhugavert hve margir eru meðvitaðir um hvor hliðin á andlitinu myndist betur og hvaða líkamsstelling komi best út á filmu. ,,Ég hef ekki stúderað þetta nógu vel á sjálfum mér, að þekkja kosti míns eigin andlits á mynd. Þannig að ég held mig bara við þennan svip og stefni á að gera það í ókominni framtíð,“ segir Tómas að lokum um meðfylgjandi mynd af honum. Sýning Tómasar er opin yfir helgina og er í Galleríi Porti við Laugaveg 23b.Í verkunum vann Tómas með samspil ytri og innri heima.Fréttablaðið/Valli
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira