Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:51 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fleiri fréttir Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Sjá meira
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41