Fátækt fer ekki í sumarfrí segir forsvarskona Matarhjálp neyðarkall Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. júlí 2019 00:00 Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum. Hjálparstarf Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Helmingi fleiri leita nú aðstoðar hjá á síðunni Matarhjálp Neyðarkall á Facebook að sögn forsvarskonu hópsins. Hún gagnrýnir að stjórnvöld veiti ekki opinberum hjálparsamtökum meira fjármagn til að aðstoða bágstadda en bæði Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálpin eru lokaðar í júlí. Fátækt fer ekki í sumarfrí, segir hún. Fjölskylduhjálp Íslands hefur lokað fyrir matarúthlutun í júní og júlí en að sögn Ásgerðar Jónu Flosadóttur er það vegna skorts á fjármagni. „Fjölskylduhjálpin fær eina milljón í ár frá ríki og eina frá borg en það nægir ekki fyrir leigukostnaði allt árið sem er um tólfhundruð þúsund krónur á mánuði. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem við lokum að sumri,“ segir Ásgerður. Þá er Fjölskylduhjálpin lokuð í júlí að venju. Fjórar konur stofnuðu Facebooksíðuna Matarhjálp neyðarkall jólaaðstoð og páska fyrir fimm árum. Áslaug Guðný Jónsdóttir ein forsvarskvenna þeirra segir að í sumar séu um helmingi fleiri sem leiti til þeirra vegna bágra kjara en síðasta sumar en hún vakti fyrst athygli á málinu í Fréttablaðinu. „Ásóknin hefur aukist um helming í sumar. Ég veit að hjá Fjölskylduhjálp Íslands er það vegna fjármagnsskorts og ríkistjórnin þarf að styrkja þá stofnun mun meira svo hægt sé að hjálpa öllu því fólki sem þarf á því að halda. Þá er líka lokað hjá Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Það er opið hjá Hjálparstofnun kirkjunnar en við vitum ekki hversu margir geta sótt hjálp þangað. Það er svo mikil þörf,“ segir Áslaug. Aðstoðin sé veitt alla daga ársins og sé af margvíslegum toga. „Það eru helst einstæðir foreldrar, eldra fólk, sumir hafa ekki efni á að kaupa afmælisgjafir fyrir barnabörnin og leita til okkar. Skorturinn lýsir sér helst vöntun á lyfjum, mat og bara allt sem fólk þarf.Það er búið að hækka matinn núna upp úr öllu valdi. Það þarf að hjálpa fólkinu í landinu, byrja þarf á grunninum og hætta þessum skerðingum alls staðar. Fól hefur ekki tök á þessu. Fátæktin fer nefnilega aldrei í sumarfrí því miður, segir Áslaug að lokum.
Hjálparstarf Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira