Segir Íslendinga handbendi eiturlyfjabaróna Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. júlí 2019 09:15 Teodoro Locsin Jr., utanríkisráðherra Filippseyja, hefur reglulega lýst stuðningi við fíkefnistríðið - sem og nasista. SÞ Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna. Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Með samþykkt tillögu, sem gerir Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að rannsaka fíkniefnastríð Filippseyjaforseta, munu allir sem að henni standa fá veglega bónusgreiðslu frá eiturlyfjahringjum. Þetta skrifar utanríkisráðherra landsins, Teodoro Locsin Jr., á Twitter-síðu sína í gærkvöld og vísar þar til tillögu Íslands um að gerð verði úttekt á stöðu mannréttindamála á Filippseyjum. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch segja skrif utanríkisráðherrans vera forkastanleg og til marks um örvæntingu filippeyskra stjórnvalda. „Þetta er svívirðileg og illkvittin yfirlýsing frá æðsta erindreka Filippseyja. Hún er til marks um örvæntingafullar tilraunir ríkisstjórnar landsins til að þvo hendur sínar af hinu ógeðfellda fíkniefnastríði,“ segir fulltrúi samtakanna. If the Iceland resolution wins that means bonuses for everyone who worked for it—from the drug cartels.— Teddy Locsin Jr. (@teddyboylocsin) July 9, 2019 Yfirvöld á Filippseyjum hafa sætt mikilli gagnrýni vegna stöðu mannréttindamála í landinu. Í nýlegri skýrslu mannréttindasamtakanna Amnesty International kemur fram að ólöglegar aftökur og misbeiting valds séu orðin hættuleg og viðtekin venja á Filippseyjum. Þá hafa yfir sex þúsund verið drepnir í stjórnartíð Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, í yfirlýstu stríði hans gegn fíkniefnum. Heillaður af nasistum Fyrrnefndur utanríkisráðherra landsins hefur margoft lýst stuðningi sínum við framgöngu Duterte í þessum málum, enda hefur Locsin sagst efast um að fíkniefnaneytendur geti nokkurn tímann losað sig úr viðjum fíknarinnar. Þannig vakti töluverða athygli þegar hann bar fíknefnastríðið saman við „lokalausn“ nasista „á gyðingavandamálinu“ enda hefðu þeir ekki haft „algjörlega rangt fyrir sér.“ Locsin dró nasistaummæli sín til baka með semingi um leið og hann hótaði öllum þeim sem þóttu skrif hans gagnrýniverð. Eitt þeirra tísta sem Locsin eyddi eftir harða gagnrýni.Twitter Áætlað er að greidd verði atkvæði um tillögu Íslands í mannréttindaráðinu á morgun. Hún felur í sér hvatningu til stjórnvalda í Manila um að „grípa til allra nauðsynlegra ráðstafana til að sporna við ólöglegum aftökum og þvinguðum mannshvörfum“ á Filippseyjum. Auk þess eru stjórnvöld hvött til að hefja sjálfstæðar og óháðar rannsóknir á ástandinu, taka við alþjóðlegum eftirlitsmönnum og draga þá sem að mannréttindabrotunum standa til ábyrgðar, í samræmi við alþjóðalög og samþykktir. Alls hafa 47 ríki atkvæðarétt í ráðinu en auk Íslands hafa 28 ríki sett nafn sitt við tillöguna. Fulltrúar Filippseyja í mannréttindaráðinu hafa þó mótmælt henni harðlega og stormað út af fundum ráðsins þegar hún hefur borið á góma. Stjórnvöld í Manila telja tillöguna vera freklegt inngrip í sjálfstæði þjóðarinnar, forseti landsins njóti yfirgnæfandi stuðnings landsmanna og hafi því ríkt umboð til að framfylgja stefnu sinni í fíkniefnamálum. Þá hefur sendiherra Filippseyja lýst vanþóknun sinni á ályktun Íslendinga og hefur sakað Íslendinga um hræsni, sem utanríkisráðherra hefur vísað til föðurhúsanna.
Filippseyjar Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14 Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Aftökur án dóms og laga tíðar á Filippseyjum Mannréttindasamtök hvetja mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna að samþykkja tillögu um að rannsaka fíkniefnastríðið á Filippseyjum. 8. júlí 2019 08:14
Vísar ásökunum um hræsni til föðurhúsanna Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra vísar ásökunum sendiherra Filippseyja um hræsni Íslendinga í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna til föðurhúsanna. 9. júlí 2019 12:55