Þrír teknir af lífi í Barein eftir óréttlát réttarhöld Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2019 22:05 Mótmælendur halda uppi myndum af Ali Abdulghani, 18 ára gömlum stráki sem dó vegna sára sinna sem hann hlaut þegar lögregla réðst gegn mótmælendum í Barein. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Sayed Baqer AlKamel Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga. Barein Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Þrír hafa verið teknir af lífi í Barein en einstaklingarnir voru ákærðir í tveimur dómsmálum. Í öðru málinu var ákært vegna hryðjuverka og fyrir að verða lögreglumanni að bana og í hinu vegna morðs á íslömskum bænapresti sagði opinber saksóknari. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Guardian. Mannréttindahópar hafa ákaft varað bareinsk yfirvöld við því að taka tvo menn af lífi, þá Ali Mohamed Hakeem al-Arab og Ahmed Isa al-Malali. Malali og Arab voru sakfelldir í fjöldaréttarhöldum, sem haldin voru yfir 60 manns, í janúar 2018. Báðir voru búnir að áfrýja málinu eins oft og hægt var. Agnés Callamard, sérstakur skýrslugjafi um ólöglegar aftökur hjá Sameinuðu þjóðunum, hafði einnig lagt fram áfrýjun á síðustu stundu til að koma í veg fyrir aftöku þeirra. Allaman sagði í tilkynningu að mennirnir hafi að sögn verið pyntaðir, komið hafi verið í veg fyrir að þeir kæmust á réttarhöld sín og voru dæmdir til dauða án þess að vera á staðnum. Rannsóknarstjóri Amnesty International í Mið-Austurlöndum, Lynn Maalouf, varaði einnig við því að aftökurnar væru „gjörsamlega skammarleg vanvirðing við mannréttindi.“ „Dauðarefsingin er andstyggileg árás á réttinn til að lifa og grimmilegasta, ómannúðlegasta og niðurlægjandi refsing. Notkun hennar er viðbjóðsleg við allar aðstæður en hún er enn hneykslanlegri þegar hún er notuð eftir ósanngjörn réttarhöld þar sem sakborningar eru pyntaðir til að játa,“ sagði hún. Miklar óeirðir hafa verið í Barein frá því árið 2011 þegar yfirvöld réðust gegn mótmælendum, sem leiddir voru af Shia-múslimum, sem kröfðust pólitískra breytinga.
Barein Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira