Meint skattsvik Sjólaskipasystranna nema 550 milljónum Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2019 10:51 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Embættið hefur ákært Sjólaskipasystkinin fjögur í tengslum við rannsókn á meintum skattalagabrotum. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca. Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvær konur úr systkinahópi sem kenndur er við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip fyrir stórfelld skattalagabrot. Systurnar, þær Ragnheiður Jóna Jónsdóttir og Berglind Björk Jónsdóttir, eru ákærðar fyrir að hafa vantalið tekjur sínar árin 2007 og 2008 að fjárhæð samtals um 550 milljóna króna. Þetta kemur fram í ákærum á hendur systrunum sem fréttastofa hefur undir höndum.Sjá einnig: Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Greint var frá því fyrr í þessum mánuði að embætti héraðssaksóknara hefði gefið út ákærur á hendur Sjólaskipasystkinunum. Systkinin eru fjögur en auk Ragnheiðar og Berglindar eru ákærðir bræður þeirra, Guðmundur Steinar Jónsson og Haraldur Reynir Jónsson. Ákæra á hendur Haraldi var birt í síðustu viku en hann er ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik tekjuárin 2005-2008. Enn á eftir að birta Guðmundi ákæru en systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. Berglind er ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot með því að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð rúmlega 404 milljóna króna. Vangreiddur tekjuskattur Berglindar er þannig rúmar 40 milljónir króna, að því er fram kemur í ákæru. Ragnheiður er sömuleiðis ákærð fyrir meiriháttar skattalagabrot en henni er gefið að sök að hafa vantalið tekjur sínar að upphæð samtals rúmlega 148 milljóna króna. Í ákæru er vangreiddur tekjuskattur sagður tæpar 15 milljónir króna. Ákærurnar varða báðar m.a. viðskipti með evrur og greiðslu frá fyrirtækinu Hafnarfelli hf. Héraðssaksóknari krefst þess að systurnar verði dæmdar til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Mál systkinanna hefur verið til rannsóknar í töluverðan tíma, bæði hjá embætti ríkissaksóknara og skattayfirvöldum. Fjallað hefur verið um mál þeirra í fjölmiðlum síðustu ár en í nóvember árið 2016 greindi Fréttatíminn frá því að skattrannsóknarstjóri hefði kært viðskipti systkinanna í skattaskjólinu Tortólu til héraðssaksóknara. Í frétt blaðsins kom m.a. fram að aflandsfélögin á Tortólu hefðu verið notuð til að greiða kreditkortareikninga fjölskyldumeðlima. Nöfn systkinanna var enn fremur að finna í Panamaskjölunum svokölluðu frá Mossack Fonseca.
Dómsmál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32 Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki Sjá meira
Sjólaskipabróðir ákærður fyrir 245 milljóna skattsvik Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, hefur verið ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum með því að hafa vantalið tekjur sínar árin 2005-2008 að fjárhæð rúmlega 245 milljóna króna. 26. júlí 2019 16:32
Sjólaskipasystkinin ákærð fyrir meint skattalagabrot Systkinin eru ákærð hvert í sínu lagi auk þess sem bræðurnir eru ákærðir saman í einu máli. 18. júlí 2019 17:41
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent