Ís í Efstadal II það eina sem börnin níu eiga sameiginlegt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. júlí 2019 11:15 E.coli bakterían er rakin til Efstadals II í Bláskógabyggð. vísir/mhh Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. Að því er fram kemur á vef landlæknis í dag er áréttingin send út vegna þess að „fréttum og viðtölum við staðarhaldara á ferðaþjónustubænum Efstadal 2 í gær 9.7.2019 um smit og smitleiðir E. coli (STEC) á bænum mátti skilja, að rannsóknarniðurstöður hafi sýnt að börnin sem sýktust á bænum hafi smitast vegna umgangs við kálfa en ekki af neyslu matvæla á bænum.“ Alls hafa tíu börn greinst með e.coli sýkingar síðustu daga. Í tilkynningu á vef landlæknis segir að það eina sem níu af þessum börnum eigi sameiginlegt sé neysla á ís í Efstadal II en eitt barnanna smitaðist af systkini. Þá hafði helmingur barnanna ekki verið í tengslum við kálfa á staðnum en bakteríurannsóknir hafa sýnt að kálfar á staðnum báru sömu bakteríur og sýktu börnin. Þær bakteríur sem sýktu börnin fundust ekki í ís á staðnum en sá ís var ekki hinn sami og börnin höfðu borðað þar sem ný framleiðsla var komin í sölu. Fleiri bakteríurannsóknir standa síðan yfir, meðal annars á starfsfólki staðarins. „Af ofangreindu má því sjá að ekki er hægt að fullyrða að börnin hafi sýkst af umgengni við kálfa. Mögulegar smitleiðir á bænum eru margar en sterkustu faraldsfræðilegu tengslin eru við ís sem framleiddur var á staðnum. Aðgerðir og ráðstafanir sem gripið var til beinast einmitt að því að rjúfa þessar smitleiðir með því að stöðva framleiðslu á ís og samgangi við kálfa á staðnum, og skerpa á vinnureglum og hreinlæti. Nánari upplýsingar um aðgerðir og ráðstafanir í Efstadal 2 má fá hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Matvælastofnun. Sóttvarnalæknir hefur einnig sett sig í samband við Safetravel.is og Samtök ferðaþjónustunnar um að koma nauðsynlegum upplýsingum til ferðamanna sem heimsótt hafa Efstadal 2 og kunna að hafa smitast. Einnig hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) verið upplýst eins og alþjóðalög kveða á um,“ segir á vef landlæknis. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Sóttvarnalæknir og aðrir opinberir aðilar sem haft hafa til rannsóknar e.coli smit sem rekja má til ferðaþjónustubæjarins Efstadals II í Bláskógabyggð vilja árétta að ekki sé hægt að fullyrða að þau níu börn sem smituðust af e.coli á bænum hafi sýkst af umgengni við kálfa sem þar voru í stíu og hægt var að klappa. Að því er fram kemur á vef landlæknis í dag er áréttingin send út vegna þess að „fréttum og viðtölum við staðarhaldara á ferðaþjónustubænum Efstadal 2 í gær 9.7.2019 um smit og smitleiðir E. coli (STEC) á bænum mátti skilja, að rannsóknarniðurstöður hafi sýnt að börnin sem sýktust á bænum hafi smitast vegna umgangs við kálfa en ekki af neyslu matvæla á bænum.“ Alls hafa tíu börn greinst með e.coli sýkingar síðustu daga. Í tilkynningu á vef landlæknis segir að það eina sem níu af þessum börnum eigi sameiginlegt sé neysla á ís í Efstadal II en eitt barnanna smitaðist af systkini. Þá hafði helmingur barnanna ekki verið í tengslum við kálfa á staðnum en bakteríurannsóknir hafa sýnt að kálfar á staðnum báru sömu bakteríur og sýktu börnin. Þær bakteríur sem sýktu börnin fundust ekki í ís á staðnum en sá ís var ekki hinn sami og börnin höfðu borðað þar sem ný framleiðsla var komin í sölu. Fleiri bakteríurannsóknir standa síðan yfir, meðal annars á starfsfólki staðarins. „Af ofangreindu má því sjá að ekki er hægt að fullyrða að börnin hafi sýkst af umgengni við kálfa. Mögulegar smitleiðir á bænum eru margar en sterkustu faraldsfræðilegu tengslin eru við ís sem framleiddur var á staðnum. Aðgerðir og ráðstafanir sem gripið var til beinast einmitt að því að rjúfa þessar smitleiðir með því að stöðva framleiðslu á ís og samgangi við kálfa á staðnum, og skerpa á vinnureglum og hreinlæti. Nánari upplýsingar um aðgerðir og ráðstafanir í Efstadal 2 má fá hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands og Matvælastofnun. Sóttvarnalæknir hefur einnig sett sig í samband við Safetravel.is og Samtök ferðaþjónustunnar um að koma nauðsynlegum upplýsingum til ferðamanna sem heimsótt hafa Efstadal 2 og kunna að hafa smitast. Einnig hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC) verið upplýst eins og alþjóðalög kveða á um,“ segir á vef landlæknis.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00
Vill helst skríða undir sæng og fara að gráta Eigandi ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals tvö í Bláskógabyggð harmar e.coli-smit sem kom upp þar. 9. júlí 2019 18:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent