Umfjöllun og viðtöl: Valur - Maribor 0-3 | Einvíginu svo gott sem lokið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2019 22:45 Bjarni Ólafur fékk á sig vítaspyrnu undir lok leiks. vísir/bára Maribor er svo gott sem komið áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-3 sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn léku prýðilega í fyrri hálfleik og héldu gestunum frá Slóveníu að mestu í skefjum. En þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks kom Spiro Pericic Maribor yfir með skalla eftir aukaspyrnu Roks Kronaveter. Í seinni hálfleik sýndi Maribor svo styrk sinn og var með öll völd á vellinum. Ólafur Karl Finsen var reyndar hársbreidd frá því að jafna i upphafi seinni hálfleiks en boltinn fór ekki allur inn fyrir marklínuna eins og sást í endursýningu. Dino Hotic kom gestunum í 0-2 með glæsilegu marki eftir klukkutíma leik og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kronaveter svo þriðja mark Maribor úr vítaspyrnu sem dæmd var á Bjarna Ólaf Eiríksson. Lokatölur 0-3 og verkefni Valsmanna í seinni leiknum ytra nánast ómögulegt.Valsmenn voru nærri því búnir að skora. Svo tæpt var það.vísir/báraAf hverju vann Maribor? Tímabilið í Slóveníu er ekki enn hafið og gestirnir virkuðu frekar þungir í fyrri hálfleik og komust aldrei á neitt flug. Valsmenn spiluðu sterka vörn og fengu sennilega besta færið þegar Patrick Pedersen átti skot sem fór í varnarmann og yfir á 35. mínútu. En heimamenn gleymdu sér í varnarleiknum skömmu fyrir hálfleik og var refsað. Eftir hlé var svo aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Leikmenn Maribor settu í annan gír, héldu boltanum vel, sköpuðu sér góð færi og Valsmenn komust ekkert áleiðis. Maribor bætti tveimur mörkum við og þau hefðu getað orðið fleiri. Valur mætti einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld eins og lokatölurnar gefa til kynna.Ásta Sigríður Fjeldsted, nýskipaður ræðismaður Slóveníu á Íslandi, með leikmönnum Maribor í leikslok.Hverjir stóðu upp úr? Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel í seinni hálfleik og kom í veg fyrir að sigur Maribor yrði stærri. Andri Adolphsson var góður í fyrri hálfleik sem og Sebastian Hedlund. Þeir gáfu hins vegar eftir í þeim seinni eins og aðrir leikmenn Vals. Kronaveter var besti maður vallarins, skoraði eitt mark og lagði hin tvö upp. Hotic, sem skoraði annað markið, var einnig skeinuhættur.Hvað gekk illa? Fyrir utan skotið hjá Pedersen og dauðafærið hja Ólafi Karli ógnuðu Valsmenn lítið í leiknum. Sóknarleikurinn var bitlaus og í seinni hálfleik bilaði varnarleikurinn einnig. Íslandsmeistararnir voru númeri of litlir fyrir sterkt lið Maribor í kvöld.Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Maribor eftir viku. Valur á engan leik í millitíðinni á meðan Maribor mætir Triglav í 1. umferð slóvensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Ólafur Karl í kröppum dansi í kvöld.vísir/báraÓlafur: Eitt sterkasta lið sem ég hef mætt „Þetta er hundfúlt en það var samt margt jákvætt í okkar leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Maribor í kvöld. Valsmenn héldu sjó og gott betur í fyrri hálfleik en á 42. mínútu komst Maribor yfir með marki eftir fast leikatriði. „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi hjá okkur. Þeir sköpuðu sér engin færi. Reyndar gerðum við það ekki heldur fyrir utan skotið hjá Patrick [Pedersen]. Við vorum með fína stjórn á leiknum en fengum á okkur mark úr aukaspyrnu. Annað markið var feykilega gott og erfitt að koma í veg fyrir það. Og eftir það var þetta erfitt,“ sagði Ólafur. „Það er alltaf svekkjandi að fá svona mark á sig, eftir aukaspyrnu. Annað markið var geggjað og ekkert við því að gera en það er fúlt að fá á sig mark eftir aukaspyrnu.“ Maribor er með gríðarlega sterkt lið og sýndi mátt sinn og megin í seinni hálfleiknum. „Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni,“ sagði Ólafur. Hann segir að Maribor sé mun sterkara lið en Rosenborg sem sló Val út úr Meistaradeildinni í fyrra. „Þeir eru miklu betri,“ sagði þjálfarinn að lokum.Haukur Páll umkringdur leikmönnum Maribor.vísir/báraHaukur Páll: Spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var ánægður frammistöðu Íslandsmeistaranna í fyrri hálfleiknum gegn Maribor en segir að það hafi verið blóðugt að fá á sig mark undir lok hans. „Það var mjög svekkjandi. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum,“ sagði Haukur Páll. Markið gaf Maribor byr undir báða vængi og slóvensku meistararnir voru svo einráðir á vellinum í seinni hálfleik. „Við verðum að viðurkenna að þetta er gott lið og þeir áttu virkilega flottan dag. Við gerðum ekki nógu vel þegar við vorum með boltann en við fáum allavega annað tækifæri til að spreyta okkur á móti þeim,“ sagði Haukur Páll en liðin mætast aftur eftir viku. „Mér finnst við geta haldið boltanum betur. Við þurfum að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik og bæta svo aðeins við þegar við erum með boltann. Við fengum tækifæri í fyrri hálfleik og á móti svona liði verðurðu að nýta þau,“ sagði fyrirliðinn að endingu. Meistaradeild Evrópu
