Slæmt ef merkingar vegna fornminja eru fjarlægðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. júlí 2019 13:44 Ingólfsfjörður. Mynd úr safni. Vísir/Egill Aðalsteinsson Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“ Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Hælar og bönd sem sett voru til að afmarka fornminjar í Ingólfsfirði, þar sem hafnar eru undirbúningsframkvæmdir í tengslum við Hvalárvirkjun, voru fjarlægð í fyrrinótt. Verkefnastjóri hjá minjastofnun segir mjög slæmt ef merkingarnar eru fjarlægðar. Gunnar Gaukur Magnússon, framkvæmdastjóri Vesturverks, staðfestir að merkingar hafi verið teknar upp í samtali við Bæjarins besta, svæðismiðil Vestfjarða í gær. Inga Sóley Kristínardóttir, verkefnastjóri hjá Minjastofnun Íslands, kveðst jafnframt hafa fengið upplýsingar um málið. „Það kom sem sagt tilkynning í gær um að það hafi verið fjarlægðir hælar, sem sagt teknir upp, sem eru vor til að merkja fornleifar á hluta af leiðinni meðfram Ingólfsfirði norðanverðum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að hælarnir hafi ekki verið fjarlægðir af staðnum heldur aðeins teknir upp úr jörðinni. „Þeir verða reknir aftur niður og það er fornleifafræðingur sem fer þarna um á morgun og hún mun fara yfir merkingarnar og merkja betur ef það þarf.“ Fyrirhuguð uppbygging Hvalárvirkjunar hefur mætt töluverðri andstöðu en ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um hvort mótmælendur hafi átt hlut að máli. Inga Sóley kveðst hvorki vita hverjir voru að verki né í hvaða tilgangi. „Þessar merkingar eru náttúrlega til þess að vernda minjarnar á meðan á framkvæmdum stendur og ef þær eru fjarlægðar þá er það mjög slæmt, bæði fyrir minjarnar og líka náttúrlega fyrir framkvæmdaaðila sem geta orðið fyrir töfum,“ segir Inga Sóley. Hún segir að sem betur fer séu engin merki um að rask hafi orðið á forminjum sökum þessa. „Þeir [framkvæmdaaðilar] eru ekki komnir á þetta svæði skilst mér, þeir eru ennþá nokkrum kílómetrum frá þeim, þessum minjum. Þannig að það er engin hætta eins og er.“
Deilur um Hvalárvirkjun Fornminjar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira