Skúli ekki hluti af „We are back“ air Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifa 10. júlí 2019 13:59 Skúli Mogensen hefur að sögn Sveins ekki aðkomu að nýja flugfélaginu. Vísir/Vilhelm Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja félagsins we WAB air en WAB er skammstöfun fyrir We Are Back. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir það liggja ljóst fyrir að þetta muni hjálpa ferðaþjónustunni verði þetta að veruleika. Haustið verði þungt fyrir mörg fyrirtæki og nauðsynlegt sé að auka sætaframboð til landsins.Leita að fyrirgreiðslu til að geta tekið lán í Sviss Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem ber heitið Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut félagsins Neo. Neo er í eigu Arnars Más Magnúsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Serv ices og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.Frá þessu var greint í Markaðnum í dag. Þar segir einnig að fái hópurinn fyrirgreiðslu hjá íslenskum banka, muni hann í kjölfarið nýta lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá Svissneskum banka.Sveinn Ingi Steinþórsson, fyrrverandi forstöðumaður hagdeildar WOW air.Sveinn Ingi segir í samtali við RÚV að nýja flugfélagið hafi vinnuheitið WAB air sem sé skammstöfun fyrir We Are Back, eða við höfum snúið aftur. Þá staðfestir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og stofnandi, að hann hafi enga aðkomu að stofnun nýs flugfélags. „Það er spurning hvernig lánastofnanir taka í að veita fjármagn í svona starfsemi eftir það sem á undan er gengið. Það er ekki víst að það gangi snuðrulaust fyrir sig. Fer eftir því hvernig grunnplanið er. Það er alveg ljóst ef það bætir í flugframboð með nýju íslensku flugfélagi verði það jákvæðar fréttir yfir ferðaþjónustuna í heild sinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Avianta Capital hefur skuldbundið sig ti lað leggja hinu nýja flugfélagi 5,1 milljarð og er stefnt að því að ráða 500 starfsmenn á næstu tólf mánuðum. „Í haust þá verða menn að treysta á að fá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki alveg á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum. Hvort sem það væri nýtt íslenskt flugfélag eða ákvarðanir annarra flugfélaga um að bæta í framboð, það myndi klárlega hjálpa ferðaþjónustu fyrirtækjum,“ segir Jóhannes Þór. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Hópur fjárfesta ásamt tveimur fyrrverandi stjórnendum WOW air vinna að því, í samfloti við írskan fjárfestingarsjóð, sem tengist lággjaldaflugfélaginu Ryanair, að stofna nýtt Íslenskt flugfélag. Vinnuheiti nýja félagsins we WAB air en WAB er skammstöfun fyrir We Are Back. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar segir það liggja ljóst fyrir að þetta muni hjálpa ferðaþjónustunni verði þetta að veruleika. Haustið verði þungt fyrir mörg fyrirtæki og nauðsynlegt sé að auka sætaframboð til landsins.Leita að fyrirgreiðslu til að geta tekið lán í Sviss Hópurinn hefur leitað til að minnsta kosti tveggja banka hér á landi og óskað eftir láni upp á 31 milljón evra, sem eru um fjórir milljarðar íslenskra króna. Írski sjóðurinn sem ber heitið Avianta Capital mun eignast 75 prósenta hlut í hinu nýja flugfélagi á móti 25 prósenta hlut félagsins Neo. Neo er í eigu Arnars Más Magnúsonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra flugrekstrarsviðs WOW air, Sveins Inga Steinþórssonar, sem stýrði hagdeild WOW air og sat í framkvæmdastjórn flugfélagsins, Boga Guðmundssonar, lögmanns hjá Atlantik Legal Serv ices og stjórnarformanns BusTravel, og Þórodds Ara Þóroddssonar sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.Frá þessu var greint í Markaðnum í dag. Þar segir einnig að fái hópurinn fyrirgreiðslu hjá íslenskum banka, muni hann í kjölfarið nýta lánsféð sem eigið fé til þess að slá lán hjá Svissneskum banka.Sveinn Ingi Steinþórsson, fyrrverandi forstöðumaður hagdeildar WOW air.Sveinn Ingi segir í samtali við RÚV að nýja flugfélagið hafi vinnuheitið WAB air sem sé skammstöfun fyrir We Are Back, eða við höfum snúið aftur. Þá staðfestir Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW air og stofnandi, að hann hafi enga aðkomu að stofnun nýs flugfélags. „Það er spurning hvernig lánastofnanir taka í að veita fjármagn í svona starfsemi eftir það sem á undan er gengið. Það er ekki víst að það gangi snuðrulaust fyrir sig. Fer eftir því hvernig grunnplanið er. Það er alveg ljóst ef það bætir í flugframboð með nýju íslensku flugfélagi verði það jákvæðar fréttir yfir ferðaþjónustuna í heild sinni,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF. Avianta Capital hefur skuldbundið sig ti lað leggja hinu nýja flugfélagi 5,1 milljarð og er stefnt að því að ráða 500 starfsmenn á næstu tólf mánuðum. „Í haust þá verða menn að treysta á að fá inn september og október sem góða mánuði. Það er ekki alveg á vísan að róa með það. Bókunarstaðan er ekki góð. Það hefur að hluta til að gera með framboð á sætum. Hvort sem það væri nýtt íslenskt flugfélag eða ákvarðanir annarra flugfélaga um að bæta í framboð, það myndi klárlega hjálpa ferðaþjónustu fyrirtækjum,“ segir Jóhannes Þór.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Play WOW Air Tengdar fréttir Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58 Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15 Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Forsvarsmenn WAB air ekkert keypt af þrotabúi WOW air Það er allavega ekki verið að kaupa neinn grunn hjá okkur, segir Sveinn Andri Sveinsson, annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi WOW air, um vinnu við stofnun nýs flugfélags WAB air. 10. júlí 2019 14:58
Vilja reisa nýtt félag á grunni WOW air Tveir fyrrverandi stjórnendur hjá WOW air vinna að því að stofna nýtt flugfélag á rústum hins gjaldþrota félags. Írskur fjárfestingarsjóður sem tengist Ryanair-fjölskyldunni tekur þátt í verkefninu. Óska eftir fjögurra milljarða króna láni frá íslenskum bönkum. 10. júlí 2019 06:15