Maribor er svo gott sem komið áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 0-3 sigur á Val í fyrri leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. Valsmenn léku prýðilega í fyrri hálfleik og héldu gestunum frá Slóveníu að mestu í skefjum. En þegar þrjár mínútur voru til hálfleiks kom Spiro Pericic Maribor yfir með skalla eftir aukaspyrnu Roks Kronaveter. Í seinni hálfleik sýndi Maribor svo styrk sinn og var með öll völd á vellinum. Ólafur Karl Finsen var reyndar hársbreidd frá því að jafna i upphafi seinni hálfleiks en boltinn fór ekki allur inn fyrir marklínuna eins og sást í endursýningu. Dino Hotic kom gestunum í 0-2 með glæsilegu marki eftir klukkutíma leik og þegar fjórar mínútur voru til leiksloka skoraði Kronaveter svo þriðja mark Maribor úr vítaspyrnu sem dæmd var á Bjarna Ólaf Eiríksson. Lokatölur 0-3 og verkefni Valsmanna í seinni leiknum ytra nánast ómögulegt.Valsmenn voru nærri því búnir að skora. Svo tæpt var það.vísir/báraAf hverju vann Maribor? Tímabilið í Slóveníu er ekki enn hafið og gestirnir virkuðu frekar þungir í fyrri hálfleik og komust aldrei á neitt flug. Valsmenn spiluðu sterka vörn og fengu sennilega besta færið þegar Patrick Pedersen átti skot sem fór í varnarmann og yfir á 35. mínútu. En heimamenn gleymdu sér í varnarleiknum skömmu fyrir hálfleik og var refsað. Eftir hlé var svo aldrei spurning hvernig leikurinn færi. Leikmenn Maribor settu í annan gír, héldu boltanum vel, sköpuðu sér góð færi og Valsmenn komust ekkert áleiðis. Maribor bætti tveimur mörkum við og þau hefðu getað orðið fleiri. Valur mætti einfaldlega ofjörlum sínum í kvöld eins og lokatölurnar gefa til kynna.Ásta Sigríður Fjeldsted, nýskipaður ræðismaður Slóveníu á Íslandi, með leikmönnum Maribor í leikslok.Hverjir stóðu upp úr? Hannes Þór Halldórsson varði nokkrum sinnum vel í seinni hálfleik og kom í veg fyrir að sigur Maribor yrði stærri. Andri Adolphsson var góður í fyrri hálfleik sem og Sebastian Hedlund. Þeir gáfu hins vegar eftir í þeim seinni eins og aðrir leikmenn Vals. Kronaveter var besti maður vallarins, skoraði eitt mark og lagði hin tvö upp. Hotic, sem skoraði annað markið, var einnig skeinuhættur.Hvað gekk illa? Fyrir utan skotið hjá Pedersen og dauðafærið hja Ólafi Karli ógnuðu Valsmenn lítið í leiknum. Sóknarleikurinn var bitlaus og í seinni hálfleik bilaði varnarleikurinn einnig. Íslandsmeistararnir voru númeri of litlir fyrir sterkt lið Maribor í kvöld.Hvað gerist næst? Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Maribor eftir viku. Valur á engan leik í millitíðinni á meðan Maribor mætir Triglav í 1. umferð slóvensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.Ólafur Karl í kröppum dansi í kvöld.vísir/báraÓlafur: Eitt sterkasta lið sem ég hef mætt „Þetta er hundfúlt en það var samt margt jákvætt í okkar leik,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, eftir tapið fyrir Maribor í kvöld. Valsmenn héldu sjó og gott betur í fyrri hálfleik en á 42. mínútu komst Maribor yfir með marki eftir fast leikatriði. „Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi hjá okkur. Þeir sköpuðu sér engin færi. Reyndar gerðum við það ekki heldur fyrir utan skotið hjá Patrick [Pedersen]. Við vorum með fína stjórn á leiknum en fengum á okkur mark úr aukaspyrnu. Annað markið var feykilega gott og erfitt að koma í veg fyrir það. Og eftir það var þetta erfitt,“ sagði Ólafur. „Það er alltaf svekkjandi að fá svona mark á sig, eftir aukaspyrnu. Annað markið var geggjað og ekkert við því að gera en það er fúlt að fá á sig mark eftir aukaspyrnu.“ Maribor er með gríðarlega sterkt lið og sýndi mátt sinn og megin í seinni hálfleiknum. „Þetta er eitt sterkasta lið sem ég hef mætt í Evrópukeppni,“ sagði Ólafur. Hann segir að Maribor sé mun sterkara lið en Rosenborg sem sló Val út úr Meistaradeildinni í fyrra. „Þeir eru miklu betri,“ sagði þjálfarinn að lokum.Haukur Páll umkringdur leikmönnum Maribor.vísir/báraHaukur Páll: Spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, var ánægður frammistöðu Íslandsmeistaranna í fyrri hálfleiknum gegn Maribor en segir að það hafi verið blóðugt að fá á sig mark undir lok hans. „Það var mjög svekkjandi. Við spiluðum mjög vel í fyrri hálfleik og þeir sköpuðu sér ekki mikið af færum,“ sagði Haukur Páll. Markið gaf Maribor byr undir báða vængi og slóvensku meistararnir voru svo einráðir á vellinum í seinni hálfleik. „Við verðum að viðurkenna að þetta er gott lið og þeir áttu virkilega flottan dag. Við gerðum ekki nógu vel þegar við vorum með boltann en við fáum allavega annað tækifæri til að spreyta okkur á móti þeim,“ sagði Haukur Páll en liðin mætast aftur eftir viku. „Mér finnst við geta haldið boltanum betur. Við þurfum að spila eins og við gerðum í fyrri hálfleik og bæta svo aðeins við þegar við erum með boltann. Við fengum tækifæri í fyrri hálfleik og á móti svona liði verðurðu að nýta þau,“ sagði fyrirliðinn að endingu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti