Marel stefnir á 12 prósent vöxt næstu árin Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. júlí 2019 10:50 Viðburðaríkur fjórðungur að baki hjá Marel Vísir/EPA Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður stefnir Marel á 12 prósent meðalvöxt árlega á tímabilinu 2017 til 2026. Marel búi að „góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða“ sem gera ætti fyrirtækinu kleift ráðast í sterka markaðssókn og nýssköpun og þannig ná innri vexti umfram almennan markaðsvöxt, sem áætlað er að verði um 4 til 6 prósent til lengri tíma. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr yfirlýsingum Marels í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem leit dagsins ljós í gær. Það bar meðal annars með sér að tekjur Marels hafi numið 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, rúmlega 44 milljörðum króna, sem er 10 prósent hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar að auki jókst rekstrarhagnaður Marels um 15 prósent og 7 prósent aukning varð í mótteknum pöntunum frá fyrra ári. Það sem af er degi hefur virði bréfa Marels hækkað um 0,75 í Kauphöllinni, en ætla má að rekja megi hækkunina beint til uppgjörsins og fjárfestakynningar sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins í morgun. „Við sjáum sveiflur á mörkuðum þar sem aukning er í pöntunum á stærri verkefnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hefur á stærri pöntunum í Evrópu og Norður Ameríku. Á móti kemur góður vöxtur í endurnýjunar- og viðhaldsverkefnum hjá viðskiptavinum okkar í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tengslum við uppgjör fjórðungsins - sem hann segir hafa verið viðburðarríkan í sögu félagsins.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Beri þar skemmst að nefna skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam og útgáfu 15 prósent nýs hlutafjár. Árni segist þakklátur fyrir hvernig útboðið hafi gengið. „Alls tóku 4.700 fjárfestar þátt í útboðinu en fyrir skráningu félagsins í Euronext Amsterdam voru hluthafar félagsins 2.500 talsins,“ segir Árni. Það muni styðja við næstu skref í framþróun Marels, en vöxtur félagsins verði knúinn áfram af nýsköpun, markaðssókn og ytri vexti. „Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxtarmarkmiðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu með áherslu á fæðuöryggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni,” segir Árni. Áætlaður vöxtur verði þó líklega ekki línulegur, enda háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni. Því megi reikna með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga „vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna,“ eins og það er orðað. Þá telur JP Morgan að gengi Marels geti farið upp í 4,7 evrur á næstu 18 mánuðum, sem er um 7 prósentum yfir gengi bréfanna í kauphöllinni í Amsterdam í dag og 27 prósentum yfir útboðsgenginu. Eftir farsæla skráningu sé Marel vel í stakk búið til að styðja undir frekari vöxt með yfirtökum. Markaðir Tengdar fréttir Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00 Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45 Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira
Þrátt fyrir krefjandi markaðsaðstæður stefnir Marel á 12 prósent meðalvöxt árlega á tímabilinu 2017 til 2026. Marel búi að „góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða“ sem gera ætti fyrirtækinu kleift ráðast í sterka markaðssókn og nýssköpun og þannig ná innri vexti umfram almennan markaðsvöxt, sem áætlað er að verði um 4 til 6 prósent til lengri tíma. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr yfirlýsingum Marels í tengslum við ársfjórðungsuppgjör félagsins, sem leit dagsins ljós í gær. Það bar meðal annars með sér að tekjur Marels hafi numið 327 milljónum evra á öðrum ársfjórðungi, rúmlega 44 milljörðum króna, sem er 10 prósent hækkun frá sama tímabili í fyrra. Þar að auki jókst rekstrarhagnaður Marels um 15 prósent og 7 prósent aukning varð í mótteknum pöntunum frá fyrra ári. Það sem af er degi hefur virði bréfa Marels hækkað um 0,75 í Kauphöllinni, en ætla má að rekja megi hækkunina beint til uppgjörsins og fjárfestakynningar sem fram fór í höfuðstöðvum félagsins í morgun. „Við sjáum sveiflur á mörkuðum þar sem aukning er í pöntunum á stærri verkefnum í Asíu og Kína, á meðan hægst hefur á stærri pöntunum í Evrópu og Norður Ameríku. Á móti kemur góður vöxtur í endurnýjunar- og viðhaldsverkefnum hjá viðskiptavinum okkar í Evrópu og Norður Ameríku,“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, í tengslum við uppgjör fjórðungsins - sem hann segir hafa verið viðburðarríkan í sögu félagsins.Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels.Beri þar skemmst að nefna skráningu Marels í Euronext-kauphöllina í Amsterdam og útgáfu 15 prósent nýs hlutafjár. Árni segist þakklátur fyrir hvernig útboðið hafi gengið. „Alls tóku 4.700 fjárfestar þátt í útboðinu en fyrir skráningu félagsins í Euronext Amsterdam voru hluthafar félagsins 2.500 talsins,“ segir Árni. Það muni styðja við næstu skref í framþróun Marels, en vöxtur félagsins verði knúinn áfram af nýsköpun, markaðssókn og ytri vexti. „Að því sögðu erum við á réttri leið með að ná vaxtarmarkmiðum okkar fyrir árið 2026, sem eru 3 milljarðar evra í tekjur og fyrsta flokks arðsemi. Í samstarfi við viðskiptavini okkar viljum við umbylta matvælaframleiðslu á heimsvísu með áherslu á fæðuöryggi, rekjanleika, sjálfbærni og hagkvæmni,” segir Árni. Áætlaður vöxtur verði þó líklega ekki línulegur, enda háður hagsveiflum og þeim tækifærum sem eru í boði hverju sinni. Því megi reikna með breytilegri afkomu á milli ársfjórðunga „vegna efnahagsþróunar, sveifla í pöntunum og tímasetningu stærri verkefna,“ eins og það er orðað. Þá telur JP Morgan að gengi Marels geti farið upp í 4,7 evrur á næstu 18 mánuðum, sem er um 7 prósentum yfir gengi bréfanna í kauphöllinni í Amsterdam í dag og 27 prósentum yfir útboðsgenginu. Eftir farsæla skráningu sé Marel vel í stakk búið til að styðja undir frekari vöxt með yfirtökum.
Markaðir Tengdar fréttir Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00 Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45 Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15 Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Fleiri fréttir Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Sjá meira
Íslendingar fengu fimm prósent af útboði Marels Íslenskir fjárfestar fengu aðeins úthlutað í kringum fimm prósent af þeim 47 milljarða króna hlut sem seldur var í nýafstöðnu hlutafjárútboði Marels, samkvæmt heimildum Markaðarins. 12. júní 2019 08:00
Marel og Thoregs hljóta styrki úr samstarfssjóði við atvinnulífið Tvö verkefni sem byggja á íslensku hugviti og verkþekkingu hafa fengið styrk úr Samstarfssjóði við atvinnulíf um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. 9. júlí 2019 10:45
Lífeyrissjóður verslunarmanna með 51 milljarðs hlut í Marel Eignarhlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna í Marel, bæði beinn og óbeinn í gegnum Eyri Invest, er metinn á samanlagt ríflega 51 milljarð króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í félaginu. 5. júní 2019 06:15